Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:10 Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2020 barst lögreglunni tilkynning um aðila sem virtust vera að bera plöntur í sendiferðabifreiðvið íbúðarhús á Akureyri. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá ýmisskonar búnað til ræktunar og kannabisplöntur í opnum plastpokum fyrir utan íbúðina og inni í sendibifreiðinni. Þar hitti lögregla fyrir mann sem leigði herbergi í umræddri íbúð og sagðist hann hafa verið að flytja plönturnar úr íbúðinni í bifreiðina. Maðurinn var handtekinn og sömuleiðis sá sem sakfelldur var, en hann kvaðst þó aðeins hafa verið að aðstoða við að ferja „dót“. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst leigjandinn hafa staðið að ræktuninni ásamt manninum og eiganda íbúðarinnar en eigandi íbúðarinnar viðurkenndi einnig aðild að málinu. Sambýliskona íbúðareigandans var sömuleiðis ákærð fyrir sína þáttöku í brotinu en þar sem ekkert lá fyrir um þátttöku hennar í ræktuninni var hún einungis sakfelld fyrir að hafa haft plönturnar í vörslum sínum. Þá var þáttur íbúðareigandans einkum talinn hafa falist í að leyfa ræktun í íbúð sinni. Framburður talinn ótrúverðugur Fyrir héraðsdómi sagði maðurinn að hann hefði tvisvar eða þrisvar komið að umhirðu kannabisplantnanna í íbúðinni og því vitað af ræktuninni þar. Einnig hefði hann lánað leigjandanum í íbúðinni peninga án þess að spyrja til hvers hann ætlaði að nota þá. Loks viðurkenndi hann að hafa aðstoðað leigjandann við flutning á „einhverju drasli“ í svörtum plastpokum úr íbúðinni og verið við þá iðju þegar lögreglu bar að. Auk þess hefði hann útvegað sendibifreið til flutninganna. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki vitað hvað var í pokunum. Sá framburður þótti afar ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi af ræktuninni í íbúðinni. Í héraðsdómi var leigjandinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sambýliskona íbúðareigandans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en íbúðareigandanum var ekki gerð sérstök refsins. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, en fram kemur í dómi héraðsdóms að hann eigi nokkurn sakaferil að baki. Með fyrrnefndu broti rauf hann skilyrði reynslulausnar. Í dómi Landsréttar voru færð rök fyrir því að framburður mannsins væri ótrúverðugur. Landsréttur taldi sannað að hann hefði staðið að brotinu ásamt hinum þremur sem sakfelld voru og var niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Hér má sjá dóm Landsréttar. Dómsmál Fíkniefnabrot Akureyri Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Forsaga málsins er sú að í nóvember 2020 barst lögreglunni tilkynning um aðila sem virtust vera að bera plöntur í sendiferðabifreiðvið íbúðarhús á Akureyri. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá ýmisskonar búnað til ræktunar og kannabisplöntur í opnum plastpokum fyrir utan íbúðina og inni í sendibifreiðinni. Þar hitti lögregla fyrir mann sem leigði herbergi í umræddri íbúð og sagðist hann hafa verið að flytja plönturnar úr íbúðinni í bifreiðina. Maðurinn var handtekinn og sömuleiðis sá sem sakfelldur var, en hann kvaðst þó aðeins hafa verið að aðstoða við að ferja „dót“. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst leigjandinn hafa staðið að ræktuninni ásamt manninum og eiganda íbúðarinnar en eigandi íbúðarinnar viðurkenndi einnig aðild að málinu. Sambýliskona íbúðareigandans var sömuleiðis ákærð fyrir sína þáttöku í brotinu en þar sem ekkert lá fyrir um þátttöku hennar í ræktuninni var hún einungis sakfelld fyrir að hafa haft plönturnar í vörslum sínum. Þá var þáttur íbúðareigandans einkum talinn hafa falist í að leyfa ræktun í íbúð sinni. Framburður talinn ótrúverðugur Fyrir héraðsdómi sagði maðurinn að hann hefði tvisvar eða þrisvar komið að umhirðu kannabisplantnanna í íbúðinni og því vitað af ræktuninni þar. Einnig hefði hann lánað leigjandanum í íbúðinni peninga án þess að spyrja til hvers hann ætlaði að nota þá. Loks viðurkenndi hann að hafa aðstoðað leigjandann við flutning á „einhverju drasli“ í svörtum plastpokum úr íbúðinni og verið við þá iðju þegar lögreglu bar að. Auk þess hefði hann útvegað sendibifreið til flutninganna. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki vitað hvað var í pokunum. Sá framburður þótti afar ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi af ræktuninni í íbúðinni. Í héraðsdómi var leigjandinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sambýliskona íbúðareigandans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en íbúðareigandanum var ekki gerð sérstök refsins. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, en fram kemur í dómi héraðsdóms að hann eigi nokkurn sakaferil að baki. Með fyrrnefndu broti rauf hann skilyrði reynslulausnar. Í dómi Landsréttar voru færð rök fyrir því að framburður mannsins væri ótrúverðugur. Landsréttur taldi sannað að hann hefði staðið að brotinu ásamt hinum þremur sem sakfelld voru og var niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Hér má sjá dóm Landsréttar.
Dómsmál Fíkniefnabrot Akureyri Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira