Hún var handtekin af yfirvöldum fyrir mótmæli á miðvikudaginn og myndbandið birti bróðir hennar sem býr í Frakklandi. Moradkhani er vel þekkt í Íran en hún er frænka Ayjatollah Ali Khameinei, æðsta leiðtoga landsins.
Í myndbandinu foræmdir Moradkhani þá kúgun sem almenningur hafi verið beittur síðustu áratugina eftir að klerkarnir tóku völdun og þá gagnrýnir hún einnig vesturlönd fyrir að standa aðgerðarlaus hjá og hvetur þau til að slíta stjórnmálasamband við landið.
Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Íran síðustu vikur í kjölfarið á morðinu á Möshu Amini, sem lést í varðhaldi lögreglu eftir að hafa verið handtekin fyrir að bera ekki slæðu sína á réttan hátt að mati yfirvalda.