„Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2022 07:01 Þórey Edda Elísdóttir er í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Vísir/Einar Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. Á fimmtudag fór fram fundur á verkfræðistofunni Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Á meðal málflutningsmanna var fyrrum Ólympíufarinn og umhverfisverkfræðingurinn Þórey Edda Elísdóttir, sem jafnframt situr í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Ný höll var einmitt umræðuefni hennar á fundinum. Þórey Edda segir störf nefndarinnar vera á grunnstigi taka þurfi tillit til margra hópa við bygginguna. „Notendur eru mjög breiður hópur, þetta eru margir hagsmunaaðilar. Við viljum að þessi höll geti nýst svo sem skólum á svæðinu, í Laugardalnum, íþróttafélögum í Laugardalnum og svo afreksíþróttum, þá landsliðunum okkar, að þau hafi einhversstaðar heimavöll og geti æft og keppt í löglegri höll,“ segir Þórey Edda. Sporni gegn aðstöðuleysi í Laugardal Líkt og hún nefnir er fyrirhuguð staðsetning hallarinnar í Laugardal, þar sem sú gamla er, og komi sú nýja í raun við hlið hennar - fáist leyfi eigenda og rými í deiluskipulagi fyrir því. Framkvæmdanefndin hyggst senda endanlegar tillögur um staðsetningu hallarinnar frá sér í desember. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem framkvæmdanefnd mun leggja til við eigendur í desember.Þórey Edda/Verkís Sú gamla muni standa áfram og því muni aðstaða til íþrótta í Laugardal, fyrir Ármann og Þrótt til að mynda, taka stakkaskiptum. „Það er einmitt einn af tilgöngunum, að þörfum þeirra verði fullnægt þarna, að þau fái þarna aðgang að höllinni. Þetta eru sem sagt þrír til fjórir salir sem myndu bætast við núverandi Laugardalshöll þar sem að íþróttafélögin eru að æfa í dag. Þannig að auðvitað er þetta mikil stækkun á aðstöðu,“ segir Þórey. Er hægt að treysta því að þetta sé loks að raungerast? Umræða um nýja höll er ekki ný af nálinni, enda höllin á meðal þeirra eldri í Evrópu eftir að hafa verið opnuð árið 1965. Landslið Íslands í handbolta og körfubolta spila á undanþágum frá alþjóðasamböndum, enda uppfyllir núverandi höll ekki alþjóðlega staðla. Fjölmargar staðhæfingar, viljayfirlýsingar og starfshópar hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina en Þórey telur að meiri kraftur og vilji sé fyrir verkefninu nú en áður. „Það er mín tilfinning allavega og ég er rosalega vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram. Þessi vinna og þetta grunnplagg sem við ætlum að skila af okkur núna fái áframhaldandi líf og að við fáum að taka næstu skref. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Þórey. Ný þjóðarhöll Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Á fimmtudag fór fram fundur á verkfræðistofunni Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Á meðal málflutningsmanna var fyrrum Ólympíufarinn og umhverfisverkfræðingurinn Þórey Edda Elísdóttir, sem jafnframt situr í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Ný höll var einmitt umræðuefni hennar á fundinum. Þórey Edda segir störf nefndarinnar vera á grunnstigi taka þurfi tillit til margra hópa við bygginguna. „Notendur eru mjög breiður hópur, þetta eru margir hagsmunaaðilar. Við viljum að þessi höll geti nýst svo sem skólum á svæðinu, í Laugardalnum, íþróttafélögum í Laugardalnum og svo afreksíþróttum, þá landsliðunum okkar, að þau hafi einhversstaðar heimavöll og geti æft og keppt í löglegri höll,“ segir Þórey Edda. Sporni gegn aðstöðuleysi í Laugardal Líkt og hún nefnir er fyrirhuguð staðsetning hallarinnar í Laugardal, þar sem sú gamla er, og komi sú nýja í raun við hlið hennar - fáist leyfi eigenda og rými í deiluskipulagi fyrir því. Framkvæmdanefndin hyggst senda endanlegar tillögur um staðsetningu hallarinnar frá sér í desember. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem framkvæmdanefnd mun leggja til við eigendur í desember.Þórey Edda/Verkís Sú gamla muni standa áfram og því muni aðstaða til íþrótta í Laugardal, fyrir Ármann og Þrótt til að mynda, taka stakkaskiptum. „Það er einmitt einn af tilgöngunum, að þörfum þeirra verði fullnægt þarna, að þau fái þarna aðgang að höllinni. Þetta eru sem sagt þrír til fjórir salir sem myndu bætast við núverandi Laugardalshöll þar sem að íþróttafélögin eru að æfa í dag. Þannig að auðvitað er þetta mikil stækkun á aðstöðu,“ segir Þórey. Er hægt að treysta því að þetta sé loks að raungerast? Umræða um nýja höll er ekki ný af nálinni, enda höllin á meðal þeirra eldri í Evrópu eftir að hafa verið opnuð árið 1965. Landslið Íslands í handbolta og körfubolta spila á undanþágum frá alþjóðasamböndum, enda uppfyllir núverandi höll ekki alþjóðlega staðla. Fjölmargar staðhæfingar, viljayfirlýsingar og starfshópar hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina en Þórey telur að meiri kraftur og vilji sé fyrir verkefninu nú en áður. „Það er mín tilfinning allavega og ég er rosalega vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram. Þessi vinna og þetta grunnplagg sem við ætlum að skila af okkur núna fái áframhaldandi líf og að við fáum að taka næstu skref. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Þórey.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast