Nóvember undirlagður afsláttargylliboðum og neyslufylleríi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 09:00 Birgitta hvetur fólk til að vera meðvitaðra í neyslunni, hugsa sig um og kaupa aðeins það sem það vanti. Vísir/Ívar Fannar Mikil tilboðshelgi er gengin í garð og segja verslunarmenn nóvembermánuð nánast undirlagðan tilboðsdögum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun telur tilboðsdagana óþarfaneyslufyllerí. Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, segir hundruði pantana hafa streymt inn hjá versluninni í dag.Vísir/Ívar Fannar Mikill tilboðsdagur var í gær og raunar mikil tilboðshelgi sem hefur fest sig í sessi á undanförnum árum. Flestar íslenskar verlsanir hafa tekið upp þennan ameríska tilboðsdag, sem kallast Svörtudagur á íslensku, sem líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Samkvæmt upplýsingum frá neytendasamtökunum hafa þegar borist tugir tilkynninga um að verslanir hafi hækkað verð í aðdraganda tilboðsdaganna til þess að tilboðsverð yrðu sem hæst. Sjáiði að fólk sé að nýta þessi tilboð í jólainnkaup? „Já, við sjáum bara að nóvember er að verða stærri og stærri. Þetta er ekki lengur einn dagur, þetta er næstum orðinn samfeldur mánuður,“ segir Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa. Og þó margir neytendur fagni tilboðsdögum sem þessum eru ekki allir jafn ánægðir með afsláttardaga og auglýsingaflóð sem þetta. „[Auglýsingar] ýfa upp í okkur kauplöngun, oftar en ekki í óþarfa. Og okkur líður eins og við séum að missa af ef við tökum ekki þátt. Sérstaklega eins og núna í nóvember, sem hefur verið undirlagður auglýsingum og afsláttargylliboðum, þá magnast upp einhver spenna í manni og manni finnst eins og maður þurfi að taka þátt en maður veit ekki einu sinni hvað mann vantar eða langar,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur á sviði hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Flesta vanti ekkert og því tilvalið að gefa gæðastundir, upplifanir eða endurnýttar gjafir. Einhverjar samfélagslegar breytingar þurfi til að þessi neyslumenning breytist. „Það er orðið svo samfélagslega samþykkt að taka þátt í neyslufylleríinu og þá er bara mikilvægt að staldra aðeins við og leyfa auglýsingunum að fljóta hjá og nýta tímann í eitthvað annað.“ Verslun Neytendur Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, segir hundruði pantana hafa streymt inn hjá versluninni í dag.Vísir/Ívar Fannar Mikill tilboðsdagur var í gær og raunar mikil tilboðshelgi sem hefur fest sig í sessi á undanförnum árum. Flestar íslenskar verlsanir hafa tekið upp þennan ameríska tilboðsdag, sem kallast Svörtudagur á íslensku, sem líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Samkvæmt upplýsingum frá neytendasamtökunum hafa þegar borist tugir tilkynninga um að verslanir hafi hækkað verð í aðdraganda tilboðsdaganna til þess að tilboðsverð yrðu sem hæst. Sjáiði að fólk sé að nýta þessi tilboð í jólainnkaup? „Já, við sjáum bara að nóvember er að verða stærri og stærri. Þetta er ekki lengur einn dagur, þetta er næstum orðinn samfeldur mánuður,“ segir Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa. Og þó margir neytendur fagni tilboðsdögum sem þessum eru ekki allir jafn ánægðir með afsláttardaga og auglýsingaflóð sem þetta. „[Auglýsingar] ýfa upp í okkur kauplöngun, oftar en ekki í óþarfa. Og okkur líður eins og við séum að missa af ef við tökum ekki þátt. Sérstaklega eins og núna í nóvember, sem hefur verið undirlagður auglýsingum og afsláttargylliboðum, þá magnast upp einhver spenna í manni og manni finnst eins og maður þurfi að taka þátt en maður veit ekki einu sinni hvað mann vantar eða langar,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur á sviði hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Flesta vanti ekkert og því tilvalið að gefa gæðastundir, upplifanir eða endurnýttar gjafir. Einhverjar samfélagslegar breytingar þurfi til að þessi neyslumenning breytist. „Það er orðið svo samfélagslega samþykkt að taka þátt í neyslufylleríinu og þá er bara mikilvægt að staldra aðeins við og leyfa auglýsingunum að fljóta hjá og nýta tímann í eitthvað annað.“
Verslun Neytendur Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira