Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ein kona flutt á bráðamóttöku. Hún hafi þó verið vel áttuð og aðeins flutt þangað til eftirlits.
Tafir urðu á umferð um tíma um Miklubraut í austurátt. Umferðin gengur nú sinn vanagang en er farin að þyngjast eins og gerist á þessum tíma dagsins.