346 manns sektaðir vegna nagladekkjanotkunar á síðustu fimm árum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 12:51 Ólöglegt er að vera á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl. vísir/anton brink Á undanförnum fimm árum hafa rúmlega 350 ökumenn verið sektaðir vegna nagladekkjanotkunar hér á landi. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar þingmanns Pírata nú á dögunum. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Fram kemur í svari Jóns að á tímabilinu 2018- 2022 var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út. Veðurskilyrði hafa áhrif Einnig var spurt hvaða lögreglustjóraembætti hafa tilkynnt önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun en kveðið er á um í reglugerð á sama tímabili. Fram kemur að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að sektum verði ekki beitt vegna notkunar á nagladekkjum þar sem veðurskilyrði séu með þeim hætti að þörf sé á að hjólbarðar séu búnir með tilhlýðilegum hætti. Umferðardeild embættisins fylgist með veðurskilyrðum að teknu tilliti til umferðaröryggis og kemur tilkynningum á framfæri þegar við á. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Suðurlandi gefið út tilkynningu um önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun, sbr. tilkynningu embættisins í ár þess efnis að ekki yrði sektað þrátt fyrir að ökumenn væri komnir á nagladekk 13. október 2022. Sérstakar dagsetningar hafa ekki verið skráðar um þessi mörk og veðurfarslegar og landfræðilegar aðstæður hverju sinni ráðið nokkru þar um. Ákvörðunin byggðist á mati yfirmanna lögreglu í umdæminu. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í einhverjum tilvikum sl. ár gefið út tilkynningar þess efnis að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja á tilteknu tímabili fyrir 31. október, þegar slæm akstursskilyrði hafa verið farin að myndast sökum hálku og ófærðar, sem og í ljósi slæmrar veðurspár. Önnur embætti hafa ekki gefið út tilkynningar um önnur tímamörk vegna nagladekkjanotkunar en mælt er fyrir um í lögum og reglum. Nagladekk Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. 24. nóvember 2022 17:42 Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. 11. nóvember 2022 11:58 Þýðing nagladekkjagjalds? Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. 3. nóvember 2022 12:00 Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. 26. október 2022 11:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar þingmanns Pírata nú á dögunum. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Fram kemur í svari Jóns að á tímabilinu 2018- 2022 var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út. Veðurskilyrði hafa áhrif Einnig var spurt hvaða lögreglustjóraembætti hafa tilkynnt önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun en kveðið er á um í reglugerð á sama tímabili. Fram kemur að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að sektum verði ekki beitt vegna notkunar á nagladekkjum þar sem veðurskilyrði séu með þeim hætti að þörf sé á að hjólbarðar séu búnir með tilhlýðilegum hætti. Umferðardeild embættisins fylgist með veðurskilyrðum að teknu tilliti til umferðaröryggis og kemur tilkynningum á framfæri þegar við á. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Suðurlandi gefið út tilkynningu um önnur tímamörk varðandi nagladekkjanotkun, sbr. tilkynningu embættisins í ár þess efnis að ekki yrði sektað þrátt fyrir að ökumenn væri komnir á nagladekk 13. október 2022. Sérstakar dagsetningar hafa ekki verið skráðar um þessi mörk og veðurfarslegar og landfræðilegar aðstæður hverju sinni ráðið nokkru þar um. Ákvörðunin byggðist á mati yfirmanna lögreglu í umdæminu. Þá hefur embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í einhverjum tilvikum sl. ár gefið út tilkynningar þess efnis að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja á tilteknu tímabili fyrir 31. október, þegar slæm akstursskilyrði hafa verið farin að myndast sökum hálku og ófærðar, sem og í ljósi slæmrar veðurspár. Önnur embætti hafa ekki gefið út tilkynningar um önnur tímamörk vegna nagladekkjanotkunar en mælt er fyrir um í lögum og reglum.
Nagladekk Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. 24. nóvember 2022 17:42 Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. 11. nóvember 2022 11:58 Þýðing nagladekkjagjalds? Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. 3. nóvember 2022 12:00 Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. 26. október 2022 11:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. 24. nóvember 2022 17:42
Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. 11. nóvember 2022 11:58
Þýðing nagladekkjagjalds? Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. 3. nóvember 2022 12:00
Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. 26. október 2022 11:57