Sjálfstæðisflokkurinn þarf að greiða fasteignagjöld í Hveragerði Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2022 11:48 Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hveragerðis eru undrandi á þeirri ákvörðun meirihlutans að hætta að fella niður fasteignagjöld vegna fasteigna í bænum sem eru í eigu stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem á fasteign í bænum. Ákveðið var að fella niður niðurfellingu á slíkum fasteignagjöldum á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sögðu það „skrýtið nú [ætti] að fara að mismuna [félagasamtökum] eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum“. Í greinargerð með nýjum reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði kemur fram að gildandi reglur um styrki til stjórnmálasamtaka hafi verið þrenns konar hjá bænum – það er beinn fjárstyrkur, kaup á auglýsingu í blöð stjórnmálasamtaka og loks niðurfelld fasteignagjöld til stjórnmálasamtaka sem eiga fasteignir. „Í nýjum reglum er niðurfelling fasteignagjalda felld út en óeðlilegt er að mismuna stjórnmálasamtökum með framlög eftir því hvort þau eiga fasteignir eða kjósa fremur að leigja húsnæði til lengri eða skemmri tíma. Með nýjum reglum lækkar heildarupphæð framlaga Hveragerðisbæjar til stjórnmálasamtaka að meðaltali um 8% frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn í Hveragerði sem á fasteign í bænum og hefur hann því notið styrks frá bænum sem aðrir flokkar hafa ekki notið þar sem þeir hafi ekki átt fasteign. Gildandi reglur hafi þannig leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafa sloppið við greiðslu rúmlega 320 þúsund króna í fasteignagjöld á þessu ári vegna niðurfellingar fasteignagjalda. Fasteign Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði stendur við Mánamörk 1 og er um að ræða samkomusal þar sem flokksmenn hittast. Segja að verið sé að mismuna Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, þeirra Öldu Pálsdóttur og Sigmars Karlssonar, vegna málsins segir að sveitarfélagið hafi verið að niðurgreiða fasteignagjöld fyrir öll önnur frjáls félagasamtök, hvort sem það séu stjórnmálafélög, íþróttafélög, leikfélög eða Rauði krossinn. „Því er skrýtið að nú eigi að fara að mismuna félögum eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum. Við á D-listanum höfum í gegn um tíðina lagt okkur fram við að styðja við alls kyns félagasamtök (óháð pólitískum skoðunum) og veltum því fyrir okkur út frá þessari stefnu hvort að nýr meirihluti ætli sér ekki að gera það í framtíðinni,“ segir í bókun Öldu og Sigmars. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar áður stýrt bæjarmálunum í Hveragerði um margra ára skeið undir forystu Aldísar Hafsteinsdóttur. Hveragerði Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Ákveðið var að fella niður niðurfellingu á slíkum fasteignagjöldum á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sögðu það „skrýtið nú [ætti] að fara að mismuna [félagasamtökum] eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum“. Í greinargerð með nýjum reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði kemur fram að gildandi reglur um styrki til stjórnmálasamtaka hafi verið þrenns konar hjá bænum – það er beinn fjárstyrkur, kaup á auglýsingu í blöð stjórnmálasamtaka og loks niðurfelld fasteignagjöld til stjórnmálasamtaka sem eiga fasteignir. „Í nýjum reglum er niðurfelling fasteignagjalda felld út en óeðlilegt er að mismuna stjórnmálasamtökum með framlög eftir því hvort þau eiga fasteignir eða kjósa fremur að leigja húsnæði til lengri eða skemmri tíma. Með nýjum reglum lækkar heildarupphæð framlaga Hveragerðisbæjar til stjórnmálasamtaka að meðaltali um 8% frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn í Hveragerði sem á fasteign í bænum og hefur hann því notið styrks frá bænum sem aðrir flokkar hafa ekki notið þar sem þeir hafi ekki átt fasteign. Gildandi reglur hafi þannig leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafa sloppið við greiðslu rúmlega 320 þúsund króna í fasteignagjöld á þessu ári vegna niðurfellingar fasteignagjalda. Fasteign Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði stendur við Mánamörk 1 og er um að ræða samkomusal þar sem flokksmenn hittast. Segja að verið sé að mismuna Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, þeirra Öldu Pálsdóttur og Sigmars Karlssonar, vegna málsins segir að sveitarfélagið hafi verið að niðurgreiða fasteignagjöld fyrir öll önnur frjáls félagasamtök, hvort sem það séu stjórnmálafélög, íþróttafélög, leikfélög eða Rauði krossinn. „Því er skrýtið að nú eigi að fara að mismuna félögum eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum. Við á D-listanum höfum í gegn um tíðina lagt okkur fram við að styðja við alls kyns félagasamtök (óháð pólitískum skoðunum) og veltum því fyrir okkur út frá þessari stefnu hvort að nýr meirihluti ætli sér ekki að gera það í framtíðinni,“ segir í bókun Öldu og Sigmars. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar áður stýrt bæjarmálunum í Hveragerði um margra ára skeið undir forystu Aldísar Hafsteinsdóttur.
Hveragerði Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira