Tilefni árásarinnar á Club Q liggur ekki fyrir enn Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 15:13 Anderson Lee Aldrich var yfirbugað af gestum næturklúbbs þar sem hán skaut fimm til bana. AP/Lögreglan í Colorado Springs Anderson Lee Aldrich, sem grunað er um að hafa skotið fimm manns til bana í næturklúbbi í Colorado í Bandaríkjunum um helgina, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu. Það kom fram þegar Aldreich var flutt fyrir dómara í gærkvöldi. Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs, sem gjarnan er sóttur af samkynhneigðu fólki, stöðvuðu árás Aldrich og sneru hán niður eftir að skothríðin hófst á laugardaginn. Eins og áður segir dóu fimm og særðust nítján til viðbótar en Aldrich hefur ekkert gefið upp um tilefni árásarinnar. Aldrich mun hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hán gekk inn í húsnæðið með bæði hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra. Aldrich var þar að auki í skotheldu vesti. Lögmenn Aldrich segja hán kynsegin en Aldrich stendur frammi fyrir mögulegum ákærum fyrir morð og hatursglæp. Aldrich var í dómsal í gær í gegnum fjarfundarbúnað en hán sat í hjólastól og virtist við litla meðvitund. Þegar dómarin spurði Aldrich út í nafn svaraði hán ekki í fyrstu. Þegar Aldrich svaraði var hán þvoglumælt. AP fréttaveitan segir að Aldrich hafi breytt nafni sínu á táningsárunum fyrir um sex árum síðan. Það hafi verið gert í Texas og í dómsskjölum kemur fram að Aldrich vildi vernda sig gegn föður sínum, sem meðal annars beitti móður Aldrich ofbeldi. Þar áður gekk Aldrich undir nafninu Nicholas Franklin Brink. Breytti um nafn vegna föður síns Faðir Aldrich heitir Aaron Brink. Hann hefur lagt stund á blandaðar bardagalistir og klámleik, auk þess að vera með umfangsmikla sakaskrá. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir að beita móður Aldrich ofbeldi. Í viðtali við héraðsmiðilinn KFMB-TV sagðist Aaron Brink hafa verið verulega brugðið þegar hann komst að því að barn sitt væri grunað um ódæðið. Brink sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að velta vöngum yfir því af hverju Aldrich hefði verið á næturklúbbi samkynhneigðra. Brink sagðist hafa verið ánægður þegar honum var tilkynnt að Andrich væri ekki samkynhneigt. „Ég er mormóni. Ég er íhaldssamur Repúblikani,“ sagði Brink. „Við erum ekki samkynhneigð.“ Hann lofaði Aldrich einnig fyrir að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í æsku en sagðist miður sín yfir því að hafa brugðist barni sínu. Það væri þó engin afsökun fyrir því að myrða fólk. Blaðamenn ræddu lengi við Brink í gær en sjá má viðtalið við hann hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41 Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs, sem gjarnan er sóttur af samkynhneigðu fólki, stöðvuðu árás Aldrich og sneru hán niður eftir að skothríðin hófst á laugardaginn. Eins og áður segir dóu fimm og særðust nítján til viðbótar en Aldrich hefur ekkert gefið upp um tilefni árásarinnar. Aldrich mun hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hán gekk inn í húsnæðið með bæði hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra. Aldrich var þar að auki í skotheldu vesti. Lögmenn Aldrich segja hán kynsegin en Aldrich stendur frammi fyrir mögulegum ákærum fyrir morð og hatursglæp. Aldrich var í dómsal í gær í gegnum fjarfundarbúnað en hán sat í hjólastól og virtist við litla meðvitund. Þegar dómarin spurði Aldrich út í nafn svaraði hán ekki í fyrstu. Þegar Aldrich svaraði var hán þvoglumælt. AP fréttaveitan segir að Aldrich hafi breytt nafni sínu á táningsárunum fyrir um sex árum síðan. Það hafi verið gert í Texas og í dómsskjölum kemur fram að Aldrich vildi vernda sig gegn föður sínum, sem meðal annars beitti móður Aldrich ofbeldi. Þar áður gekk Aldrich undir nafninu Nicholas Franklin Brink. Breytti um nafn vegna föður síns Faðir Aldrich heitir Aaron Brink. Hann hefur lagt stund á blandaðar bardagalistir og klámleik, auk þess að vera með umfangsmikla sakaskrá. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir að beita móður Aldrich ofbeldi. Í viðtali við héraðsmiðilinn KFMB-TV sagðist Aaron Brink hafa verið verulega brugðið þegar hann komst að því að barn sitt væri grunað um ódæðið. Brink sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að velta vöngum yfir því af hverju Aldrich hefði verið á næturklúbbi samkynhneigðra. Brink sagðist hafa verið ánægður þegar honum var tilkynnt að Andrich væri ekki samkynhneigt. „Ég er mormóni. Ég er íhaldssamur Repúblikani,“ sagði Brink. „Við erum ekki samkynhneigð.“ Hann lofaði Aldrich einnig fyrir að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í æsku en sagðist miður sín yfir því að hafa brugðist barni sínu. Það væri þó engin afsökun fyrir því að myrða fólk. Blaðamenn ræddu lengi við Brink í gær en sjá má viðtalið við hann hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41 Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41
Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47
Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34