35 prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 11:24 Vísir/Vilhelm Rúm 35 prósent Reykvíkinga, 18 ára og eldri, nota rafhlaupahjól. Sambærilegt hlutfall fyrir tveimur árum var 19 prósent. Notkun á rafhlaupahjólum er mest meðal fólks á aldrinum 18-34 ára. Þá nota karlar rafhlaupahjól í meira mæli en konur. Ríflega einn af hverjum 10 notar rafhlaupahjól vikulega eða oftar og er notkunin mest á meðal íbúa í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum og Laugardal. Notkun rafhlaupahjóla hefur vaxið hratt undanfarin ár og hefur í raun margfaldast. Borgarbúar eru enn að læra hvernig best sé að notfæra sér þennan nýja ferðamáta en notkun smáfarartækja eins og rafhlaupahjóla er einhver mesta samgöngubylting sem hefur orðið á Íslandi í seinni tíð. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunnar Gallup á notkun rafhlaupahjóla fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöðurnar voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Algengast er að rafhlaupahjól séu notuð í ferðir til og frá skemmtistöðum, börum og veitingahúsum, eða rúm 47 prósent. 96 prósent af þessum ferðum eru farnar á leiguhjólum, 4 prósent á eigin rafhlaupahjóli. Næst algengast er að rafhlaupahjól séu notuð til og frá vinnu eða skóla, eða 42 prósent. Hlutfallslega fleiri nota eigin hjól í þær ferðir eða um 26 prósent eru á eigin rafhlaupahjóli og 74 prósent á leiguhjóli. Þá kemur einnig fram að rafhlaupahjólaeign er algengari í hverfunum austan Elliðaáa heldur en vestan þeirra eða 21-23 prósent samanborið við 14-15 prósent. Þá sagðist minnihluti þeirra sem notar rafhlaupahjól hafa lent í óhappi á hjólinu eða 28 prósent en við síðustu könnun var hlutfallið 12,5 prósent. Aðspurð um síðasta skiptið sem viðkomandi lenti í óhappi sögðust 10 prósent þeirra hafa verið undir áhrifum áfengis. Til samanburðar voru um 8 prósent slasaðra eða látinna í umferðarslysum árið 2021 undir áhrifum áfengis eða fíkniefna samkvæmt ársskýrslu Samgöngustofu. Hér má finna niðurstöður könnunarinnar. Samgöngur Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 7. júlí 2022 16:44 Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ 4. júlí 2022 11:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Notkun rafhlaupahjóla hefur vaxið hratt undanfarin ár og hefur í raun margfaldast. Borgarbúar eru enn að læra hvernig best sé að notfæra sér þennan nýja ferðamáta en notkun smáfarartækja eins og rafhlaupahjóla er einhver mesta samgöngubylting sem hefur orðið á Íslandi í seinni tíð. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunnar Gallup á notkun rafhlaupahjóla fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöðurnar voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Algengast er að rafhlaupahjól séu notuð í ferðir til og frá skemmtistöðum, börum og veitingahúsum, eða rúm 47 prósent. 96 prósent af þessum ferðum eru farnar á leiguhjólum, 4 prósent á eigin rafhlaupahjóli. Næst algengast er að rafhlaupahjól séu notuð til og frá vinnu eða skóla, eða 42 prósent. Hlutfallslega fleiri nota eigin hjól í þær ferðir eða um 26 prósent eru á eigin rafhlaupahjóli og 74 prósent á leiguhjóli. Þá kemur einnig fram að rafhlaupahjólaeign er algengari í hverfunum austan Elliðaáa heldur en vestan þeirra eða 21-23 prósent samanborið við 14-15 prósent. Þá sagðist minnihluti þeirra sem notar rafhlaupahjól hafa lent í óhappi á hjólinu eða 28 prósent en við síðustu könnun var hlutfallið 12,5 prósent. Aðspurð um síðasta skiptið sem viðkomandi lenti í óhappi sögðust 10 prósent þeirra hafa verið undir áhrifum áfengis. Til samanburðar voru um 8 prósent slasaðra eða látinna í umferðarslysum árið 2021 undir áhrifum áfengis eða fíkniefna samkvæmt ársskýrslu Samgöngustofu. Hér má finna niðurstöður könnunarinnar.
Samgöngur Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 7. júlí 2022 16:44 Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ 4. júlí 2022 11:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 7. júlí 2022 16:44
Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ 4. júlí 2022 11:30