Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2022 07:52 Helstu vísar um stöðu mála á fasteignamarkaði gefa til kynna að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé enn að dragast saman. Vísir/Vilhelm Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nóvemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að fjöldi íbúða til sölu hafi aukist hratt á höfuðborgarsvæðinu í fyrri hluta nóvember eftir að hafa verið frekar stöðugur í október. Fjöldinn hafi verið 1.317 í upphafi nóvember en þann 14. nóvember voru þær komnar í 1.470. Íbúðum til sölu hafi því fjölgað um 12 prósent á aðeins tveimur vikum. Íbúðaverð sem hlutfall af launum hærra en það var hæst 2007 Fram kemur að útgefnir kaupsamningar í september hafi verið 419 talsins á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Til samanburðar hafi þeir verið 470 í ágúst. „Íbúðaverð sem hlutfall af launum er nú orðið hærra en þegar það var hæst um haustið 2007. Þetta á við bæði á höfuðborgarsvæðinu, nágrannasveitarfélögum þess og annars staðar á landsbyggð. Hækkanir leiguverðs eru enn nokkuð hóflegar miðað við vísitölu leiguverðs fyrir októbermánuð. Á síðustu 12 mánuðum hefur leiga hækkað um 8,4% sem er minna en hækkun almenns verðlags,“ segir um skýrslunni. Aukinn þrýstingur á leiguverð Í skýrslunni er það rakið að á undanförnum mánuðum hafi ferðaþjónustan verið að taka við sér að nýju eftir að öllum samkomutakmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt. Slíkt hafi sett aukinn þrýsting á leiguverð. „Í október var tólf mánaða uppsafnaður fjöldi gistinátta 8,7 milljónir og fór þá í fyrsta skipti yfir það sem hann hafði verið í lok árs 2019. Nýtingarhlutfall hótelherbergja og rúma hefur aldrei mælst svo hátt í septembermánuði. Um 28% af ráðstöfunartekjum leigjenda fer að jafnaði í leigu sem er fjórða hæsta hlutfallið í löndum OECD. Það er þó mjög svipað hlutfall og á hinum Norðurlöndunum enda eru aðstæður hér að mörgu leyti svipaðar. Þetta eru til að mynda allt þjóðir þar sem tekjur eru háar og tekjujöfnuður mikill í samanburði við önnur lönd,“ segir í skýrslunni. Útgefnir kaupsamningar í september voru 419 talsins á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Til samanburðar voru þeir verið 470 í ágúst.Getty Hægir á hækkun fasteignaverðs Áfram segir að helstu vísar um stöðu mála á fasteignamarkaði gefi til kynna að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé enn að dragast saman. „Kólnun á fasteignamarkaði þýðir þó ekki að hann sé frosinn eins og á árunum eftir hrun heldur virðast aðstæður líkari því sem var 2019 og 2020. Íbúðaverð hækkaði um 0,6% á milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs, en þar af lækkaði verð á sérbýli um 0,7% en verð á fjölbýli hækkaði um 0,9%. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar mælist 21,5% fyrir höfuðborgarsvæðið og þar af hækkuðu íbúðir í fjölbýli um 21,5% og sérbýli um 22,5%. Þótt það dragi hægt úr 12 mánaða verðhækkunum þá er ljóst að dregið hefur verulega úr þeim þegar horft er yfir styttra tímabil. Þannig mælist sex mánaða hækkun vísitölunnar 7,5% á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir 15,5% hækkun á ársgrundvelli samanborið við 20,4% hækkun í september og 25,9% í ágúst. Sé horft á þriggja mánaða hækkun vísitölunnar hefur enn frekar dregið úr krafti hennar. Þannig nam hún 3,9% á ársgrundvelli í september en hafði verið 6,0% í október og 28,3% í júlí. Hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði hefur farið ört lækkandi frá því í júní síðastliðnum. Hlutfallið mældist 24,6% á höfuðborgarsvæðinu í október samanborið við 32,9% í september og 46,6% í júlí og hefur ekki mælst svo lágt síðan í október 2020. Þar af seldust 26,2% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 19,1% sérbýla,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Innviðaráðherra vill styrkja stöðu leigusala Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra innviðamála hefur nú í þriðja sinn lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum sem kveður á um skráningaskyldu á leigusamningum og um breytingu á leigufjárhæð. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um breytingar á 37. gr núverandi húsaleigulaga um sanngjarna húsaleigu. 17. nóvember 2022 07:00 Óvænt hækkun á verði í fjölbýli Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent milli september og október. Verð á sérbýli lækkar um 0,7 prósent en verð íbúða í fjölbýli hækkar um 0,9 prósent. 16. nóvember 2022 10:34 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nóvemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að fjöldi íbúða til sölu hafi aukist hratt á höfuðborgarsvæðinu í fyrri hluta nóvember eftir að hafa verið frekar stöðugur í október. Fjöldinn hafi verið 1.317 í upphafi nóvember en þann 14. nóvember voru þær komnar í 1.470. Íbúðum til sölu hafi því fjölgað um 12 prósent á aðeins tveimur vikum. Íbúðaverð sem hlutfall af launum hærra en það var hæst 2007 Fram kemur að útgefnir kaupsamningar í september hafi verið 419 talsins á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Til samanburðar hafi þeir verið 470 í ágúst. „Íbúðaverð sem hlutfall af launum er nú orðið hærra en þegar það var hæst um haustið 2007. Þetta á við bæði á höfuðborgarsvæðinu, nágrannasveitarfélögum þess og annars staðar á landsbyggð. Hækkanir leiguverðs eru enn nokkuð hóflegar miðað við vísitölu leiguverðs fyrir októbermánuð. Á síðustu 12 mánuðum hefur leiga hækkað um 8,4% sem er minna en hækkun almenns verðlags,“ segir um skýrslunni. Aukinn þrýstingur á leiguverð Í skýrslunni er það rakið að á undanförnum mánuðum hafi ferðaþjónustan verið að taka við sér að nýju eftir að öllum samkomutakmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt. Slíkt hafi sett aukinn þrýsting á leiguverð. „Í október var tólf mánaða uppsafnaður fjöldi gistinátta 8,7 milljónir og fór þá í fyrsta skipti yfir það sem hann hafði verið í lok árs 2019. Nýtingarhlutfall hótelherbergja og rúma hefur aldrei mælst svo hátt í septembermánuði. Um 28% af ráðstöfunartekjum leigjenda fer að jafnaði í leigu sem er fjórða hæsta hlutfallið í löndum OECD. Það er þó mjög svipað hlutfall og á hinum Norðurlöndunum enda eru aðstæður hér að mörgu leyti svipaðar. Þetta eru til að mynda allt þjóðir þar sem tekjur eru háar og tekjujöfnuður mikill í samanburði við önnur lönd,“ segir í skýrslunni. Útgefnir kaupsamningar í september voru 419 talsins á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Til samanburðar voru þeir verið 470 í ágúst.Getty Hægir á hækkun fasteignaverðs Áfram segir að helstu vísar um stöðu mála á fasteignamarkaði gefi til kynna að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé enn að dragast saman. „Kólnun á fasteignamarkaði þýðir þó ekki að hann sé frosinn eins og á árunum eftir hrun heldur virðast aðstæður líkari því sem var 2019 og 2020. Íbúðaverð hækkaði um 0,6% á milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs, en þar af lækkaði verð á sérbýli um 0,7% en verð á fjölbýli hækkaði um 0,9%. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar mælist 21,5% fyrir höfuðborgarsvæðið og þar af hækkuðu íbúðir í fjölbýli um 21,5% og sérbýli um 22,5%. Þótt það dragi hægt úr 12 mánaða verðhækkunum þá er ljóst að dregið hefur verulega úr þeim þegar horft er yfir styttra tímabil. Þannig mælist sex mánaða hækkun vísitölunnar 7,5% á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir 15,5% hækkun á ársgrundvelli samanborið við 20,4% hækkun í september og 25,9% í ágúst. Sé horft á þriggja mánaða hækkun vísitölunnar hefur enn frekar dregið úr krafti hennar. Þannig nam hún 3,9% á ársgrundvelli í september en hafði verið 6,0% í október og 28,3% í júlí. Hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði hefur farið ört lækkandi frá því í júní síðastliðnum. Hlutfallið mældist 24,6% á höfuðborgarsvæðinu í október samanborið við 32,9% í september og 46,6% í júlí og hefur ekki mælst svo lágt síðan í október 2020. Þar af seldust 26,2% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 19,1% sérbýla,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Innviðaráðherra vill styrkja stöðu leigusala Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra innviðamála hefur nú í þriðja sinn lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum sem kveður á um skráningaskyldu á leigusamningum og um breytingu á leigufjárhæð. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um breytingar á 37. gr núverandi húsaleigulaga um sanngjarna húsaleigu. 17. nóvember 2022 07:00 Óvænt hækkun á verði í fjölbýli Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent milli september og október. Verð á sérbýli lækkar um 0,7 prósent en verð íbúða í fjölbýli hækkar um 0,9 prósent. 16. nóvember 2022 10:34 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Innviðaráðherra vill styrkja stöðu leigusala Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra innviðamála hefur nú í þriðja sinn lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum sem kveður á um skráningaskyldu á leigusamningum og um breytingu á leigufjárhæð. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um breytingar á 37. gr núverandi húsaleigulaga um sanngjarna húsaleigu. 17. nóvember 2022 07:00
Óvænt hækkun á verði í fjölbýli Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent milli september og október. Verð á sérbýli lækkar um 0,7 prósent en verð íbúða í fjölbýli hækkar um 0,9 prósent. 16. nóvember 2022 10:34