Handbolti

Viktor Gísli lokaði á Aron og fé­laga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli í leik með íslenska landsliðinu.
Viktor Gísli í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/EPA

Franska handknattleiksfélagið Nantes gerði sér lítið fyrir og lagði Álaborg í Álaborg þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með Nantes á meðan Aron Pálmarsson spilar með Álaborg og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Gestirnir frá Frakklandi voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og allt þangað til flautað var til leiksloka. Nantes leiddi með þremur mörkum í hálfleik, staðan þá 17-20, og sú forysta hélst út síðari hálfleik.

Lokatölur 32-35 og góður sigur Nantes staðreynd. Aron skoraði tvö mörk í liði Álaborgar á meðan Viktor Gísli varði heilan helling af skotum í marki Nantes. 

Liðin leika í B-riðli Meistaradeildarinnar og eftir sigurinn er Nantes í 3. sæti með 8 stig að loknum 6 leikjum á meðan Álaborg er sæti neðar með 7 stig.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×