Danmörk vill segja sig úr FIFA og KSÍ endurskoðar stuðning sinn við Infantino Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2022 23:15 Gianni Infantino, forseti FIFA. Stephen McCarthy/Getty Images Það gustar verulega um Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA vegna heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Katar. Danmörk íhugar að segja sig úr FIFA og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir að sambandið ætli að endurskoða stuðning sinn við Gianni Infantino, forseta FIFA. Vanda ræddi við Fótbolti.net í dag og staðfesti að KSÍ væri meðal þeirra sambanda sem styddi við bakið á Infantino, eða hefði stutt við bak hans öllu heldur. Það stefnir allt í að Infantino verði endurkjörinn sem forseti FIFA en orðspor hans hefur beðið hnekki vegna atburðanna í kringum HM í Katar. Infantino var ætlað að þrífa skítinn og taka til hjá FIFA eftir að Sepp Blatter og fleiri voru reknir með skömm. Það virðist ekki hafa gengið eftir og er Infantino fluttur til Katar. Í viðtali sínu við Fótbolti.net sagði Vanda að KSÍ hefði sent inn bréf til stuðnings Infantino því „ef horft er til lengri tíma þá hefur hann komið ýmsu góðu í verk.“ „Í ljósi síðustu daga og þeirra vonbrigða sem við urðum fyrir með Infantino og FIFA munum við endurskoða þessa ákvörðun. Við höfum einnig komið vonbrigðum okkar skýrt á framfæri við fulltrúa FIFA,“ bætti Vanda við. Vilja segja sig úr FIFA Danir hafa gengið skrefinu lengra. Knattspyrnusambandið þar í landi hefur gefið út að það styðji ekki endurkjör Infantino. Þá hefur það einnig sagt að það muni íhuga að segja sig úr FIFA. „Ákvörðunin hefur ekki verið tekin en við höfum verið þessarar skoðunar í langan tíma. Við höfum verið að ræða við önnur Norðurlönd síðan í ágúst,“ sagði Jakob Jensen, framkvæmdastjóri danska knattspyrnusambandsins. Denmark have revealed they are ready to discuss a blanket withdrawal from FIFA alongside other UEFA nations amid the ongoing row over the #OneLove armbands.https://t.co/JP07HcQxP5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2022 „Norðurlöndin vinna náið saman og ef Danir bjóða til umræðna, hverjar svo sem þær umræður eru, þá munum við að sjálfsögðu taka þátt og hlusta á þeirra sjónarmið,“ sagði Vanda að endingu. Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Danmörk KSÍ Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31 Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. 23. nóvember 2022 18:46 Leikmenn Þjóðverja héldu allir fyrir munninn á sér á liðsmyndinni Þjóðverjar eru mjög ósáttir við kúgun Alþjóða knattspyrnusambandsins og létu það vel í ljós á liðsmyndinni fyrir leik sinn á móti Japan á heimsmeistaramótinu í Katar en það var fyrsti leikur þýska liðsins á HM 2022. 23. nóvember 2022 14:00 Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Vanda ræddi við Fótbolti.net í dag og staðfesti að KSÍ væri meðal þeirra sambanda sem styddi við bakið á Infantino, eða hefði stutt við bak hans öllu heldur. Það stefnir allt í að Infantino verði endurkjörinn sem forseti FIFA en orðspor hans hefur beðið hnekki vegna atburðanna í kringum HM í Katar. Infantino var ætlað að þrífa skítinn og taka til hjá FIFA eftir að Sepp Blatter og fleiri voru reknir með skömm. Það virðist ekki hafa gengið eftir og er Infantino fluttur til Katar. Í viðtali sínu við Fótbolti.net sagði Vanda að KSÍ hefði sent inn bréf til stuðnings Infantino því „ef horft er til lengri tíma þá hefur hann komið ýmsu góðu í verk.“ „Í ljósi síðustu daga og þeirra vonbrigða sem við urðum fyrir með Infantino og FIFA munum við endurskoða þessa ákvörðun. Við höfum einnig komið vonbrigðum okkar skýrt á framfæri við fulltrúa FIFA,“ bætti Vanda við. Vilja segja sig úr FIFA Danir hafa gengið skrefinu lengra. Knattspyrnusambandið þar í landi hefur gefið út að það styðji ekki endurkjör Infantino. Þá hefur það einnig sagt að það muni íhuga að segja sig úr FIFA. „Ákvörðunin hefur ekki verið tekin en við höfum verið þessarar skoðunar í langan tíma. Við höfum verið að ræða við önnur Norðurlönd síðan í ágúst,“ sagði Jakob Jensen, framkvæmdastjóri danska knattspyrnusambandsins. Denmark have revealed they are ready to discuss a blanket withdrawal from FIFA alongside other UEFA nations amid the ongoing row over the #OneLove armbands.https://t.co/JP07HcQxP5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2022 „Norðurlöndin vinna náið saman og ef Danir bjóða til umræðna, hverjar svo sem þær umræður eru, þá munum við að sjálfsögðu taka þátt og hlusta á þeirra sjónarmið,“ sagði Vanda að endingu.
Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Danmörk KSÍ Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31 Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. 23. nóvember 2022 18:46 Leikmenn Þjóðverja héldu allir fyrir munninn á sér á liðsmyndinni Þjóðverjar eru mjög ósáttir við kúgun Alþjóða knattspyrnusambandsins og létu það vel í ljós á liðsmyndinni fyrir leik sinn á móti Japan á heimsmeistaramótinu í Katar en það var fyrsti leikur þýska liðsins á HM 2022. 23. nóvember 2022 14:00 Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01 Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31
Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. 23. nóvember 2022 18:46
Leikmenn Þjóðverja héldu allir fyrir munninn á sér á liðsmyndinni Þjóðverjar eru mjög ósáttir við kúgun Alþjóða knattspyrnusambandsins og létu það vel í ljós á liðsmyndinni fyrir leik sinn á móti Japan á heimsmeistaramótinu í Katar en það var fyrsti leikur þýska liðsins á HM 2022. 23. nóvember 2022 14:00
Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00
Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. 19. nóvember 2022 22:01
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01