Innlent

Kallað út vegna reyk­sprengju í Foss­vogi og eld­sprengju í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Útköllin komu með stuttu millibili upp úr klukkan eitt í nótt.
Útköllin komu með stuttu millibili upp úr klukkan eitt í nótt. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði.

Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliði í samtali við Vísi. Hann segir að lögregla hafi óskað eftir aðstoð slökkviliðs vegna málanna tveggja.

Í tilviki eldsprengjunnar í Hafnarfirði segir varðstjóri að eldsprengjan hafi ekki náð að húsinu.

Hann segist ekki vita til þess hvort að málin tengjast átökum hópa í kjölfar árásarinnar á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur síðasta fimmtudagskvöld þar sem þrír særðust.

Í kjölfar árásarinnar hafa hótanir gengið milli manna og fréttir borist af notkun bensínsprengja og brotnum rúðum á heimilum manna sem tengjast hópunum og fjölskyldum þeirra.


Tengdar fréttir

Mynd­band sýnir hnífa­á­rásina á Bankastræti Club

Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 

Lög­regla man ekki eftir eins um­fangs­miklum á­tökum í undir­heimum

Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn segir það vel þekkt að hópar í undir­heimum hóti fjöl­skyldu­með­limum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins um­fangs­miklum á­tökum og hafa myndast í kring um hnífs­tungu­á­rásina á Banka­stræti Club. Fjöl­skyldu­með­limir mannanna sem hafa verið hand­teknir grunaðir um á­rásina hafa sætt stöðugum hótunum og á­rásum síðan og ein­hverjir hafa flúið út á land vegna á­standsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×