Þrjú og hálft ár fyrir að hafa þríhöfuðkúpubrotið vinnufélaga Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2022 17:37 Maðurinn kom aftan að samstarfsfélaga sínum og sló hann fyrirvaralaust með klaufhamri. Vísir/Arnar Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann sló tvo vinnufélaga sína með hamri í júní síðastliðnum og annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Ákæruvaldið fór fram á fimm ára fangelsi. Mbl.is greinir frá því að manninum hafi verið gert að greiða brotaþolunum tveimur skaðabætur, öðrum þeirra 2,1 milljón og hinum 400 þúsund krónur. Farið var fram á nokkuð hærri bætur samkvæmt dómkröfum; annars vegar fimm milljónir og hins vegar þrjár. Manninum var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á 1,4 milljón. Hinn 17. júní síðastliðinn voru tveir fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn úr hópi byggingarverkamanna sem voru við vinnu við hús á Seltjarnarnesi. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en aðrir vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Ákæra sem var í tveimur liðum var gefin út í september á þessu ári. Fyrst var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa komið aftan að samstarfsfélaga sínum, sem sat fyrir utan húsið sem var í byggingu, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk. Maðurinn þríhöfuðkúpubrotnaði við árásina og hlaut þar að auki eymsl á brjóstkassa, mar og bólgur víðsvegar á líkamanum og brot hægra megin á rifbeinum. Í öðrum ákærulið var maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum vinnufélaga og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Þekkti manninn lítið sem ekkert Viku eftir árásina ræddi DV við annað fórnarlambanna, hinn 41 árs gamla Omar Alrahman frá Írak. Það var hann sem þríhöfuðkúpubrotnaði. Í viðtalinu við DV sagðist hann hafa flutt til Íslands í nóvember 2020, og að hann hefði talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki. Þá sagðist hann varla hafa þekkt manninn sem nú er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann, og að þeir hefðu ekki átt í neinum útistöðum hvor við annan. Þeir hafi einfaldlega verið samstarfsélagar. Hann lýsir aðdraganda árásarinnar, sem hafi orðið þegar hann var að huga að dekki á bílnum sínum, á þessa leið: „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginilega?“ Seltjarnarnes Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Mbl.is greinir frá því að manninum hafi verið gert að greiða brotaþolunum tveimur skaðabætur, öðrum þeirra 2,1 milljón og hinum 400 þúsund krónur. Farið var fram á nokkuð hærri bætur samkvæmt dómkröfum; annars vegar fimm milljónir og hins vegar þrjár. Manninum var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á 1,4 milljón. Hinn 17. júní síðastliðinn voru tveir fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn úr hópi byggingarverkamanna sem voru við vinnu við hús á Seltjarnarnesi. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en aðrir vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Ákæra sem var í tveimur liðum var gefin út í september á þessu ári. Fyrst var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa komið aftan að samstarfsfélaga sínum, sem sat fyrir utan húsið sem var í byggingu, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk. Maðurinn þríhöfuðkúpubrotnaði við árásina og hlaut þar að auki eymsl á brjóstkassa, mar og bólgur víðsvegar á líkamanum og brot hægra megin á rifbeinum. Í öðrum ákærulið var maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum vinnufélaga og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Þekkti manninn lítið sem ekkert Viku eftir árásina ræddi DV við annað fórnarlambanna, hinn 41 árs gamla Omar Alrahman frá Írak. Það var hann sem þríhöfuðkúpubrotnaði. Í viðtalinu við DV sagðist hann hafa flutt til Íslands í nóvember 2020, og að hann hefði talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki. Þá sagðist hann varla hafa þekkt manninn sem nú er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann, og að þeir hefðu ekki átt í neinum útistöðum hvor við annan. Þeir hafi einfaldlega verið samstarfsélagar. Hann lýsir aðdraganda árásarinnar, sem hafi orðið þegar hann var að huga að dekki á bílnum sínum, á þessa leið: „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginilega?“
Seltjarnarnes Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira