Börnin sem bjarga heiminum Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 10:01 Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða. Nú er það svo að ég trúi því að allt líf sé heilagt og mig minnir að íslenska lýðveldið sem var stofnað á Þingvöllum 1944 hafi byggst á orðinu mannhelgi. Íslenska er hins vegar erfitt tungumál og það getur verið erfitt fyrir alla að flytja sem fullorðnir einstaklingar í nýjan menningarheim, læra á nýja menningu og aðlagast henni. Sjálf bjó ég sem innflytjandi í Svíþjóð í þrjú ár og það var ekki fyrr en ég var búin að læra sænsku ansi vel að ég fór að aðlagast því samfélagi. Og nú er það svo að innflytjendur og flóttamenn sem koma til Íslands læra íslensku misvel og eiga mismunandi auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi. En skiptir það í raun og veru máli? Því ég fór allt í einu að hugsa þessa hluti á algjörlega nýjan hátt. Ég lít svo á að allir sem velja að búa og lifa á Íslandi séu í raun orðnir Íslendingar. Við eigum bara mismunandi bakgrunn og mismunandi uppruna. En þótt flóttamenn og innflytjendur læri kannski ekki allir íslensku þá eiga flestir flóttamenn og innflytjendur börn. Og það eru börnin sem bjarga heiminum. Við megum aldrei gleyma því að þótt foreldrarnir aðlagist kannski aldrei alveg íslensku samfélagi, þá gera börnin það. Börnin verða tvítyngd eða þrítyngd og þau líta á sig sem Íslendinga. Þessi börn eru svo mikil gjöf til okkar sem erum hér. Börn innflytjenda og flóttamanna eru mörg afburðabörn. Þetta eru börn sem leggja mikið á sig til að komast inn í samfélagið. Þau vilja oft menntast og eru oft tilbúin að gefa til baka til þess samfélags sem var tilbúið að taka á móti þeim úr styrjöldum eða efnahagslega erfiðum aðstæðum. Ég hef séð börn innflytjenda blómstra á Íslandi, vaxa, þroskast, læra og ég bara veit að þau eiga eftir að bera uppi íslenskt samfélag eftir nokkur ár. Þau eiga líka eftir að breyta því hvernig við gamla fólkið hugsum um heiminn og það er kominn tími til að breyta hugsanaganginum. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á það hvað innflytjendur og flóttamenn séu mikil byrði á samfélaginu, vil ég snúa umræðunni við og tala um það hvað innflytjendur og flóttamenn eiga æðisleg börn og hversu mikil tækifæri eru fólgin í þessum börnum sem koma með nýja sýn og nýja menningarheima inn í okkar lokaða þröngsýna samfélag. Ég vil þakka öllu því fólki sem leggur á sig að búa hér á Íslandi, vinna og starfa í okkar samfélagi, þrátt fyrir alla fordómana og vitleysuna sem er í innfæddum Íslendingum. Ísland er kalt land, myrkrið er hér mikið á veturna, hráslagaleg súldin étur sig inn í allt og alla. Það verða aldrei allir sem vilja búa hér. Það er algjör misskilningur. Ég vil því enda þetta pár, með því að lýsa þeirri skoðun minni, að þótt ef til vill verði að loka landinu fyrir innstreymi fólks einhvern tímann í framtíðinni, þá erum við alls ekki kominn þangað ennþá. Við eigum að fagna og hlúa vel að því fólki sem vill búa og starfa með okkur. Við eigum að gefa börnum þeirra tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélag. Við erum öll Íslendingar, sama hvaðan við komum. Höfundur er efnafræðingur, M.Sc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða. Nú er það svo að ég trúi því að allt líf sé heilagt og mig minnir að íslenska lýðveldið sem var stofnað á Þingvöllum 1944 hafi byggst á orðinu mannhelgi. Íslenska er hins vegar erfitt tungumál og það getur verið erfitt fyrir alla að flytja sem fullorðnir einstaklingar í nýjan menningarheim, læra á nýja menningu og aðlagast henni. Sjálf bjó ég sem innflytjandi í Svíþjóð í þrjú ár og það var ekki fyrr en ég var búin að læra sænsku ansi vel að ég fór að aðlagast því samfélagi. Og nú er það svo að innflytjendur og flóttamenn sem koma til Íslands læra íslensku misvel og eiga mismunandi auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi. En skiptir það í raun og veru máli? Því ég fór allt í einu að hugsa þessa hluti á algjörlega nýjan hátt. Ég lít svo á að allir sem velja að búa og lifa á Íslandi séu í raun orðnir Íslendingar. Við eigum bara mismunandi bakgrunn og mismunandi uppruna. En þótt flóttamenn og innflytjendur læri kannski ekki allir íslensku þá eiga flestir flóttamenn og innflytjendur börn. Og það eru börnin sem bjarga heiminum. Við megum aldrei gleyma því að þótt foreldrarnir aðlagist kannski aldrei alveg íslensku samfélagi, þá gera börnin það. Börnin verða tvítyngd eða þrítyngd og þau líta á sig sem Íslendinga. Þessi börn eru svo mikil gjöf til okkar sem erum hér. Börn innflytjenda og flóttamanna eru mörg afburðabörn. Þetta eru börn sem leggja mikið á sig til að komast inn í samfélagið. Þau vilja oft menntast og eru oft tilbúin að gefa til baka til þess samfélags sem var tilbúið að taka á móti þeim úr styrjöldum eða efnahagslega erfiðum aðstæðum. Ég hef séð börn innflytjenda blómstra á Íslandi, vaxa, þroskast, læra og ég bara veit að þau eiga eftir að bera uppi íslenskt samfélag eftir nokkur ár. Þau eiga líka eftir að breyta því hvernig við gamla fólkið hugsum um heiminn og það er kominn tími til að breyta hugsanaganginum. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á það hvað innflytjendur og flóttamenn séu mikil byrði á samfélaginu, vil ég snúa umræðunni við og tala um það hvað innflytjendur og flóttamenn eiga æðisleg börn og hversu mikil tækifæri eru fólgin í þessum börnum sem koma með nýja sýn og nýja menningarheima inn í okkar lokaða þröngsýna samfélag. Ég vil þakka öllu því fólki sem leggur á sig að búa hér á Íslandi, vinna og starfa í okkar samfélagi, þrátt fyrir alla fordómana og vitleysuna sem er í innfæddum Íslendingum. Ísland er kalt land, myrkrið er hér mikið á veturna, hráslagaleg súldin étur sig inn í allt og alla. Það verða aldrei allir sem vilja búa hér. Það er algjör misskilningur. Ég vil því enda þetta pár, með því að lýsa þeirri skoðun minni, að þótt ef til vill verði að loka landinu fyrir innstreymi fólks einhvern tímann í framtíðinni, þá erum við alls ekki kominn þangað ennþá. Við eigum að fagna og hlúa vel að því fólki sem vill búa og starfa með okkur. Við eigum að gefa börnum þeirra tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélag. Við erum öll Íslendingar, sama hvaðan við komum. Höfundur er efnafræðingur, M.Sc.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun