Ragga Ragnars fékk líflátshótanir eftir myndatökur í Yellowstone Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 16:14 Ragnheiður Ragnarsdóttir keppti í sundi á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikkona og fyrrverandi afreksmaður í sundi, fékk líflátshótanir frá notendum á Instagram eftir að hún baðst afsökunar á því að hafa gengið um hverasvæðið í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Unofficial Networks, bandarísk vefsíða sem fjallar um ferða- og fjallamennsku, vakti athygli á því fyrir tveimur vikum að Ragnheiður, oftast kölluð Ragga, hefði fengið að kenna á öskureiðum notendum Instagram sem stöldruðu við þá staðreynd að Ragga hefði birt myndi af sér á hverasvæðinu, þ.e. utan stíganna sem fólk á að nýta í þjóðgarðinum. Yellowstone er fyrsti af fjölmörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og þekktastur fyrir virkt hverasvæði sitt. Líkt og í Haukadal geta gestir virt fyrir sér hveri af ýmsum tegundum. Og eins og í Haukadal eru ákveðin svæði sem fólk má ganga á og önnur sem fólk á að halda sig frá. Ragga, sem er stödd í Evrópu um þessar mundir, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Ýmislegt hefði komið fram varðandi málið sem væri ekki rétt að hennar sögn. Hún vildi þó ekki skýra í hverju rangfærslurnar fælust. Ragga er í fámennum hópi Íslendinga með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Slíkum fjölda fylgja augljóslega líka vandkvæði því hluti fylgjendanna stökk upp til handa og fóta þar sem þeir bentu á að Ragga hefði gerst brotleg við reglur þjóðgarðsins. Eitt af fjölmörgum hverasvæðum í Yellowstone.Getty/Philippe Sainte-Laudy Ragga eyddi upphaflegu myndinni af Instagram og baðst afsökunar á hegðun sinni í nýrri færslu á miðlinum. Í framhaldi virðist henni hafa borist líflátshótanir því hún skrifaði, í þriðju færslu sinni, á ensku: „Eyddi færslunni með afsökunarbeiðninni um leið og ég fékk líflátshótanir! Ég geri mér grein fyrir því að ég gerði mistök og mér þykir það leitt! Það var aldrei ætlan mín að vanvirða náttúruna! Elska ykkur öll,“ sagði Ragga í færslu á dögunum. Mbl.is birti skjáskot af færslunni í dag. Ragga var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir tveimur árum. CNN greindi frá því í ágúst í fyrra að 26 ára kona hefði verið dæmd í sjö daga fangelsi fyrir að ganga á hverasvæðinu í þjóðgarðinum. „Þótt saksókn í slíku máli virðist hörð refsing þá er það betra en að vera lagður inn á spítala með brunasár,“ sagði saksóknari í því máli. Talsmaður Yellowstone benti til viðbótar á að jarðvegurinn í þjóðgarðinum væri viðkvæmur og heitt vatn undir yfirborðinu gæti valdið lífshættulegum brunasárum. Á þriðja tug manna hafa látist af völdum brunasára í Yellowstone. Auk fangelsisrefsingar var konan dæmd til að greiða jafnvirði á þriðja hundrað þúsund krónur í sekt. Þá var hún bönnuð frá því að heimsækja á meðan hún væri á skilorði. Íslendingar erlendis Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Unofficial Networks, bandarísk vefsíða sem fjallar um ferða- og fjallamennsku, vakti athygli á því fyrir tveimur vikum að Ragnheiður, oftast kölluð Ragga, hefði fengið að kenna á öskureiðum notendum Instagram sem stöldruðu við þá staðreynd að Ragga hefði birt myndi af sér á hverasvæðinu, þ.e. utan stíganna sem fólk á að nýta í þjóðgarðinum. Yellowstone er fyrsti af fjölmörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og þekktastur fyrir virkt hverasvæði sitt. Líkt og í Haukadal geta gestir virt fyrir sér hveri af ýmsum tegundum. Og eins og í Haukadal eru ákveðin svæði sem fólk má ganga á og önnur sem fólk á að halda sig frá. Ragga, sem er stödd í Evrópu um þessar mundir, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Ýmislegt hefði komið fram varðandi málið sem væri ekki rétt að hennar sögn. Hún vildi þó ekki skýra í hverju rangfærslurnar fælust. Ragga er í fámennum hópi Íslendinga með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Slíkum fjölda fylgja augljóslega líka vandkvæði því hluti fylgjendanna stökk upp til handa og fóta þar sem þeir bentu á að Ragga hefði gerst brotleg við reglur þjóðgarðsins. Eitt af fjölmörgum hverasvæðum í Yellowstone.Getty/Philippe Sainte-Laudy Ragga eyddi upphaflegu myndinni af Instagram og baðst afsökunar á hegðun sinni í nýrri færslu á miðlinum. Í framhaldi virðist henni hafa borist líflátshótanir því hún skrifaði, í þriðju færslu sinni, á ensku: „Eyddi færslunni með afsökunarbeiðninni um leið og ég fékk líflátshótanir! Ég geri mér grein fyrir því að ég gerði mistök og mér þykir það leitt! Það var aldrei ætlan mín að vanvirða náttúruna! Elska ykkur öll,“ sagði Ragga í færslu á dögunum. Mbl.is birti skjáskot af færslunni í dag. Ragga var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir tveimur árum. CNN greindi frá því í ágúst í fyrra að 26 ára kona hefði verið dæmd í sjö daga fangelsi fyrir að ganga á hverasvæðinu í þjóðgarðinum. „Þótt saksókn í slíku máli virðist hörð refsing þá er það betra en að vera lagður inn á spítala með brunasár,“ sagði saksóknari í því máli. Talsmaður Yellowstone benti til viðbótar á að jarðvegurinn í þjóðgarðinum væri viðkvæmur og heitt vatn undir yfirborðinu gæti valdið lífshættulegum brunasárum. Á þriðja tug manna hafa látist af völdum brunasára í Yellowstone. Auk fangelsisrefsingar var konan dæmd til að greiða jafnvirði á þriðja hundrað þúsund krónur í sekt. Þá var hún bönnuð frá því að heimsækja á meðan hún væri á skilorði.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira