Hæsti stigabíll landsins „algjör bylting“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2022 20:01 Sem betur fer er enginn lofthræddur í Slökkviliði Akraness. egill aðalsteinsson Hæsti stigabíll landsins var tekin í notkun á Akranesi og Hvalfjarðarsveit í haust. Stigi bílsins nær upp í 42 metra hæð og er sá fyrsti sem nær upp í hæstu byggingar bæjarfélagsins. Slökkviliðsstjórinn segir tækið algjöra byltingu. Stigabíllinn leysti af hólmi eldri bíl sem var orðin úreltur. Stigi bílsins nær upp í 42 metra hæð og er með körfu sem ber fimm manns. „Hann fer alla leið eins og við segjum. Hann er í svona 56 til 57 sekúndur frá því að við förum í körfuna og upp í efstu stöðu. Við getum sett börur til að bjarga fólki. Svo fer hann niður fyrir sig, t.d. niður í bryggju þannig það er nýr möguleiki,“ segir Sigurður Þór Elísson, eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. „Hann gerir okkur kleift að ná upp í þær byggingar sem við höfum ekki náð upp í áður og veitir gríðarmikið öryggi fyrir íbúa,“ segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit. Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit, og Sigurður Þór Elísson, eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveit.Vísir/Egill Ekki hefur reynt á bílinn, sem betur fer, en hann hefur verið notaður til æfinga. Það er ekkert leiðinlegt á þessum æfingum? „Nei það er mikill spenningur fyrir æfingunum og allir vilja fara í hæstu stöðu,“ segir Jens. Karfan tekur fimm manns.egill aðalsteinsson Og þá er okkur ekkert að vanbúnaði. Við Egill Aðalsteinsson hoppum um borð með Jens slökkviliðsstjóra. Þeir sultuslakir. Fréttamaðurinn eitthvað minna. Stigi bílsins nær upp fyrir hæstu byggingu Akraness sem er 35 metrar að hæð. Þannig tækið sem þið áttuð fyrir þetta það dugði ekki til? „Nei það var 28 metra bíll þannig að þetta er algjör bylting,“ segir Jens. egill aðalsteinsson Slökkvilið Akranes Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Stigabíllinn leysti af hólmi eldri bíl sem var orðin úreltur. Stigi bílsins nær upp í 42 metra hæð og er með körfu sem ber fimm manns. „Hann fer alla leið eins og við segjum. Hann er í svona 56 til 57 sekúndur frá því að við förum í körfuna og upp í efstu stöðu. Við getum sett börur til að bjarga fólki. Svo fer hann niður fyrir sig, t.d. niður í bryggju þannig það er nýr möguleiki,“ segir Sigurður Þór Elísson, eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. „Hann gerir okkur kleift að ná upp í þær byggingar sem við höfum ekki náð upp í áður og veitir gríðarmikið öryggi fyrir íbúa,“ segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit. Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit, og Sigurður Þór Elísson, eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveit.Vísir/Egill Ekki hefur reynt á bílinn, sem betur fer, en hann hefur verið notaður til æfinga. Það er ekkert leiðinlegt á þessum æfingum? „Nei það er mikill spenningur fyrir æfingunum og allir vilja fara í hæstu stöðu,“ segir Jens. Karfan tekur fimm manns.egill aðalsteinsson Og þá er okkur ekkert að vanbúnaði. Við Egill Aðalsteinsson hoppum um borð með Jens slökkviliðsstjóra. Þeir sultuslakir. Fréttamaðurinn eitthvað minna. Stigi bílsins nær upp fyrir hæstu byggingu Akraness sem er 35 metrar að hæð. Þannig tækið sem þið áttuð fyrir þetta það dugði ekki til? „Nei það var 28 metra bíll þannig að þetta er algjör bylting,“ segir Jens. egill aðalsteinsson
Slökkvilið Akranes Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira