Bilaður Herjólfur fastur í Þorlákshöfn: „Lengra ferðalag en til Balí“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 23:06 Hinn nýi Herjólfur er tiltölulega nýkominn úr slipp en situr nú fastur í Þorlákshöfn vegna bilunar. Vísir/Vilhelm Herjólfur situr fastur í Þorlákshöfn eftir að bilun varð í stefnishurð ferjunnar. Farþegar hafa beðið í rúma fjóra tíma eftir að skipið, sem er tiltölulega nýkomið úr slipp, sigli af stað. „Verið er að vinna að viðgerðum. Við komum til með að senda frá okkur tilkynningu þegar Herjólfur leggur af stað með áætluðum komutíma til Vestmannaeyja. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs. Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr ferjunni er verið að gera lokatilraun til að koma skipinu af stað. Farþegum hefur verið boðið að yfirgefa ferjuna og bílstjórar beðnir um að bakka sínum bílum út til að hleypa þeim sem vilja fara. „Ég er búin að vera hérna í þrjá tíma og sé bara malbik út um gluggann,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir sem er á meðal farþega í Herjólfi. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, samfélagsmiðlastjarna.Vísir/Daníel Af athugasemdum við færslu Herjólfs að dæma eru farþegar ekki sáttir við samskipti áhafnarinnar. „Skammist ykkar með þetta samskiptaleysi,“ segir ein í athugasemdum. Guðrún Veiga segir hins vegar að róleg stemning sé um borð. „Það eru allir orðnir sjóaðir í því hvernig samgöngumálin ganga fyrir sig hérna,“ segir Guðrún sem er á ferðalagi frá Eskifirði þaðan sem hún er ættuð. „Við erum búin að keyra í tíu tíma og svo áttum við að sigla í þrjá tíma. Nú erum við búin að bíða í þrjá tíma en eigum enn siglinguna eftir. Þetta er lengra ferðalag en til Balí,“ segir Guðrún en bætir að lokum við að hún sé þakklát fyrir að vín skuli vera selt um borð. Síðast uppfært kl. 00:12 þegar gera átti lokatilraun til að koma Herjólfi af stað. Herjólfur Ölfus Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
„Verið er að vinna að viðgerðum. Við komum til með að senda frá okkur tilkynningu þegar Herjólfur leggur af stað með áætluðum komutíma til Vestmannaeyja. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs. Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr ferjunni er verið að gera lokatilraun til að koma skipinu af stað. Farþegum hefur verið boðið að yfirgefa ferjuna og bílstjórar beðnir um að bakka sínum bílum út til að hleypa þeim sem vilja fara. „Ég er búin að vera hérna í þrjá tíma og sé bara malbik út um gluggann,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir sem er á meðal farþega í Herjólfi. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, samfélagsmiðlastjarna.Vísir/Daníel Af athugasemdum við færslu Herjólfs að dæma eru farþegar ekki sáttir við samskipti áhafnarinnar. „Skammist ykkar með þetta samskiptaleysi,“ segir ein í athugasemdum. Guðrún Veiga segir hins vegar að róleg stemning sé um borð. „Það eru allir orðnir sjóaðir í því hvernig samgöngumálin ganga fyrir sig hérna,“ segir Guðrún sem er á ferðalagi frá Eskifirði þaðan sem hún er ættuð. „Við erum búin að keyra í tíu tíma og svo áttum við að sigla í þrjá tíma. Nú erum við búin að bíða í þrjá tíma en eigum enn siglinguna eftir. Þetta er lengra ferðalag en til Balí,“ segir Guðrún en bætir að lokum við að hún sé þakklát fyrir að vín skuli vera selt um borð. Síðast uppfært kl. 00:12 þegar gera átti lokatilraun til að koma Herjólfi af stað.
Herjólfur Ölfus Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira