Loksins byggt fyrir fatlaða á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2022 15:00 Fyrsta skóflustungan af nýja þjónustukjarnanum var tekin á Selfossi föstudaginn 18. nóvember. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því er nú fagnað á Suðurlandi að nú eigi loksins að hefja framkvæmdir við byggingu á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk en slíkur kjarni hefur ekki verið byggður á svæðinu í 15 ár. Nýi kjarninn verður á Selfossi en þar verður heimili sex einstaklinga með sólarhringsþjónustu. Fyrsta skóflustungan var tekin af nýja íbúðakjarnanum á föstudaginn á lóðinni við Nauthaga 2 á Selfossi þar sem íbúðirnar verða byggðar og þjónustukjarninn. Tvö tilboð bárust í verkið, sem var boðið út í alútboði og var samþykkt að semja við fyrirtækið Mineral ehf. Það er Bergrisin byggðasamlag, sem er verkefni í eigu þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi, sem stendur að verkefninu, auk Arnardrangs, sem er félag um sérstakt rekstrarfyrirkomulag , sem miðar að sjálfbærni bygginga og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk. Einnig kom ráðgjöf frá ýmsum fagaðilum við undirbúning verkefnisins. Íris Ellertsdóttir er verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs. „Þetta er mjög góð framkvæmd og við erum mjög ánægð með undirbúnings vinnuna, sem hefur farið fram þannig að við erum mjög bjartsýn á framhaldið.Þetta verða sértækt húsnæði, þar að segja með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk,“ segir Íris. Mikil ánægja er með að nú eigi að fara að hefja framkvæmdir við byggingu íbúðanna og þjónustukjarnanna við Nauthaga 2 á Selfossi. Hér eru þær frá vinstri, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Dagmar Þorsteinsdótttir, framkvæmdastjóri Mineral og Íris Ellertsdóttir, verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður stjórnar Bergrisan er mjög ánægð með að verkefnið sé að fara af stað. „Það er búið að vera að bíða eftir þessu en mér skilst að síðasta heimili hafi verið byggt 2007 á okkar svæði, þannig að þetta er bara æðislegt. Það er mikil þörf á svona heimili enda biðlistarnir langir og við þurfum í rauninni bara að fara að huga strax að næsta heimili, það er bara þannig,“ bætir Fjóla Steindóra við. Nýi byggðakjarninn verður tekin í notkun í janúar 2024 ef allt gengur eftir. Reynir Ingólfsson er hæstánægður með að nú eigi loksins að fara að byggja húsnæði fyrir fatlaða á Suðurlandi en það var síðasta gert 2007, eða fyrir 15 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var tekin af nýja íbúðakjarnanum á föstudaginn á lóðinni við Nauthaga 2 á Selfossi þar sem íbúðirnar verða byggðar og þjónustukjarninn. Tvö tilboð bárust í verkið, sem var boðið út í alútboði og var samþykkt að semja við fyrirtækið Mineral ehf. Það er Bergrisin byggðasamlag, sem er verkefni í eigu þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi, sem stendur að verkefninu, auk Arnardrangs, sem er félag um sérstakt rekstrarfyrirkomulag , sem miðar að sjálfbærni bygginga og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk. Einnig kom ráðgjöf frá ýmsum fagaðilum við undirbúning verkefnisins. Íris Ellertsdóttir er verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs. „Þetta er mjög góð framkvæmd og við erum mjög ánægð með undirbúnings vinnuna, sem hefur farið fram þannig að við erum mjög bjartsýn á framhaldið.Þetta verða sértækt húsnæði, þar að segja með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk,“ segir Íris. Mikil ánægja er með að nú eigi að fara að hefja framkvæmdir við byggingu íbúðanna og þjónustukjarnanna við Nauthaga 2 á Selfossi. Hér eru þær frá vinstri, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Dagmar Þorsteinsdótttir, framkvæmdastjóri Mineral og Íris Ellertsdóttir, verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður stjórnar Bergrisan er mjög ánægð með að verkefnið sé að fara af stað. „Það er búið að vera að bíða eftir þessu en mér skilst að síðasta heimili hafi verið byggt 2007 á okkar svæði, þannig að þetta er bara æðislegt. Það er mikil þörf á svona heimili enda biðlistarnir langir og við þurfum í rauninni bara að fara að huga strax að næsta heimili, það er bara þannig,“ bætir Fjóla Steindóra við. Nýi byggðakjarninn verður tekin í notkun í janúar 2024 ef allt gengur eftir. Reynir Ingólfsson er hæstánægður með að nú eigi loksins að fara að byggja húsnæði fyrir fatlaða á Suðurlandi en það var síðasta gert 2007, eða fyrir 15 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira