Í nýjasta heimslista FIBA eru ríkjandi heimsmeistarar Spánverja sú þjóð sem trónir á toppi listans. Fyrsti heimslisti FIBA kom út fyrir rúmum tveimur áratugum og síðan þá hafa Bandaríkin verið í efsta sæti listans, það er þangað til nú.
Þann 23. febrúar mætir spænska landsliðið hingað til lands og spilar við íslenska landsliðið í Laugardalshöll. Spánverjar eru á toppi riðilsins og þegar búnir að tryggja sæti sitt á HM á næsta ári á meðan Ísland þarf sigur gegn Georgíu til að eiga möguleika á að komast áfram.