Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 16:54 Staðurinn var innsiglaður þegar ljósmyndari Vísis leit við í morgunsárið. Vísir/Vilhelm Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Við erum að tala um hátt í þrjátíu manns sem að tengjast þessu að einhverju leyti eða voru þarna og tóku þátt í þessu,“ segir Margeir. Heimildir fréttastofu herma að margir þeirra hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og tengist sama öryggisfyrirtæki. Þetta vill Margeir þó ekki staðfesta en segir lögreglu telja sig vita hverjir hafi verið að verki. Mættu grímuklæddir og þustu á neðri hæð klúbbsins „Við teljum okkur vera búin að ná nokkuð vel utan um það hverjir þetta eru og nú fara bara næstu dagar í það að hafa upp á þeim og ná í þá. Og ég vil nú nota tækifærið og skora á þá að setja sig í samband við lögreglu, þá sem voru þarna og tóku þátt í þessu.“ Mennirnir réðust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og héldu inn í gegn um staðinn og niður á neðri hæð hans. Þar fundu þeir fyrir þá þrjá sem þeir leituðu að og stungu þá ítrekað með hnífum. Mennirnir þrír voru fluttir á bráðamóttöku og eru ekki í lífshættu. Margeir segir það til skoðunar hvað hafi legið að baki árásinni. Hún er rannsökuð sem tilraun til manndráps. „Það er alveg klárt mál að þessi atlaga er skipulögð. Hvort að þetta sé hópur eða hópar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi er bara eitthvað sem við komum til með að skoða líka en ég get ekkert sagt til um það núna á þessu stigi. Því við leggjum allt í sölurnar við að hafa upp á þessum mönnum og það er eiginlega staðan núna.“ Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. 18. nóvember 2022 08:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Við erum að tala um hátt í þrjátíu manns sem að tengjast þessu að einhverju leyti eða voru þarna og tóku þátt í þessu,“ segir Margeir. Heimildir fréttastofu herma að margir þeirra hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og tengist sama öryggisfyrirtæki. Þetta vill Margeir þó ekki staðfesta en segir lögreglu telja sig vita hverjir hafi verið að verki. Mættu grímuklæddir og þustu á neðri hæð klúbbsins „Við teljum okkur vera búin að ná nokkuð vel utan um það hverjir þetta eru og nú fara bara næstu dagar í það að hafa upp á þeim og ná í þá. Og ég vil nú nota tækifærið og skora á þá að setja sig í samband við lögreglu, þá sem voru þarna og tóku þátt í þessu.“ Mennirnir réðust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og héldu inn í gegn um staðinn og niður á neðri hæð hans. Þar fundu þeir fyrir þá þrjá sem þeir leituðu að og stungu þá ítrekað með hnífum. Mennirnir þrír voru fluttir á bráðamóttöku og eru ekki í lífshættu. Margeir segir það til skoðunar hvað hafi legið að baki árásinni. Hún er rannsökuð sem tilraun til manndráps. „Það er alveg klárt mál að þessi atlaga er skipulögð. Hvort að þetta sé hópur eða hópar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi er bara eitthvað sem við komum til með að skoða líka en ég get ekkert sagt til um það núna á þessu stigi. Því við leggjum allt í sölurnar við að hafa upp á þessum mönnum og það er eiginlega staðan núna.“ Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. 18. nóvember 2022 08:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22
Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51
Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. 18. nóvember 2022 08:45