Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 16:54 Staðurinn var innsiglaður þegar ljósmyndari Vísis leit við í morgunsárið. Vísir/Vilhelm Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Við erum að tala um hátt í þrjátíu manns sem að tengjast þessu að einhverju leyti eða voru þarna og tóku þátt í þessu,“ segir Margeir. Heimildir fréttastofu herma að margir þeirra hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og tengist sama öryggisfyrirtæki. Þetta vill Margeir þó ekki staðfesta en segir lögreglu telja sig vita hverjir hafi verið að verki. Mættu grímuklæddir og þustu á neðri hæð klúbbsins „Við teljum okkur vera búin að ná nokkuð vel utan um það hverjir þetta eru og nú fara bara næstu dagar í það að hafa upp á þeim og ná í þá. Og ég vil nú nota tækifærið og skora á þá að setja sig í samband við lögreglu, þá sem voru þarna og tóku þátt í þessu.“ Mennirnir réðust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og héldu inn í gegn um staðinn og niður á neðri hæð hans. Þar fundu þeir fyrir þá þrjá sem þeir leituðu að og stungu þá ítrekað með hnífum. Mennirnir þrír voru fluttir á bráðamóttöku og eru ekki í lífshættu. Margeir segir það til skoðunar hvað hafi legið að baki árásinni. Hún er rannsökuð sem tilraun til manndráps. „Það er alveg klárt mál að þessi atlaga er skipulögð. Hvort að þetta sé hópur eða hópar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi er bara eitthvað sem við komum til með að skoða líka en ég get ekkert sagt til um það núna á þessu stigi. Því við leggjum allt í sölurnar við að hafa upp á þessum mönnum og það er eiginlega staðan núna.“ Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. 18. nóvember 2022 08:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Við erum að tala um hátt í þrjátíu manns sem að tengjast þessu að einhverju leyti eða voru þarna og tóku þátt í þessu,“ segir Margeir. Heimildir fréttastofu herma að margir þeirra hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og tengist sama öryggisfyrirtæki. Þetta vill Margeir þó ekki staðfesta en segir lögreglu telja sig vita hverjir hafi verið að verki. Mættu grímuklæddir og þustu á neðri hæð klúbbsins „Við teljum okkur vera búin að ná nokkuð vel utan um það hverjir þetta eru og nú fara bara næstu dagar í það að hafa upp á þeim og ná í þá. Og ég vil nú nota tækifærið og skora á þá að setja sig í samband við lögreglu, þá sem voru þarna og tóku þátt í þessu.“ Mennirnir réðust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og héldu inn í gegn um staðinn og niður á neðri hæð hans. Þar fundu þeir fyrir þá þrjá sem þeir leituðu að og stungu þá ítrekað með hnífum. Mennirnir þrír voru fluttir á bráðamóttöku og eru ekki í lífshættu. Margeir segir það til skoðunar hvað hafi legið að baki árásinni. Hún er rannsökuð sem tilraun til manndráps. „Það er alveg klárt mál að þessi atlaga er skipulögð. Hvort að þetta sé hópur eða hópar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi er bara eitthvað sem við komum til með að skoða líka en ég get ekkert sagt til um það núna á þessu stigi. Því við leggjum allt í sölurnar við að hafa upp á þessum mönnum og það er eiginlega staðan núna.“ Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. 18. nóvember 2022 08:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22
Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51
Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. 18. nóvember 2022 08:45