Verður nautaat bannað í Frakklandi? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. nóvember 2022 16:00 Nautaat í Le Born í suðvestur-Frakklandi. Vacheron A/Getty Images Franska þingið greiðir atkvæði í næstu viku um hvort banna skuli nautaat í Frakklandi, en það er stundað í suðurhéruðum landsins. Svo virðist sem einungis þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna styðji bannið þrátt fyrir að nær 80% þjóðarinnar séu fylgjandi því að nautaat verði bannað. Flestum dettur í hug Spánn þegar þeir heyra minnst á nautaat. Nokkrum kannski Portúgal, en afar fáir tengja þessa skemmtan, ef hægt er að nota það orð nútildags yfir þennan hildarleik manns og nauts, við Frakkland. Nautaat er stundað í syðri héruðum Frakklands Nautaat hefur engu að síður verið stundað í um 10 héruðum í syðsta þriðjungi Frakklands frá 19. öld, en nú reyna þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna á franska þinginu að banna nautaatið. Er nautaat bara dýraníð sums staðar? Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Aymeric Caron, bendir á að i gildi séu ströng lög gegn dýraníði í Frakklandi, þar sem nautaat nýtur undantekningar vegna sögulegrar og menningarlegrar hefðar. Caron segir þetta rökleysu, ef nautaat flokkast sem dýraníð í París, þá hlýtur það líka að vera dýraníð í Suður-Frakklandi. Andstæðingar bannsins benda á að fjöldi starfa myndi tapast verði bannið samþykkt, viðkomandi héruð yrðu fyrir miklu fjárhagslegu tapi, auk þess sem þeir beita óspart fyrir sig rökunum um hina menningarlegu arfleifð sem ekki megi útrýma. Allt bendir til þess að nautaat verði áfram leyft Allar líkur eru á því að frumvarpið verði fellt, einungis flokkarnir lengst til vinstri styðja það, stjórnarflokkurinn er andsnúinn því sem og flokkar á hægri væng franskra stjórnmála. Það endurspeglar hins vegar ekki afstöðu almennings í Frakklandi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrr á árinu, styðja 77% þjóðarinnar bann við nautaati. Sé hins vegar litið til svæðanna þar sem nautaat er leyft þá er minnihluti fólks í þeim héruðum fylgjandi banni. Atkvæðagreiðsla á fimmtudag Atkvæði um frumvarpið verða greidd í neðri deild franska þingsins á fimmtudag, en samkvæmt hefð er það eini dagur ársins þar sem frumvörp stjórnarandstöðunnar eru tekin til afgreiðslu. Frakkland Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Flestum dettur í hug Spánn þegar þeir heyra minnst á nautaat. Nokkrum kannski Portúgal, en afar fáir tengja þessa skemmtan, ef hægt er að nota það orð nútildags yfir þennan hildarleik manns og nauts, við Frakkland. Nautaat er stundað í syðri héruðum Frakklands Nautaat hefur engu að síður verið stundað í um 10 héruðum í syðsta þriðjungi Frakklands frá 19. öld, en nú reyna þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna á franska þinginu að banna nautaatið. Er nautaat bara dýraníð sums staðar? Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Aymeric Caron, bendir á að i gildi séu ströng lög gegn dýraníði í Frakklandi, þar sem nautaat nýtur undantekningar vegna sögulegrar og menningarlegrar hefðar. Caron segir þetta rökleysu, ef nautaat flokkast sem dýraníð í París, þá hlýtur það líka að vera dýraníð í Suður-Frakklandi. Andstæðingar bannsins benda á að fjöldi starfa myndi tapast verði bannið samþykkt, viðkomandi héruð yrðu fyrir miklu fjárhagslegu tapi, auk þess sem þeir beita óspart fyrir sig rökunum um hina menningarlegu arfleifð sem ekki megi útrýma. Allt bendir til þess að nautaat verði áfram leyft Allar líkur eru á því að frumvarpið verði fellt, einungis flokkarnir lengst til vinstri styðja það, stjórnarflokkurinn er andsnúinn því sem og flokkar á hægri væng franskra stjórnmála. Það endurspeglar hins vegar ekki afstöðu almennings í Frakklandi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrr á árinu, styðja 77% þjóðarinnar bann við nautaati. Sé hins vegar litið til svæðanna þar sem nautaat er leyft þá er minnihluti fólks í þeim héruðum fylgjandi banni. Atkvæðagreiðsla á fimmtudag Atkvæði um frumvarpið verða greidd í neðri deild franska þingsins á fimmtudag, en samkvæmt hefð er það eini dagur ársins þar sem frumvörp stjórnarandstöðunnar eru tekin til afgreiðslu.
Frakkland Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“