Teymi frá Veðurstofu metur hvort hættan sé liðin hjá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:50 Frá vettvangi í morgun. Lögreglan Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Teymi sérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er á vettvangi og reynir að meta hvort hættan sé liðin hjá. Það var um sexleytið í gærmorgun sem stærðarinnar aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Engan sakaði. Í öðrum þeirra var Ægir Jóhannsson sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík. Vegurinn hefur verið ófær síðan skriðan féll. Vegagerðin bíður átekta en hópur skriðusérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er fyrir norðan þessa stundina og metur hvort óhætt sé að hleypa mannskap í að hreinsa veginn. „Það er hópur frá okkur að skoða aðstæður og meta hver staðan er og hvort hættan sé farin úr þessu og þess háttar,“ segir Ester Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Enn er því óvíst hvenær hægt verður að opna veginn fyrir umferð að nýju en vegagerðin bendir á að hjáleið er um Dalsmynni. En hvernig bera sérfræðingarnir sig að við að meta öryggi í hlíðinni? „Það er í sjálfu sér með ýmsum hætti. Hægt er að sjá upptökin og það veltur á því hvort hægt er að fljúga með dróna þarna upp og jafnvel fara. Það þarf að meta það hvort öruggt sé að ganga þar upp. Það spilar margt inn í hvort við getum metið þetta,“ segir Estar Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur. Uppfært klukkan 14.01 - Eftir vettvangsskoðun í morgun hefur Veðurstofan heimilað Vegagerðinni að hefja hreinsunarstarf. Samkvæmt verkstjóra hjá Vegagerðinni mun sú vinna taka sinn tíma þar sem um er að ræða mikið magn af jarðvegi sem þarf að fjarlægja. Á morgun laugardag munu eftirlitsmenn frá Veðurstofu meta stöðuna á ný og verður Grenivíkurvegur því lokaður enn um sinn eða þar til Veðurstofan gefur grænt ljós og Vegagerðin lokið sínu hreinsunarstarfi. Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Loftslagsmál Umferðaröryggi Almannavarnir Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Það var um sexleytið í gærmorgun sem stærðarinnar aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Engan sakaði. Í öðrum þeirra var Ægir Jóhannsson sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík. Vegurinn hefur verið ófær síðan skriðan féll. Vegagerðin bíður átekta en hópur skriðusérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er fyrir norðan þessa stundina og metur hvort óhætt sé að hleypa mannskap í að hreinsa veginn. „Það er hópur frá okkur að skoða aðstæður og meta hver staðan er og hvort hættan sé farin úr þessu og þess háttar,“ segir Ester Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Enn er því óvíst hvenær hægt verður að opna veginn fyrir umferð að nýju en vegagerðin bendir á að hjáleið er um Dalsmynni. En hvernig bera sérfræðingarnir sig að við að meta öryggi í hlíðinni? „Það er í sjálfu sér með ýmsum hætti. Hægt er að sjá upptökin og það veltur á því hvort hægt er að fljúga með dróna þarna upp og jafnvel fara. Það þarf að meta það hvort öruggt sé að ganga þar upp. Það spilar margt inn í hvort við getum metið þetta,“ segir Estar Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur. Uppfært klukkan 14.01 - Eftir vettvangsskoðun í morgun hefur Veðurstofan heimilað Vegagerðinni að hefja hreinsunarstarf. Samkvæmt verkstjóra hjá Vegagerðinni mun sú vinna taka sinn tíma þar sem um er að ræða mikið magn af jarðvegi sem þarf að fjarlægja. Á morgun laugardag munu eftirlitsmenn frá Veðurstofu meta stöðuna á ný og verður Grenivíkurvegur því lokaður enn um sinn eða þar til Veðurstofan gefur grænt ljós og Vegagerðin lokið sínu hreinsunarstarfi.
Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Loftslagsmál Umferðaröryggi Almannavarnir Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27
Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11
„Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34