Bandaríkjamenn segja krónprinsinn njóta friðhelgis sem forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 10:49 Krónprinsinn er sagður fara með allt vald í Sádi Arabíu og virðist því sjálfur hafa komið sér undan ábyrgð með því að taka sér embætti forsætisráðherra. Nordic Photos/AFP Bandarísk stjórnvöld segja ótækt að kæra Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í tengslum við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem hann var nýlega gerður forsætisráðherra landsins og nýtur þar með friðhelgi sem æðsti ráðamaður ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í greinargerð bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna einkamáls sem Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, og samtökin Dawn hafa höfðað vegna morðsins á blaðamanninum. Það var dómarinn í málinu, John Bates, sem kallaði eftir áliti stjórnvalda á því hvort hægt væri að höfða mál gegn krónprinsinum en álitið hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki síst vegna þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á sínum tíma að gera allt sem í sínu valdi stæði til að láta MBS, eins og hann er gjarnan kallaður, sæta ábyrgð. Sarah Leah Whitson, framkvæmdastjóri Dawn, sem voru stofnuð af Khashoggi, segir að bandarískum stjórnvöldum hefði verið í lófa lagt að hafna því að leggja fram greinargerð í málinu og að það væri kaldhæðnislegt að stjórn Biden hefði nú tryggt að krónprinsinn myndi aldrei sæta ábyrgð fyrir morðið. Lögspekingar segja að það hafi legið ljóst fyrir að jafnvel þótt stjórnvöld ættu ekki aðkomu að málinu myndi afstaða þeirra til mögulegrar friðhelgi krónprinsins ráða úrslitum um þróun mála. Nú sé einsýnt að því verði vísað frá og síðasti möguleikinn á því að láta MBS axla ábyrgð úr sögunni. Ákvörðun stjórnvalda þykir meðal annars áhugaverð í ljósi þess að fyrir aðeins um mánuði síðan sagði Biden að Sádi Arabar myndu gjalda fyrir það að hafa samþykkt að draga úr olíuframleiðslu á vettvangi OPEC. Khashoggi var pyntaður og myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu í sendiráði landsins í Istanbul árið 2018. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um nýjustu vendingar. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna einkamáls sem Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, og samtökin Dawn hafa höfðað vegna morðsins á blaðamanninum. Það var dómarinn í málinu, John Bates, sem kallaði eftir áliti stjórnvalda á því hvort hægt væri að höfða mál gegn krónprinsinum en álitið hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki síst vegna þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á sínum tíma að gera allt sem í sínu valdi stæði til að láta MBS, eins og hann er gjarnan kallaður, sæta ábyrgð. Sarah Leah Whitson, framkvæmdastjóri Dawn, sem voru stofnuð af Khashoggi, segir að bandarískum stjórnvöldum hefði verið í lófa lagt að hafna því að leggja fram greinargerð í málinu og að það væri kaldhæðnislegt að stjórn Biden hefði nú tryggt að krónprinsinn myndi aldrei sæta ábyrgð fyrir morðið. Lögspekingar segja að það hafi legið ljóst fyrir að jafnvel þótt stjórnvöld ættu ekki aðkomu að málinu myndi afstaða þeirra til mögulegrar friðhelgi krónprinsins ráða úrslitum um þróun mála. Nú sé einsýnt að því verði vísað frá og síðasti möguleikinn á því að láta MBS axla ábyrgð úr sögunni. Ákvörðun stjórnvalda þykir meðal annars áhugaverð í ljósi þess að fyrir aðeins um mánuði síðan sagði Biden að Sádi Arabar myndu gjalda fyrir það að hafa samþykkt að draga úr olíuframleiðslu á vettvangi OPEC. Khashoggi var pyntaður og myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu í sendiráði landsins í Istanbul árið 2018. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um nýjustu vendingar.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira