Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 10:51 Árásin átti sér stað á Bankastræti Club í gærkvöldi. vísir/vilhelm Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þarna hafi verið hátt í tuttugu til tuttugu og fimm manns sem þarna áttu hlut að þessari árás og inngöngu inn á skemmtistaðinn,“ segir Margeir. Þar af hafi um tuttugu farið inn á staðinn. Og þeir voru allir grímuklæddir? „Já, allir sem fóru inn á þennan skemmtistað voru grímuklæddir.“ Hnífaárásir færast í aukana Margeir segir rannsókn málsins á frumstigi. „Og það er ómögulegt að segja hversu marga við náum í í dag eða hvort það verði fleiri handteknir. Við erum bara svona að átta okkur á umfanginu.“ Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í gærkvöldi.aðsend Rannsókn málsins er nú í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en farið var í umfangsmiklar húsleitir og handtökuaðgerðir eftir árásina í gærkvöldi. Við þær aðgerðir vopnaðist lögregla og naut aðstoðar sérsveitarinnar. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að gæta fyllsta öryggis og við erum að fást þarna við menn sem eru að beita þessum vopnum. Hnífar eru stórhættuleg vopn og menn beita þessu óspart orðið, að okkur sýnist. Og við reynum bara að gæta fyllsta öryggis,“ segir Margeir. Óvenju margir í árásinni Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Sérstaklega er til skoðunar hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum en Margeir vill ekki fara nánar úr í það. Árásin hafi að mörgu leyti verið óvenjuleg. „Þetta er náttúrulega ekki nýtt svo sem að við séum að fást við hnífaárásir hérna í miðbænum en að það sé svona mikill fjöldi og það virðist sem þetta sé gert með svona skipulegum hætti – það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á í gær hlutu allir stungusár og voru fluttir á bráðadeild í gær. Enginn þeirra er í lífshættu að sögn Margeirs. Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þarna hafi verið hátt í tuttugu til tuttugu og fimm manns sem þarna áttu hlut að þessari árás og inngöngu inn á skemmtistaðinn,“ segir Margeir. Þar af hafi um tuttugu farið inn á staðinn. Og þeir voru allir grímuklæddir? „Já, allir sem fóru inn á þennan skemmtistað voru grímuklæddir.“ Hnífaárásir færast í aukana Margeir segir rannsókn málsins á frumstigi. „Og það er ómögulegt að segja hversu marga við náum í í dag eða hvort það verði fleiri handteknir. Við erum bara svona að átta okkur á umfanginu.“ Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í gærkvöldi.aðsend Rannsókn málsins er nú í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en farið var í umfangsmiklar húsleitir og handtökuaðgerðir eftir árásina í gærkvöldi. Við þær aðgerðir vopnaðist lögregla og naut aðstoðar sérsveitarinnar. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að gæta fyllsta öryggis og við erum að fást þarna við menn sem eru að beita þessum vopnum. Hnífar eru stórhættuleg vopn og menn beita þessu óspart orðið, að okkur sýnist. Og við reynum bara að gæta fyllsta öryggis,“ segir Margeir. Óvenju margir í árásinni Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Sérstaklega er til skoðunar hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum en Margeir vill ekki fara nánar úr í það. Árásin hafi að mörgu leyti verið óvenjuleg. „Þetta er náttúrulega ekki nýtt svo sem að við séum að fást við hnífaárásir hérna í miðbænum en að það sé svona mikill fjöldi og það virðist sem þetta sé gert með svona skipulegum hætti – það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á í gær hlutu allir stungusár og voru fluttir á bráðadeild í gær. Enginn þeirra er í lífshættu að sögn Margeirs.
Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira