Geggjað mark Ómars Inga á móti Stuttgart á dögunum vakti sérstaka athygli og Magdeburg setti það meðal annars inn á samfélagsmiðla sína.
Þar sést vel að það má aldrei líta af íslensku skyttunni enda um að ræða „TIK TIK BOOOM!“ móment hjá íslenska landsliðsmanninum eins og samfélagsfólkið hjá Magdeburg orðar það.
Sókn Magdeburgar er runnin að því virðist út í sandinn á þessum tímapunkti og Ómar er með boltann aðþrengdur úti við hliðarlínu.
Ómar deyr hins vegar ekki ráðalaus og nær geggjuðu skoti úr nær ómögulegu færi. Boltinn syngur í markinu.
Það má sjá þetta magnaða mark hans hér fyrir neðan.