Katrín Tanja opnar sig við Anníe Mist: Ég missti sjálfstraustið og trúna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fóru yfir tvö síðustu ár saman. Skjámynd/Youtube/Dóttir Íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir halda áfram að bralla eitthvað saman og það nýjasta hjá þeim er hlaðvarpsþátturinn Dóttir. Þær hafa saman haldið Dóttir nafninu á lofti á ýmsum vettvangi og nú munu þær ræða líf sitt sem atvinnumenn í CrossFit íþróttinni. Báðar hafa þær orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit en um leið hafa þær farið í gegnum erfiðleika undanfarin ár. Tvö erfið en ólík ár hjá þeim Í fyrsta hlaðvarpsþættinum ræða þær þessi tvö síðustu ár en uppskera þeirra er mjög ólík. Á meðan Anníe Mist hefur komist á verðlaunapall á heimsleikum og verið á palli á tveimur Rogue mótum þá komst Katrín Tanja ekki inn á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Anníe Mist náði þessum árangri þrátt fyrir að ganga í gegnum mjög erfiða fæðingu og komast á pall innan við ári síðar en Katrín Tanja hafði komist yfir mjög erfið bakmeiðsli á Covid árinu og komist sjálf á verðlaunapall á heimsleikunum 2020. Árin 2021 og sérstaklega 2022 voru hins vegar mikil vonbrigði fyrir Katrínu og hún hefur nú skipti tvisvar sinnum um þjálfara á undanförnum árum. Líka óttaslegin Katrín kynnir hlaðvarpsþáttinn á samfélagsmiðlum sínum. „Eins og ég er spennt að deila þessu með ykkur þá er ég líka mjög óttaslegin og áhyggjufull yfir því líka. Ég get samt ekki beðið eftir því að þið kynnist Anníe Mist eins og ég þekki hana. Að láta hana veita ykkur innblástur eins og hún hefur veitt mér. Hún fær þig líka til að trúa á þig sjálfa,“ skrifaði Katrín Tanja. Katrín segir frá því sem fór í gegnum huga hennar á þessum vonbrigðartímabilum. „Ég missti sjálfstraustið og trúna. Ég gat ekki lengur sagt að ég ætlaði að verða sú hraustasta í heimi,“ sagði Katrín Tanja og það er óhætt að segja að hún hafi þarna opnað sig í samtalinu við Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín segist hafa verið í frábæru formi á síðasta tímabili en að hún hafi gert mistök í undanúrslitunum sem kostuðu hana sæti á heimsleikunum. Þessi mistök komu að hennar mati til vegna vafa um eigin geti og skort á trú á sína getu sem er eitthvað sem hún hefur ekki þurft oft að glíma við áður. Fann eldmóðinn á ný Katrín viðurkennir líka að hún hafi því miður þurft á svona vonbrigðum að halda til að finna eldmóðinn aftur. Þegar hún missti síðast af leikunum þá kom hún gríðarlega sterk til baka og fór alla leið efst upp á verðlaunapallinn á heimsleikunum. Katrín Tanja segist nú vera búinn að finna eldmóðinn sinn á ný og „eldur“ (fire) sé orðið hennar fyrir þetta ár. Katrín Tanja hefur enn á ný gert breytingar hjá sér. „Breytingar eru oft óþægilegar en það eru þessi óþægindi sem búa til möguleika til að vaxa,“ sagði Katrín. Katrín Tanja og Anníe ræða ýmislegt í hlaðvarpinu og meðal annars hvað þær hafa lært af hvorri annarri og hvað vinátta þeirra hefur skilað miklu. Anníe þakkar Katrínu líka fyrir Anníe Mist viðurkennir það meðal annars að hún væri líklega ekki enn að keppa nema ef það væri fyrir Katrínu Tönju. Þær tala um hvað það sé gott að æfa með hvorri annarri þar sem keppnisskapið keyri þær áfram. Þær enduðu síðan samtalið á að segja að Katrín Tanja væri á leiðinni út á flugvöll til að fljúga til Bandaríkjanna þar sem hún heldur áfram undirbúningi sínum fyrir tímabilið. Það má hlusta á allt samtalið þeirra hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YLd4ZwJsyGc">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Þær hafa saman haldið Dóttir nafninu á lofti á ýmsum vettvangi og nú munu þær ræða líf sitt sem atvinnumenn í CrossFit íþróttinni. Báðar hafa þær orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit en um leið hafa þær farið í gegnum erfiðleika undanfarin ár. Tvö erfið en ólík ár hjá þeim Í fyrsta hlaðvarpsþættinum ræða þær þessi tvö síðustu ár en uppskera þeirra er mjög ólík. Á meðan Anníe Mist hefur komist á verðlaunapall á heimsleikum og verið á palli á tveimur Rogue mótum þá komst Katrín Tanja ekki inn á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Anníe Mist náði þessum árangri þrátt fyrir að ganga í gegnum mjög erfiða fæðingu og komast á pall innan við ári síðar en Katrín Tanja hafði komist yfir mjög erfið bakmeiðsli á Covid árinu og komist sjálf á verðlaunapall á heimsleikunum 2020. Árin 2021 og sérstaklega 2022 voru hins vegar mikil vonbrigði fyrir Katrínu og hún hefur nú skipti tvisvar sinnum um þjálfara á undanförnum árum. Líka óttaslegin Katrín kynnir hlaðvarpsþáttinn á samfélagsmiðlum sínum. „Eins og ég er spennt að deila þessu með ykkur þá er ég líka mjög óttaslegin og áhyggjufull yfir því líka. Ég get samt ekki beðið eftir því að þið kynnist Anníe Mist eins og ég þekki hana. Að láta hana veita ykkur innblástur eins og hún hefur veitt mér. Hún fær þig líka til að trúa á þig sjálfa,“ skrifaði Katrín Tanja. Katrín segir frá því sem fór í gegnum huga hennar á þessum vonbrigðartímabilum. „Ég missti sjálfstraustið og trúna. Ég gat ekki lengur sagt að ég ætlaði að verða sú hraustasta í heimi,“ sagði Katrín Tanja og það er óhætt að segja að hún hafi þarna opnað sig í samtalinu við Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín segist hafa verið í frábæru formi á síðasta tímabili en að hún hafi gert mistök í undanúrslitunum sem kostuðu hana sæti á heimsleikunum. Þessi mistök komu að hennar mati til vegna vafa um eigin geti og skort á trú á sína getu sem er eitthvað sem hún hefur ekki þurft oft að glíma við áður. Fann eldmóðinn á ný Katrín viðurkennir líka að hún hafi því miður þurft á svona vonbrigðum að halda til að finna eldmóðinn aftur. Þegar hún missti síðast af leikunum þá kom hún gríðarlega sterk til baka og fór alla leið efst upp á verðlaunapallinn á heimsleikunum. Katrín Tanja segist nú vera búinn að finna eldmóðinn sinn á ný og „eldur“ (fire) sé orðið hennar fyrir þetta ár. Katrín Tanja hefur enn á ný gert breytingar hjá sér. „Breytingar eru oft óþægilegar en það eru þessi óþægindi sem búa til möguleika til að vaxa,“ sagði Katrín. Katrín Tanja og Anníe ræða ýmislegt í hlaðvarpinu og meðal annars hvað þær hafa lært af hvorri annarri og hvað vinátta þeirra hefur skilað miklu. Anníe þakkar Katrínu líka fyrir Anníe Mist viðurkennir það meðal annars að hún væri líklega ekki enn að keppa nema ef það væri fyrir Katrínu Tönju. Þær tala um hvað það sé gott að æfa með hvorri annarri þar sem keppnisskapið keyri þær áfram. Þær enduðu síðan samtalið á að segja að Katrín Tanja væri á leiðinni út á flugvöll til að fljúga til Bandaríkjanna þar sem hún heldur áfram undirbúningi sínum fyrir tímabilið. Það má hlusta á allt samtalið þeirra hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YLd4ZwJsyGc">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira