Innlent

Mikil fjölgun á testósterón-ávísunum til kvenna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sigrún segir fyrsta ráðið við einkennum á breytingaskeiðinu að passa upp á lífstílinn.
Sigrún segir fyrsta ráðið við einkennum á breytingaskeiðinu að passa upp á lífstílinn. Getty

„Frá því í september 2021 og fram í lok febrúar 2022 um það bil tvöfaldaðist fjöldi lyfjaávísana á testósterón til kvenna. En eftir það sést gífurleg aukning. 

Ef maður ber saman fjölda lyfjaávísana á testósteróni til kvenna í nýliðnum september og október við september fyrir ári þá er fjölgunin rúmlega átjánföld.“

Þetta segir Sigrún Hjartardóttir kvensjúkdómalæknir hjá Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við Morgunblaðið

Hún segir eina af orsökunum umræða um breytingaskeiðið á samfélagsmiðlum. 

„Þar deila konur reynslu sinni og umfjöllun um testósterón hefur aukist.“

Að sögn Sigrúnar eru flestar þeirra kvenna sem fá ávísað testósteróni á aldrinum 45 til 54 ára en einnig sé nokkuð stór hópur undir 45 ára sem hafi fengið ávísanir á hormónið. Þar sé þó ekki verið að fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum og spurningar vakni um hvort um sé að ræða óuppfyllta þörf eða oflækningar.

Testósterón getur gagnast konum sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, sem getur haft gríðarleg áhrif á líðan kvenna. Bæði líkamlega og andlega. 

Þá segir Sigrún mikið álag á konum á umræddum aldri, 40 til 50 ára, bæði vegna álags í vinnu og á heimilinu og að ef til vill ætti að gefa þeim tækifæri til að minnka við sig vinnu án þess að skerða laun til að koma í veg fyrir að þær detti út af vinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×