Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 17:55 Reykjavíkurborg taldi að slysið hefði átt sér í frítíma og slysabætur skyldu greiddar samkvæmt því. Leikskólakennarinnar hélt því fram að það hefði orðið á vinnutíma. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Mál leikskólakennarans snerist aðeins um á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort að slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svonefndan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar er metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur í fyrra. Féllst hann á þau rök borgarinnar að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans heldur hafi hún verið valfrjáls. Ekki hafi því verið um vinnuslys að ræða. Landsréttur staðfesti þann dóm í apríl en einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að starfsmennirnir hefðu verið leystir undan skyldum sínum þegar slysið varð. Skipti ekki máli hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða ekki Hæstiréttur veitti leikskólakennaranum leyfi til að áfrýja málinu í maí. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til vegna þess að Kristbjörg Stephensen, einn dómaranna þriggja sem dæmdu málið við Landsrétt, hafi verið vanhæf. Kristbjörg var borgarlögmaður þegar tilkynnt var um slysið til embættisins. Leikskólakennarinn byggði á að hún hefði því komið að hagsmunagæslu fyrir borgina í tengslum við málið. Borgin taldi á móti að krafan um að Kristbjörg skyldi talin vanhæf kæmi of seint fram. Mótmælti hún einnig að Kristbjörg hefði komið að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Þótt hún hefði verið borgarlögmaður þegar tilkynning barst og lögmaður embættisins og sendi mótttökubréf til leikskólakennarans hafi hún hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá borginni né á hvaða grundvelli. Hæstiréttur var ósammála þeirri túlkun borgarinnar. Taldi hann Kristbjörgu hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi embættisins til leikskólakennarans. Engu breytti hvort að sú hagsmunagæsla hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið. Dómur Landsréttur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Mál leikskólakennarans snerist aðeins um á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort að slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svonefndan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar er metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur í fyrra. Féllst hann á þau rök borgarinnar að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans heldur hafi hún verið valfrjáls. Ekki hafi því verið um vinnuslys að ræða. Landsréttur staðfesti þann dóm í apríl en einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að starfsmennirnir hefðu verið leystir undan skyldum sínum þegar slysið varð. Skipti ekki máli hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða ekki Hæstiréttur veitti leikskólakennaranum leyfi til að áfrýja málinu í maí. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til vegna þess að Kristbjörg Stephensen, einn dómaranna þriggja sem dæmdu málið við Landsrétt, hafi verið vanhæf. Kristbjörg var borgarlögmaður þegar tilkynnt var um slysið til embættisins. Leikskólakennarinn byggði á að hún hefði því komið að hagsmunagæslu fyrir borgina í tengslum við málið. Borgin taldi á móti að krafan um að Kristbjörg skyldi talin vanhæf kæmi of seint fram. Mótmælti hún einnig að Kristbjörg hefði komið að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Þótt hún hefði verið borgarlögmaður þegar tilkynning barst og lögmaður embættisins og sendi mótttökubréf til leikskólakennarans hafi hún hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá borginni né á hvaða grundvelli. Hæstiréttur var ósammála þeirri túlkun borgarinnar. Taldi hann Kristbjörgu hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi embættisins til leikskólakennarans. Engu breytti hvort að sú hagsmunagæsla hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið. Dómur Landsréttur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira