Viðskipti innlent

Ó­vænt hækkun á verði í fjöl­býli

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 0,6 prósent milli september og október.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 0,6 prósent milli september og október. Vísir/Vilhelm

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent milli september og október. Verð á sérbýli lækkar um 0,7 prósent en verð íbúða í fjölbýli hækkar um 0,9 prósent. 

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að hækkunin á verði í fjölbýli komi á óvart þar sem lækkun mældist í síðasta mánuði. Líklegt er að þessi þróun gangi til baka á næstu mánuðum. 

Almennt hefur hægt á íbúðamarkaði og spár gera nú ráð fyrir afar hófstilltri verðþróun. Bankinn gerir enn ráð fyrir því að íbúðaverð standi nánast í stað á næstu mánuðum. 

Með hærri vöxtum og þrengri lánþegaskilyrðum er erfiðara fyrir fólk að kaupa íbúð. Það leiðir til þess að eftirspurn dregst saman og verðþróun verður hófstilltari. Tólf mánaða takturinn hefur ný lækkað nokkra mánuði í röð og mælist nú 21,5 prósent. Þegar mest lét á í júlí mældist hann 25,5 prósent. Bankinn telur að takturinn muni halda áfram að lækka. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×