Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 09:33 Frá þorpinu Przewodow í Póllandi þar sem tveir dóu í gær eftir að eldflaug lenti þar. Líklegast er um loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum að ræða. AP/Michal Dyjuk Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. Svo virðist þó sem að um sé að ræða S-300 loftvarnaflaug sem Úkraínumenn reyndu að nota til að skjóta niður eina af stýriflaugum Rússa en villtist af leið og lenti innan landamæra Póllands, með áðurnefndum afleiðingum. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa AP fréttaveitan hefur eftir þremur heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bandaríkjanna að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að um úkraínska loftvarnarflaug sé að ræða. Wall Street Journal hefur sömu upplýsingar eftir öðrum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ólíklegt væri að flugskeytinu hefði verið skotið frá Rússlandi Sjá einnig: Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Fregnir hafa borist af því í dag að ráðamenn í Póllandi hafa ekki virkjað fjórða ákvæði stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins eftir atvikið en það ákvæði snýr að umræðu meðal aðildarríkja um öryggi eins eða allra þeirra. Þykir þetta til marks um að Pólverjar hafi komist að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn. Atvikið verður rætt í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í dag.AP/Olivier Matthys Ráðamenn í Póllandi sögðu í gær að flugskeytið hefði verið framleidd í Rússlandi en það gæti vel átt við S-300 loftvarnaflaugar Úkraínumanna. Sjá einnig: Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Bæði yfirvöld í Póllandi og leiðtogar NATO hafa gefið í skyn um að ekki sé um árás að ræða. Þess í stað hefur verið talað um atvik. Sérfræðingar sem skoðuðu myndir af braki eldflaugarinnar sögðu í gærkvöldi að um S-300 loftvarnaflaug frá Úkraínu væri um að ræða. So what crashed in the village of Przewodów, Poland today?With the cooperation of @blueboy1969 we analyzed the available photos of fragments and came to a clear conclusion that they belong to the 48D6 motor of the 5V55-series missile of the S-300 AD system- a Ukrainian one. pic.twitter.com/f0Ex3USLN8— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Málið verður rætt á fundi Norður-Atlantshafsráðsins í dag, þar sem sendiherrar aðildarríkja NATO munu koma saman og skoða þau gögn sem liggja fyrir um atvikið og ræða viðbrögð við því. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun einnig koma saman í dag og ræða innrás Rússa í Úkraínu en sá fundur var skipulagður fyrir atvikið í gær. Þá munu varnarmálaráðherrar þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínumönnum funda í dag, þar sem atvikið verður án efa einnig rætt. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður einnig á fundinum. Auka viðbúnað Ráðamenn í Úkraínu hafa haldið því fram að um rússneska stýriflaug hafi verið að ræða. Þeirra á meðal voru Vólódímír Selenskí, forseti, og Dmitro Kuleba, utanríkisráðherra. Selenskí hefur í kjölfarið rætt við Andrzej Duda, forseta Póllands, og þá væntanlega um atvikið. Hvað þeir sögðu við hvorn annan liggur þó ekki fyrir. Pólverjar hafa lýst því yfir í kjölfarið að viðbúnaður hersins verði aukinn vegna atviksins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Svo virðist þó sem að um sé að ræða S-300 loftvarnaflaug sem Úkraínumenn reyndu að nota til að skjóta niður eina af stýriflaugum Rússa en villtist af leið og lenti innan landamæra Póllands, með áðurnefndum afleiðingum. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa AP fréttaveitan hefur eftir þremur heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bandaríkjanna að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að um úkraínska loftvarnarflaug sé að ræða. Wall Street Journal hefur sömu upplýsingar eftir öðrum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ólíklegt væri að flugskeytinu hefði verið skotið frá Rússlandi Sjá einnig: Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Fregnir hafa borist af því í dag að ráðamenn í Póllandi hafa ekki virkjað fjórða ákvæði stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins eftir atvikið en það ákvæði snýr að umræðu meðal aðildarríkja um öryggi eins eða allra þeirra. Þykir þetta til marks um að Pólverjar hafi komist að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn. Atvikið verður rætt í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í dag.AP/Olivier Matthys Ráðamenn í Póllandi sögðu í gær að flugskeytið hefði verið framleidd í Rússlandi en það gæti vel átt við S-300 loftvarnaflaugar Úkraínumanna. Sjá einnig: Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Bæði yfirvöld í Póllandi og leiðtogar NATO hafa gefið í skyn um að ekki sé um árás að ræða. Þess í stað hefur verið talað um atvik. Sérfræðingar sem skoðuðu myndir af braki eldflaugarinnar sögðu í gærkvöldi að um S-300 loftvarnaflaug frá Úkraínu væri um að ræða. So what crashed in the village of Przewodów, Poland today?With the cooperation of @blueboy1969 we analyzed the available photos of fragments and came to a clear conclusion that they belong to the 48D6 motor of the 5V55-series missile of the S-300 AD system- a Ukrainian one. pic.twitter.com/f0Ex3USLN8— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Málið verður rætt á fundi Norður-Atlantshafsráðsins í dag, þar sem sendiherrar aðildarríkja NATO munu koma saman og skoða þau gögn sem liggja fyrir um atvikið og ræða viðbrögð við því. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun einnig koma saman í dag og ræða innrás Rússa í Úkraínu en sá fundur var skipulagður fyrir atvikið í gær. Þá munu varnarmálaráðherrar þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínumönnum funda í dag, þar sem atvikið verður án efa einnig rætt. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður einnig á fundinum. Auka viðbúnað Ráðamenn í Úkraínu hafa haldið því fram að um rússneska stýriflaug hafi verið að ræða. Þeirra á meðal voru Vólódímír Selenskí, forseti, og Dmitro Kuleba, utanríkisráðherra. Selenskí hefur í kjölfarið rætt við Andrzej Duda, forseta Póllands, og þá væntanlega um atvikið. Hvað þeir sögðu við hvorn annan liggur þó ekki fyrir. Pólverjar hafa lýst því yfir í kjölfarið að viðbúnaður hersins verði aukinn vegna atviksins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira