Stelpurnar mættu mun betur og fengu gullskóinn, gullhanskann og gullboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Jasmín Erla Ingadóttir með verðlaun sín. Instagram/@bestadeildin Íslenskur Toppfótbolti gerði upp fyrstu Bestu deildina með nýjum verðlaunum og þau voru afhent á dögunum. Í fyrsta sinn voru opinber verðlaun hjá deildinni fyrir bæði stoðsendingar og bestu tölfræði markvarðar. Verðlaunin voru að sjálfsögðu veitt fyrir bæði Bestu deild karla og Bestu deild kvenna en þau eru afhenti í samvinnu við Nike á Íslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskó, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Á samfélagsmiðlum Bestu deildarinnar má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Stelpurnar voru með hundrað prósent mætingu en það vantaði aftur á móti tvo af þremur hjá strákunum en þeir fá verðlaun sín afhent seinna. Adam Ægir Pálsson, fyrsti handhafi gullbolta NIKE, lét sig ekki vanta. KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með sautján mörk en hann var ekki á svæðinu enda upptekinn í atvinnumennsku með belgíska félaginu Beerschot. Guðmundur Magnússon skoraði jafnmörg mörk en missir af skónum af því að hann spilaði fleiri leiki. Hann fær heldur ekki silfurskó því menn eru hættir að afhenta silfur- og bronsskó. Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir var markahæst í Bestu deild kvenna með ellefu mörk eða tveimur fleiri en þær Danielle Julia Marcano, Katrín Ásbjörnsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan. Valskonan Sandra Sigurðardóttir var besti markvörður Bestu deildar kvenna en hún fékk aðeins 9 mörk á sig í 17 leikjum og hélt níu sinnum marki sínu hreinu. Blikinn Anton Ari Einarsson var besti markvörður Bestu deildar karla en hann fékk 27 mörk á sig í 27 leikjum og hélt Blikamarkinu tólf sinnum hreinu. Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild kvenna eða tíu sem var einni fleiri en liðsfélagi sinn Ásdís Karen Halldórsdóttir og tveimur fleiri en Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir. Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild karla eða þrettán sem var einni fleiri en þeir Tiago Fernandes hjá Fram og Höskuldur Gunnlaugsson hjá Breiðabliki. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Í fyrsta sinn voru opinber verðlaun hjá deildinni fyrir bæði stoðsendingar og bestu tölfræði markvarðar. Verðlaunin voru að sjálfsögðu veitt fyrir bæði Bestu deild karla og Bestu deild kvenna en þau eru afhenti í samvinnu við Nike á Íslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskó, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Á samfélagsmiðlum Bestu deildarinnar má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Stelpurnar voru með hundrað prósent mætingu en það vantaði aftur á móti tvo af þremur hjá strákunum en þeir fá verðlaun sín afhent seinna. Adam Ægir Pálsson, fyrsti handhafi gullbolta NIKE, lét sig ekki vanta. KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með sautján mörk en hann var ekki á svæðinu enda upptekinn í atvinnumennsku með belgíska félaginu Beerschot. Guðmundur Magnússon skoraði jafnmörg mörk en missir af skónum af því að hann spilaði fleiri leiki. Hann fær heldur ekki silfurskó því menn eru hættir að afhenta silfur- og bronsskó. Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir var markahæst í Bestu deild kvenna með ellefu mörk eða tveimur fleiri en þær Danielle Julia Marcano, Katrín Ásbjörnsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan. Valskonan Sandra Sigurðardóttir var besti markvörður Bestu deildar kvenna en hún fékk aðeins 9 mörk á sig í 17 leikjum og hélt níu sinnum marki sínu hreinu. Blikinn Anton Ari Einarsson var besti markvörður Bestu deildar karla en hann fékk 27 mörk á sig í 27 leikjum og hélt Blikamarkinu tólf sinnum hreinu. Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild kvenna eða tíu sem var einni fleiri en liðsfélagi sinn Ásdís Karen Halldórsdóttir og tveimur fleiri en Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir. Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild karla eða þrettán sem var einni fleiri en þeir Tiago Fernandes hjá Fram og Höskuldur Gunnlaugsson hjá Breiðabliki. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin)
Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira