Annað heimilið sem þau þurfa að yfirgefa á þessu ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 21:01 Hjónin Viktoría og Anton Garbar þurfa að yfirgefa Ísland í fyrramálið. Þau eru rússnesk og komu hingað til lands í byrjun árs en þau hafa mótmælt yfirvöldum í Rússlandi og stríðsrekstri þeirra í Úkraínu harðlega. Vísir/Arnar Rússnesk hjón sem hafa mótmælt stríðinu í Úkraínu fá ekki pólitískt hæli á Íslandi og verða flutt til Ítalíu á morgun. Í nokkur ár hafa hjónin komið reglulega til Íslands með ferðamenn og hafa þegar fengið atvinnutilboð. Kærunefnd Útlendingamála taldi það ekki næga ástæðu til að veita þeim hæli. Hjónin Anton og Viktoria Garbar ráku ferðaskrifstofu í heimalandi sínu Rússlandi í nokkur ár og ferðuðust meðal annars með hópa fólks til Íslands. Eftir að stríðið braust út í Úkraínu flúðu hjónin til Íslands. „Við neyddumst til að yfirgefa Rússland vegna mótmæla okkar gegn hernaði og ríkisstjórninni, gegn stjórn Pútíns og gegn öllu því sem landið okkar gerir í Úkraínu,“ segir Anton. Hjónin hafa verið á Íslandi í sjö mánuði og vegna vinnu sinnar hér undanfarin ár og standandi atvinnutilboða töldu þau sig hafa næg tengsl til landsins til að uppfylla skilyrði Útlendingastofnunar um sérstök tengsl. „Við töldum okkur hafa tengsl við Ísland eins og kveðið er á um í lögum um sérstök tengsl. Við héldum að við hefðum þau. Við eigum marga vini sem skrifuðu meðmælabréf um okkur til Útlendingastofnunar,“ segir Anton. Vinkona þeirra hefur útvegað hjónunum tímabundið húsnæði á Ítalíu en þau segjast hrædd. „Í byrjun þessa árs, í febrúar, neyddumst við til að yfirgefa eitt heimili. Eftir þessa sjö mánuði var Ísland orðið okkar annað heimili og nú neyðumst við til að yfirgefa annað heimili okkar,“ segir Anton. „Það er hræðilegt, það er mjög ógnvekjandi. Ég veit ekki hvað við gerum þar.“ Viktoria tekur undir með eiginmanni sínum. „Við kunnum ekki ítölsku. Af hverju var ég að læra íslensku? En þetta reddast.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Tengdar fréttir Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00 Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Hjónin Anton og Viktoria Garbar ráku ferðaskrifstofu í heimalandi sínu Rússlandi í nokkur ár og ferðuðust meðal annars með hópa fólks til Íslands. Eftir að stríðið braust út í Úkraínu flúðu hjónin til Íslands. „Við neyddumst til að yfirgefa Rússland vegna mótmæla okkar gegn hernaði og ríkisstjórninni, gegn stjórn Pútíns og gegn öllu því sem landið okkar gerir í Úkraínu,“ segir Anton. Hjónin hafa verið á Íslandi í sjö mánuði og vegna vinnu sinnar hér undanfarin ár og standandi atvinnutilboða töldu þau sig hafa næg tengsl til landsins til að uppfylla skilyrði Útlendingastofnunar um sérstök tengsl. „Við töldum okkur hafa tengsl við Ísland eins og kveðið er á um í lögum um sérstök tengsl. Við héldum að við hefðum þau. Við eigum marga vini sem skrifuðu meðmælabréf um okkur til Útlendingastofnunar,“ segir Anton. Vinkona þeirra hefur útvegað hjónunum tímabundið húsnæði á Ítalíu en þau segjast hrædd. „Í byrjun þessa árs, í febrúar, neyddumst við til að yfirgefa eitt heimili. Eftir þessa sjö mánuði var Ísland orðið okkar annað heimili og nú neyðumst við til að yfirgefa annað heimili okkar,“ segir Anton. „Það er hræðilegt, það er mjög ógnvekjandi. Ég veit ekki hvað við gerum þar.“ Viktoria tekur undir með eiginmanni sínum. „Við kunnum ekki ítölsku. Af hverju var ég að læra íslensku? En þetta reddast.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Tengdar fréttir Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00 Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. 11. nóvember 2022 21:00
Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. 11. nóvember 2022 14:41