Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 18:58 Rafmagnslaust er í miðborg Kænugarð í Úkraínu eftir flugskeytaárásir Rússa í dag. Svo virðist sem að eldflaugar hafi farið yfir landamærin og lent í Póllandi. AP/Andrew Kravchenko Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. AP-fréttastofan hefur eftir háttsettum fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesku flugskeytin hafi farið yfir landamæri Úkraínu og Póllands og orðið tveimur að bana síðdegis. Pólskir fjölmiðlar segja að flugskeytin hafi komið niður á svæði þar sem verið var að þurrka korn í Przewodów nærri landamærunum. Slökkviliðsmenn á vettvangi segja Reuters-fréttastofunni að ekki sé ljóst hvað gerðist en að tveir hafi látist í sprengingu í þorpinu. Piotr Mueller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, vildi ekki staðfesta fregnirnar en sagði að ráðamenn sætu nú neyðarfund. Pólland er í Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu sem pólska stjórnin sendi frá sér kemur fram að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, og Andrzej Duda, forseti, hafi kallað saman fund þjóðaröryggisráðs landsins. Rzecznik rz du @PiotrMuller: W zwi zku z zaistnia sytuacj kryzysow premier @MorawieckiM w porozumieniu z @prezydentpl @AndrzejDuda zarz dzi zwo anie spotkania w @BBN_PL z cz onkami Komitetu do spraw Bezpiecze stwa Narodowego i Spraw Obronnych. pic.twitter.com/w1nfhF1qNI— Kancelaria Premiera (@PremierRP) November 15, 2022 Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem það fullyrti að engu rússneskum vopnum hefði verið beitt nærri landamærum Úkraínu og Póllands. Sakaði það pólsk stjórnvöld um að reyna að stigmagna átökin í Úkraínu. Bandarísk yfirvöld segjast ekki geta staðfest að svo stöddu að flugskeytin hafi verið rússnesk. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýrmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu, fullyrti hins vegar í kvöld að árásin á Pólland hefði ekki verið slys heldur viljandi „kveðja“ frá Rússum, dulbúin sem mistök. Strikes on Poland s territory not an accident, but a deliberately planned "hello" from Russia, disguised as a "mistake". This happens when evil goes unpunished and politicians engage in "pacification" of aggressor. Ru-terrorist regime must be stopped. Condolences to the dead.— (@Podolyak_M) November 15, 2022 Einhverjar umfangsmestu árásir Rússa frá upphafi innrásarinnar Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Margar eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Fréttaritari BBC segir nokkrar skýringar koma til greina á sprengingunni. Mögulega kunni flugskeyti að hafa bilað þannig að þau fóru af leið eða að úkraínskt loftvarnarkerfi hafi ýtt þeim frá ætluðu skotmarki þeirra. Haft er eftir Kurt Volker, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, að líklega hafi verið um slys að ræða en NATO ætti að krefja Rússa skýringa. Rússnesk flugskeyti eru sögð hafa hæft nágrannaríkið Moldóvu sömuleiðis og valdið stórfelldu rafmagnsleysi. Eystrasaltsríki lýsa yfir samstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði í tísti í kvöld að hún hefði óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna „árásar Rússa á Pólland“. Vildi hún að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mættu til fundarins. Til greina hljóti að koma að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi. Hef óskað eftir fundi strax í utanríkismálanefnd vegna árásar Rússa á Pólland fyrr í dag. Óskað er eftir að forsætis- og utanríkisráðherra mæti. Samráð við bandamenn okkar er hér lykilatriði. Það hlýtur líka að koma til álita að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) November 15, 2022 Utanríkisráðuneyti Eistlands lýsti áhyggjum af fregnunum af flugskeytunum sem lentu í Póllandi í kvöld. Í tíst sagðist það í nánu samráði við Pólverja og aðra bandamenn. „Eistland er tilbúið að verja hverja einustu örðu af landsvæði NATO. Við stöndum fyllilega með nánu bandalagsríki okkar Póllandi.“ Latest news from Poland is most concerning. We are consulting closely with Poland and other Allies. Estonia is ready to defend every inch of NATO territory. We re in full solidarity with our close ally Poland — Estonian MFA | #StandWithUkraine (@MFAestonia) November 15, 2022 Gitanas Nauséda, forseti Litháens, tók í sama streng í kvöld. Í tísti sagðist hann í nánu sambandi við Pólverja og sagði Litháa standa þétt við bakið á þeim. Concerning news from Poland tonight on at least two explosions.Keeping a close contact with our Polish friends. Lithuania stands in strong solidarity with Poland . Every inch of #NATO territory must be defended!— Gitanas Naus da (@GitanasNauseda) November 15, 2022 Fréttin verður uppfærð. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
AP-fréttastofan hefur eftir háttsettum fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesku flugskeytin hafi farið yfir landamæri Úkraínu og Póllands og orðið tveimur að bana síðdegis. Pólskir fjölmiðlar segja að flugskeytin hafi komið niður á svæði þar sem verið var að þurrka korn í Przewodów nærri landamærunum. Slökkviliðsmenn á vettvangi segja Reuters-fréttastofunni að ekki sé ljóst hvað gerðist en að tveir hafi látist í sprengingu í þorpinu. Piotr Mueller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, vildi ekki staðfesta fregnirnar en sagði að ráðamenn sætu nú neyðarfund. Pólland er í Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu sem pólska stjórnin sendi frá sér kemur fram að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, og Andrzej Duda, forseti, hafi kallað saman fund þjóðaröryggisráðs landsins. Rzecznik rz du @PiotrMuller: W zwi zku z zaistnia sytuacj kryzysow premier @MorawieckiM w porozumieniu z @prezydentpl @AndrzejDuda zarz dzi zwo anie spotkania w @BBN_PL z cz onkami Komitetu do spraw Bezpiecze stwa Narodowego i Spraw Obronnych. pic.twitter.com/w1nfhF1qNI— Kancelaria Premiera (@PremierRP) November 15, 2022 Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem það fullyrti að engu rússneskum vopnum hefði verið beitt nærri landamærum Úkraínu og Póllands. Sakaði það pólsk stjórnvöld um að reyna að stigmagna átökin í Úkraínu. Bandarísk yfirvöld segjast ekki geta staðfest að svo stöddu að flugskeytin hafi verið rússnesk. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýrmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu, fullyrti hins vegar í kvöld að árásin á Pólland hefði ekki verið slys heldur viljandi „kveðja“ frá Rússum, dulbúin sem mistök. Strikes on Poland s territory not an accident, but a deliberately planned "hello" from Russia, disguised as a "mistake". This happens when evil goes unpunished and politicians engage in "pacification" of aggressor. Ru-terrorist regime must be stopped. Condolences to the dead.— (@Podolyak_M) November 15, 2022 Einhverjar umfangsmestu árásir Rússa frá upphafi innrásarinnar Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Margar eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Fréttaritari BBC segir nokkrar skýringar koma til greina á sprengingunni. Mögulega kunni flugskeyti að hafa bilað þannig að þau fóru af leið eða að úkraínskt loftvarnarkerfi hafi ýtt þeim frá ætluðu skotmarki þeirra. Haft er eftir Kurt Volker, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, að líklega hafi verið um slys að ræða en NATO ætti að krefja Rússa skýringa. Rússnesk flugskeyti eru sögð hafa hæft nágrannaríkið Moldóvu sömuleiðis og valdið stórfelldu rafmagnsleysi. Eystrasaltsríki lýsa yfir samstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði í tísti í kvöld að hún hefði óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna „árásar Rússa á Pólland“. Vildi hún að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mættu til fundarins. Til greina hljóti að koma að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi. Hef óskað eftir fundi strax í utanríkismálanefnd vegna árásar Rússa á Pólland fyrr í dag. Óskað er eftir að forsætis- og utanríkisráðherra mæti. Samráð við bandamenn okkar er hér lykilatriði. Það hlýtur líka að koma til álita að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) November 15, 2022 Utanríkisráðuneyti Eistlands lýsti áhyggjum af fregnunum af flugskeytunum sem lentu í Póllandi í kvöld. Í tíst sagðist það í nánu samráði við Pólverja og aðra bandamenn. „Eistland er tilbúið að verja hverja einustu örðu af landsvæði NATO. Við stöndum fyllilega með nánu bandalagsríki okkar Póllandi.“ Latest news from Poland is most concerning. We are consulting closely with Poland and other Allies. Estonia is ready to defend every inch of NATO territory. We re in full solidarity with our close ally Poland — Estonian MFA | #StandWithUkraine (@MFAestonia) November 15, 2022 Gitanas Nauséda, forseti Litháens, tók í sama streng í kvöld. Í tísti sagðist hann í nánu sambandi við Pólverja og sagði Litháa standa þétt við bakið á þeim. Concerning news from Poland tonight on at least two explosions.Keeping a close contact with our Polish friends. Lithuania stands in strong solidarity with Poland . Every inch of #NATO territory must be defended!— Gitanas Naus da (@GitanasNauseda) November 15, 2022 Fréttin verður uppfærð.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira