Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 18:58 Rafmagnslaust er í miðborg Kænugarð í Úkraínu eftir flugskeytaárásir Rússa í dag. Svo virðist sem að eldflaugar hafi farið yfir landamærin og lent í Póllandi. AP/Andrew Kravchenko Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. AP-fréttastofan hefur eftir háttsettum fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesku flugskeytin hafi farið yfir landamæri Úkraínu og Póllands og orðið tveimur að bana síðdegis. Pólskir fjölmiðlar segja að flugskeytin hafi komið niður á svæði þar sem verið var að þurrka korn í Przewodów nærri landamærunum. Slökkviliðsmenn á vettvangi segja Reuters-fréttastofunni að ekki sé ljóst hvað gerðist en að tveir hafi látist í sprengingu í þorpinu. Piotr Mueller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, vildi ekki staðfesta fregnirnar en sagði að ráðamenn sætu nú neyðarfund. Pólland er í Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu sem pólska stjórnin sendi frá sér kemur fram að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, og Andrzej Duda, forseti, hafi kallað saman fund þjóðaröryggisráðs landsins. Rzecznik rz du @PiotrMuller: W zwi zku z zaistnia sytuacj kryzysow premier @MorawieckiM w porozumieniu z @prezydentpl @AndrzejDuda zarz dzi zwo anie spotkania w @BBN_PL z cz onkami Komitetu do spraw Bezpiecze stwa Narodowego i Spraw Obronnych. pic.twitter.com/w1nfhF1qNI— Kancelaria Premiera (@PremierRP) November 15, 2022 Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem það fullyrti að engu rússneskum vopnum hefði verið beitt nærri landamærum Úkraínu og Póllands. Sakaði það pólsk stjórnvöld um að reyna að stigmagna átökin í Úkraínu. Bandarísk yfirvöld segjast ekki geta staðfest að svo stöddu að flugskeytin hafi verið rússnesk. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýrmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu, fullyrti hins vegar í kvöld að árásin á Pólland hefði ekki verið slys heldur viljandi „kveðja“ frá Rússum, dulbúin sem mistök. Strikes on Poland s territory not an accident, but a deliberately planned "hello" from Russia, disguised as a "mistake". This happens when evil goes unpunished and politicians engage in "pacification" of aggressor. Ru-terrorist regime must be stopped. Condolences to the dead.— (@Podolyak_M) November 15, 2022 Einhverjar umfangsmestu árásir Rússa frá upphafi innrásarinnar Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Margar eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Fréttaritari BBC segir nokkrar skýringar koma til greina á sprengingunni. Mögulega kunni flugskeyti að hafa bilað þannig að þau fóru af leið eða að úkraínskt loftvarnarkerfi hafi ýtt þeim frá ætluðu skotmarki þeirra. Haft er eftir Kurt Volker, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, að líklega hafi verið um slys að ræða en NATO ætti að krefja Rússa skýringa. Rússnesk flugskeyti eru sögð hafa hæft nágrannaríkið Moldóvu sömuleiðis og valdið stórfelldu rafmagnsleysi. Eystrasaltsríki lýsa yfir samstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði í tísti í kvöld að hún hefði óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna „árásar Rússa á Pólland“. Vildi hún að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mættu til fundarins. Til greina hljóti að koma að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi. Hef óskað eftir fundi strax í utanríkismálanefnd vegna árásar Rússa á Pólland fyrr í dag. Óskað er eftir að forsætis- og utanríkisráðherra mæti. Samráð við bandamenn okkar er hér lykilatriði. Það hlýtur líka að koma til álita að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) November 15, 2022 Utanríkisráðuneyti Eistlands lýsti áhyggjum af fregnunum af flugskeytunum sem lentu í Póllandi í kvöld. Í tíst sagðist það í nánu samráði við Pólverja og aðra bandamenn. „Eistland er tilbúið að verja hverja einustu örðu af landsvæði NATO. Við stöndum fyllilega með nánu bandalagsríki okkar Póllandi.“ Latest news from Poland is most concerning. We are consulting closely with Poland and other Allies. Estonia is ready to defend every inch of NATO territory. We re in full solidarity with our close ally Poland — Estonian MFA | #StandWithUkraine (@MFAestonia) November 15, 2022 Gitanas Nauséda, forseti Litháens, tók í sama streng í kvöld. Í tísti sagðist hann í nánu sambandi við Pólverja og sagði Litháa standa þétt við bakið á þeim. Concerning news from Poland tonight on at least two explosions.Keeping a close contact with our Polish friends. Lithuania stands in strong solidarity with Poland . Every inch of #NATO territory must be defended!— Gitanas Naus da (@GitanasNauseda) November 15, 2022 Fréttin verður uppfærð. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
AP-fréttastofan hefur eftir háttsettum fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesku flugskeytin hafi farið yfir landamæri Úkraínu og Póllands og orðið tveimur að bana síðdegis. Pólskir fjölmiðlar segja að flugskeytin hafi komið niður á svæði þar sem verið var að þurrka korn í Przewodów nærri landamærunum. Slökkviliðsmenn á vettvangi segja Reuters-fréttastofunni að ekki sé ljóst hvað gerðist en að tveir hafi látist í sprengingu í þorpinu. Piotr Mueller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, vildi ekki staðfesta fregnirnar en sagði að ráðamenn sætu nú neyðarfund. Pólland er í Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu sem pólska stjórnin sendi frá sér kemur fram að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, og Andrzej Duda, forseti, hafi kallað saman fund þjóðaröryggisráðs landsins. Rzecznik rz du @PiotrMuller: W zwi zku z zaistnia sytuacj kryzysow premier @MorawieckiM w porozumieniu z @prezydentpl @AndrzejDuda zarz dzi zwo anie spotkania w @BBN_PL z cz onkami Komitetu do spraw Bezpiecze stwa Narodowego i Spraw Obronnych. pic.twitter.com/w1nfhF1qNI— Kancelaria Premiera (@PremierRP) November 15, 2022 Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem það fullyrti að engu rússneskum vopnum hefði verið beitt nærri landamærum Úkraínu og Póllands. Sakaði það pólsk stjórnvöld um að reyna að stigmagna átökin í Úkraínu. Bandarísk yfirvöld segjast ekki geta staðfest að svo stöddu að flugskeytin hafi verið rússnesk. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýrmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu, fullyrti hins vegar í kvöld að árásin á Pólland hefði ekki verið slys heldur viljandi „kveðja“ frá Rússum, dulbúin sem mistök. Strikes on Poland s territory not an accident, but a deliberately planned "hello" from Russia, disguised as a "mistake". This happens when evil goes unpunished and politicians engage in "pacification" of aggressor. Ru-terrorist regime must be stopped. Condolences to the dead.— (@Podolyak_M) November 15, 2022 Einhverjar umfangsmestu árásir Rússa frá upphafi innrásarinnar Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Margar eldflaugar voru skotnar niður, samkvæmt talsmanni flughers Úkraínu, en margar til viðbótar náðu þó til skotmarka sinna. Fréttaritari BBC segir nokkrar skýringar koma til greina á sprengingunni. Mögulega kunni flugskeyti að hafa bilað þannig að þau fóru af leið eða að úkraínskt loftvarnarkerfi hafi ýtt þeim frá ætluðu skotmarki þeirra. Haft er eftir Kurt Volker, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, að líklega hafi verið um slys að ræða en NATO ætti að krefja Rússa skýringa. Rússnesk flugskeyti eru sögð hafa hæft nágrannaríkið Moldóvu sömuleiðis og valdið stórfelldu rafmagnsleysi. Eystrasaltsríki lýsa yfir samstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði í tísti í kvöld að hún hefði óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna „árásar Rússa á Pólland“. Vildi hún að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mættu til fundarins. Til greina hljóti að koma að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi. Hef óskað eftir fundi strax í utanríkismálanefnd vegna árásar Rússa á Pólland fyrr í dag. Óskað er eftir að forsætis- og utanríkisráðherra mæti. Samráð við bandamenn okkar er hér lykilatriði. Það hlýtur líka að koma til álita að meta stöðu rússneska sendiherrans á Íslandi.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) November 15, 2022 Utanríkisráðuneyti Eistlands lýsti áhyggjum af fregnunum af flugskeytunum sem lentu í Póllandi í kvöld. Í tíst sagðist það í nánu samráði við Pólverja og aðra bandamenn. „Eistland er tilbúið að verja hverja einustu örðu af landsvæði NATO. Við stöndum fyllilega með nánu bandalagsríki okkar Póllandi.“ Latest news from Poland is most concerning. We are consulting closely with Poland and other Allies. Estonia is ready to defend every inch of NATO territory. We re in full solidarity with our close ally Poland — Estonian MFA | #StandWithUkraine (@MFAestonia) November 15, 2022 Gitanas Nauséda, forseti Litháens, tók í sama streng í kvöld. Í tísti sagðist hann í nánu sambandi við Pólverja og sagði Litháa standa þétt við bakið á þeim. Concerning news from Poland tonight on at least two explosions.Keeping a close contact with our Polish friends. Lithuania stands in strong solidarity with Poland . Every inch of #NATO territory must be defended!— Gitanas Naus da (@GitanasNauseda) November 15, 2022 Fréttin verður uppfærð.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira