Lyfjaafgreiðsla í Laugarási í lausu lofti eftir lokun Lyfju Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 14:12 Afgreiðsla Lyfju í Laugarási. Já.is Útibúi Lyfju í Laugarási var lokað um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur óskað eftir því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) taki við lyfjaafgreiðslu en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Íbúar Laugaráss í Bláskógabyggð hafa hingað til getað fengið afgreiðslu lyfja í lyfjaafgreiðslu Lyfju. Lyfjaafgreiðslan var starfrækt á móti húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í sveitarfélaginu. Fjallað var um fyrirhugaða lokun lyfjaafgreiðslunnar hér á Vísi í byrjun október. Þá lýstu bæði sveitarstjórn Bláskógabyggðar og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps yfir áhyggjum sínum vegna áforma Lyfju. Fram kom í fundargerðum sveitarfélaganna að Lyfja leitaðist eftir samningum um að HSU tæki við lyfjaafgreiðslunni. Þann 1. nóvember síðastliðinn var útibúi Lyfju hins vegar lokað, án þess að búið væri að ákveða hver tæki við. Í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá því í síðustu viku segir að lokunin verði að teljast afar slæm fyrir íbúa svæðisins. Þá sé hún ekki til þess fallin að styrkja starfsemi HSU í Laugarási. „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar þessa niðurstöðu, sem veldur miklum vonbrigðum, og hvetur til þess að HSU leiti allra leiða til að fá annað apótek til samstarfs,“ segir í fundargerðinni. Í samtali við fréttastofu segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, að enn hafi ekki náðst samkomulag um hvernig lyfjaafgreiðsla á heilsugæslunni ætti að útfærast. Þá á hún ekki von á að svo verði. „Þetta er ekki okkar rekstur. Auðvitað hörmum það að hafa ekki þessa þjónustu við heilsugæsluna. Það er auðvitað sorglegt. Þetta eru bara aðilar sem reka þetta og taka þessar ákvarðanir. Við höfum lítið um það að segja,“ segir Díana. Bláskógabyggð Heilbrigðismál Lyf Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Íbúar Laugaráss í Bláskógabyggð hafa hingað til getað fengið afgreiðslu lyfja í lyfjaafgreiðslu Lyfju. Lyfjaafgreiðslan var starfrækt á móti húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í sveitarfélaginu. Fjallað var um fyrirhugaða lokun lyfjaafgreiðslunnar hér á Vísi í byrjun október. Þá lýstu bæði sveitarstjórn Bláskógabyggðar og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps yfir áhyggjum sínum vegna áforma Lyfju. Fram kom í fundargerðum sveitarfélaganna að Lyfja leitaðist eftir samningum um að HSU tæki við lyfjaafgreiðslunni. Þann 1. nóvember síðastliðinn var útibúi Lyfju hins vegar lokað, án þess að búið væri að ákveða hver tæki við. Í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá því í síðustu viku segir að lokunin verði að teljast afar slæm fyrir íbúa svæðisins. Þá sé hún ekki til þess fallin að styrkja starfsemi HSU í Laugarási. „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar þessa niðurstöðu, sem veldur miklum vonbrigðum, og hvetur til þess að HSU leiti allra leiða til að fá annað apótek til samstarfs,“ segir í fundargerðinni. Í samtali við fréttastofu segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, að enn hafi ekki náðst samkomulag um hvernig lyfjaafgreiðsla á heilsugæslunni ætti að útfærast. Þá á hún ekki von á að svo verði. „Þetta er ekki okkar rekstur. Auðvitað hörmum það að hafa ekki þessa þjónustu við heilsugæsluna. Það er auðvitað sorglegt. Þetta eru bara aðilar sem reka þetta og taka þessar ákvarðanir. Við höfum lítið um það að segja,“ segir Díana.
Bláskógabyggð Heilbrigðismál Lyf Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent