Innlent

Dæmdur fyrir að kýla starfs­mann borgarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað í ágúst 2021.
Árásin átti sér stað í ágúst 2021. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa slegið starfsmann velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í andlitið þegar sá var við vinnu.

Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, en árásin átti sér stað inni á vinnustað starfsmannsins í ágúst 2021. Segir að maðurinn hafi veitt starfsmanninum hnefahögg í andlitið þannig að hann hafi fallið við og lent á vinstri öxl. Hlaut fórnarlamb árásarinnar sár og mar á neðri vör og mar á öxlinni.

Í dómnum segir að árásin hafi verið tilefnislaus og játaði ákærði skýlaust brot sín. Fresta skal fullnustu refsingarinnar, haldi maðurinn almennt skilorð í þrjú ár.

Manninum var jafnframt gert að greiða sakarkostnað og málsvarnarþóknun til skipaðs verjanda, alls rúmlega 400 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×