Segir Bjarna ekki þora að mæta sér í Kastljósi Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 18:08 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra ekki þora að mæta sér í Kastljósi í kvöld til þess að ræða Íslandsbankaskýrsluna. Hún segir málinu engan veginn vera lokið. Kristrún Frostadóttir segir að til hafi staðið að hún myndi mæta Bjarna Benediktssyni í Kastljósi kvöldsins en í stað þess muni hún mæta þangað ein. „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ segir hún á Facebook. Hún segir Bjarna ekki vilja eiga orðaskipti við formann stjórnarandstöðuflokks um bankasöluna í beinni útsendingu. „Þessu máli er engan veginn lokið,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir skipun rannsóknarnefndar Kristrún ræddi Íslandsbankaskýrsluna við fréttastofu í dag. Hún segir að alltaf hafi legið fyrir að úttekt Ríkisendurskoðunar myndi ekki skera úr um lagalega ábyrgð Bjarna varðandi annmarka á sölu hluta eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Til þess að fá skorið úr um hana þurfi að skipa rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Stjórnarandstaðan hafi þegar kallað eftir því að nefnd verði skipuð til þess að semja skýrslu um lagalega ábyrgð fjármálaráðherra. Segir tekið fast til orða í skýrslunni Kristrún segir hins vegar að fast sé tekið til orða í skýrslu Ríkisendurskoðunar og komist ansi nálægt því að fullyrða að lög hafi verið brotin. Þar komi fram að hæsta mögulega söluverði hafi ekki verið fylgt eftir og að jafnræði fjárfesta hefi ekki verið gætt í ferlinu. Málið snúist um meira en persónur og leikendur Kristrún segir að öll þjóðin sjái að salan á Íslandsbanka sé klúður og einhver verði að sæta ábyrgðar vegna þess. Nauðsynlegt sé að komast að því hvar lagaleg ábyrgð liggi með því að skipa rannsóknarnefnd. „Þetta snýst um miklu meira en persónur og leikendur. Heldur traust til stjórnmálanna og traust líka til fjármálakerfisins. Við erum búin að vinna að því í fjórtán ár að byggja það aftur upp, þannig að þetta er risamál og þessu er alls ekki lokið með þessari skýrslu,“ segir Kristrún. Viðtal við Kristrúnu Frostadóttur má sjá í spilaranum hér að neðan: Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Íslandsbanki Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Kristrún Frostadóttir segir að til hafi staðið að hún myndi mæta Bjarna Benediktssyni í Kastljósi kvöldsins en í stað þess muni hún mæta þangað ein. „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ segir hún á Facebook. Hún segir Bjarna ekki vilja eiga orðaskipti við formann stjórnarandstöðuflokks um bankasöluna í beinni útsendingu. „Þessu máli er engan veginn lokið,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir skipun rannsóknarnefndar Kristrún ræddi Íslandsbankaskýrsluna við fréttastofu í dag. Hún segir að alltaf hafi legið fyrir að úttekt Ríkisendurskoðunar myndi ekki skera úr um lagalega ábyrgð Bjarna varðandi annmarka á sölu hluta eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Til þess að fá skorið úr um hana þurfi að skipa rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Stjórnarandstaðan hafi þegar kallað eftir því að nefnd verði skipuð til þess að semja skýrslu um lagalega ábyrgð fjármálaráðherra. Segir tekið fast til orða í skýrslunni Kristrún segir hins vegar að fast sé tekið til orða í skýrslu Ríkisendurskoðunar og komist ansi nálægt því að fullyrða að lög hafi verið brotin. Þar komi fram að hæsta mögulega söluverði hafi ekki verið fylgt eftir og að jafnræði fjárfesta hefi ekki verið gætt í ferlinu. Málið snúist um meira en persónur og leikendur Kristrún segir að öll þjóðin sjái að salan á Íslandsbanka sé klúður og einhver verði að sæta ábyrgðar vegna þess. Nauðsynlegt sé að komast að því hvar lagaleg ábyrgð liggi með því að skipa rannsóknarnefnd. „Þetta snýst um miklu meira en persónur og leikendur. Heldur traust til stjórnmálanna og traust líka til fjármálakerfisins. Við erum búin að vinna að því í fjórtán ár að byggja það aftur upp, þannig að þetta er risamál og þessu er alls ekki lokið með þessari skýrslu,“ segir Kristrún. Viðtal við Kristrúnu Frostadóttur má sjá í spilaranum hér að neðan:
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Íslandsbanki Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira