Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 15:34 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í morgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla í gær. Bankasýsla ríkisins sá um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í lokuðu útboði til svokallaðra hæfra fjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu. Bjarni ræddi skýrsluna í viðtali við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í Alþingishúsinu í dag. „Fyrstu viðbrögð eru þau að það er gott að hafa loksins fengið skýrsluna. Það eru fjölmargar ábendingar í skýrslunni sem að við hljótum að taka til okkar og meta, til dæmis varðandi framhaldið,“ sagði Bjarni. Aðspurður um það sem fram kom í skýrslunni um að mögulega hafi ríkissjóður getað fengið hærra verð fyrir hlut sinn í Íslandsbanka í útboðinu, vísaði Bjarni til þess að það væri ekki svo að verðið eitt réði förinni. „Ég er bara algjörlega ósammála því að lög setji svo slík skilyrði við söluna að það eitt eigi að trompa öll önnur markmið stjórnvalda. Við vorum skýr við öllu samtali við þingið og höfum verið opin með það nákvæmlega hvernig við erum að vega og meta þessu atriði saman, að verðið eitt og sér var ekki ráðandi og trompaði öll sjónarsmið sem við erum að vinna að,“ sagði Bjarni. Bíður eftir ábendingum þingsins Hann segist ætla sér að axla ábyrgð á málinu með því að hlusta eftir ábendingum og leggja til breytingar á söluferlinu, en íslenska ríkið á enn stóran hlut í Íslandsbanka. „Við tökum ábyrgð á þessu máli með því að leggja til breytingar á sölufyrirkomulaginu. Hlusta eftir ábendingum sem að koma fram í þessari skýrslu og hafa birst í umræðu. Nú er þessi skýrsla komin til þingsins til þess að fá meðferð þannig að ég bíð auðvitað eftir niðurstöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, ábendingum sem kunna að koma frá þinginu um atriði sem við ættum að skoða til lengri tíma litið,“ sagði Bjarni. Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði kölluð saman til að fara nánar ofan í saumana á málinu. Bjarni telur hins vegar að ekki sé þörf á því en segir að slíkar beiðnir komi ekki á óvart. „Ég hefði getað skrifað þessa frétt fyrir þig fyrir einhverjum dögum að þetta yrði sagt. En staðreyndin er sú að það eru ekki neinar vísbendingar um alvarleg brot, lögbrot, í þessari skýrslu. Svo sannarlega ekki hjá fjármálaráðuneytinu. Síðan eru að öðru leyti bara margvíslegar ábendingar um það sem betur hefði mátt fara. Svona rannsóknarnefndir hefur Alþingi sem úrræði þegar menn sjá fyrir sér að það sé rökstuddur grunur um að menn hafi farið á svig við lög og það hafi orðið af því mikið tjón fyrir einhvern eða einhverja stærri almannahagsmuni. Ég bara sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn,“ sagði Bjarni. Sér engar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot Aðspurður um hvort að Bjarni væri sáttur við niðurstöðu úttektarinnar, sagðist Bjarni ánægður með að vera kominn með hana í hendurnar. „Við munum fara ofan í sauma á þessum ábendingum sem má finna í skýrslunni. Það þarf að fara vandlega yfir þessa þætti sem þarf að ræða. Við munum hlusta eftir því sem eða við getum tekið til okkar. Ég sé engar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í þessari skýrslu. Það finnst mér nú vera stærsta atriðið. Varðandi málið að öðru leyti þá get ég bara ítrekað það sem ég hef sagt hingað til, ég er mjög ánægður með það hvert við erum komin með það að losa ríkið út úr Íslandsbanka.“ Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. 14. nóvember 2022 12:15 Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í morgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla í gær. Bankasýsla ríkisins sá um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í lokuðu útboði til svokallaðra hæfra fjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu. Bjarni ræddi skýrsluna í viðtali við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í Alþingishúsinu í dag. „Fyrstu viðbrögð eru þau að það er gott að hafa loksins fengið skýrsluna. Það eru fjölmargar ábendingar í skýrslunni sem að við hljótum að taka til okkar og meta, til dæmis varðandi framhaldið,“ sagði Bjarni. Aðspurður um það sem fram kom í skýrslunni um að mögulega hafi ríkissjóður getað fengið hærra verð fyrir hlut sinn í Íslandsbanka í útboðinu, vísaði Bjarni til þess að það væri ekki svo að verðið eitt réði förinni. „Ég er bara algjörlega ósammála því að lög setji svo slík skilyrði við söluna að það eitt eigi að trompa öll önnur markmið stjórnvalda. Við vorum skýr við öllu samtali við þingið og höfum verið opin með það nákvæmlega hvernig við erum að vega og meta þessu atriði saman, að verðið eitt og sér var ekki ráðandi og trompaði öll sjónarsmið sem við erum að vinna að,“ sagði Bjarni. Bíður eftir ábendingum þingsins Hann segist ætla sér að axla ábyrgð á málinu með því að hlusta eftir ábendingum og leggja til breytingar á söluferlinu, en íslenska ríkið á enn stóran hlut í Íslandsbanka. „Við tökum ábyrgð á þessu máli með því að leggja til breytingar á sölufyrirkomulaginu. Hlusta eftir ábendingum sem að koma fram í þessari skýrslu og hafa birst í umræðu. Nú er þessi skýrsla komin til þingsins til þess að fá meðferð þannig að ég bíð auðvitað eftir niðurstöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, ábendingum sem kunna að koma frá þinginu um atriði sem við ættum að skoða til lengri tíma litið,“ sagði Bjarni. Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði kölluð saman til að fara nánar ofan í saumana á málinu. Bjarni telur hins vegar að ekki sé þörf á því en segir að slíkar beiðnir komi ekki á óvart. „Ég hefði getað skrifað þessa frétt fyrir þig fyrir einhverjum dögum að þetta yrði sagt. En staðreyndin er sú að það eru ekki neinar vísbendingar um alvarleg brot, lögbrot, í þessari skýrslu. Svo sannarlega ekki hjá fjármálaráðuneytinu. Síðan eru að öðru leyti bara margvíslegar ábendingar um það sem betur hefði mátt fara. Svona rannsóknarnefndir hefur Alþingi sem úrræði þegar menn sjá fyrir sér að það sé rökstuddur grunur um að menn hafi farið á svig við lög og það hafi orðið af því mikið tjón fyrir einhvern eða einhverja stærri almannahagsmuni. Ég bara sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn,“ sagði Bjarni. Sér engar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot Aðspurður um hvort að Bjarni væri sáttur við niðurstöðu úttektarinnar, sagðist Bjarni ánægður með að vera kominn með hana í hendurnar. „Við munum fara ofan í sauma á þessum ábendingum sem má finna í skýrslunni. Það þarf að fara vandlega yfir þessa þætti sem þarf að ræða. Við munum hlusta eftir því sem eða við getum tekið til okkar. Ég sé engar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í þessari skýrslu. Það finnst mér nú vera stærsta atriðið. Varðandi málið að öðru leyti þá get ég bara ítrekað það sem ég hef sagt hingað til, ég er mjög ánægður með það hvert við erum komin með það að losa ríkið út úr Íslandsbanka.“
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. 14. nóvember 2022 12:15 Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. 14. nóvember 2022 12:15
Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09
Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44