Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2022 14:09 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Stjórnarandstæðingar sæta nú færis og hella sér yfir ríkisstjórnina og ríkisstjórnarsamstarfið í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðanda. vísir/vilhelm Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Lausleg athugun leiðir í ljós að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar; Vg-liðar, Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn eru venju fremur þöglir. Þeir hafa að því er virðist sáralítinn sem engan áhuga á því að viðra skoðanir sínar á skýrslunni. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar sæta hins vegar færis. Hversu mikla spillingu mannskepnan þolir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, kemur úr þeirri áttinni; einn þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni. Að hætti hússins: „Félagssálfræðileg tilraun á landsmönnum heldur áfram, um hversu mikið þol mannskepnan hefur fyrir vanhæfni og spillingu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Smári sem á ekki í nokkrum vandræðum með að greina efni skýrslunnar og túlka. Gunnar Smári Egilsson er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.vísir/vilhelm Gunnar Smári segir kerfið er þannig að þeir sem sýnt hafa mikið þol gagnvart spillingu færist upp í Framsókn eða Vg. „Þau sem virðast njóta spillingar og telja fúsk til eftirbreytni færast alla leið upp í Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup eru 24% landsmanna gerspillt og 22% til viðbótar láta sér hana vel lynda.“ Gunnar Smári segir afstöðu Vg-fólks magnaða: „Ég er á móti spillingu en ég styð hana til valda ef ég fæ að vera inn í herberginu þegar spillingarmennirnir skipta góssinu sín á milli.“ Hver græðir á lekanum? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kemur inn á einn þátt málsins er varðar leka skýrslunnar til fjölmiðla sem hefur verið til umfjöllunar í morgun. Það er áður en skýrslan kom til umfjöllunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Við skulum öll vera meðvituð um að það er bara einn stjórnmálamaður sem hefur hag af því að leka bankaskýrslunni fyrir kynningu Ríkisendurskoðunar sólarhringi seinna,“ segir Helga Vala á Twitter. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur reyndar minna en ekkert fyrir þennan trúnað og þennan umrædda leka. „Æi, þetta er nú ekkert rosalegur trúnaður. Þessi „trúnaður“ var settur upp fyrir þingmenn þannig að það væri ekki verið að reka hljóðnema upp í andlitið á þeim áður en þau hefðu tækifæri til þess að lesa skýrsluna.“ Björn Leví segir að áður fyrr hafi ríkisendurskoðun einfaldlega birt skýrslur opinberlega og það strax þegar þær voru tilbúnar. „Þannig að þetta er óttarlegt væl í forseta þingsins þarna. Ég hef ekki orðið mikið var við fréttir með viðtölum við ólesna þingmenn hvort sem er,“ segir Björn Leví og vísar í frétt Morgunblaðsins þar sem Birgir Ármannsson forseti þingsins segir trúnaðarrof á þingi mikil vonbrigði. „Við þurfum að læra af þessu“ Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, þjófstartaði fyrirsjáanlegri umræðunni í gærkvöldi þegar hann sagði: „Skýrslan um Íslandsbankasöluna verður birt á morgun. Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi munu segja í einum kór: „Við þurfum öll að læra af þessu.“ Svo verður skipaður starfshópur um verklagsreglur. Ókei, búið.“ Illugi tók svo upp þráðinn í morgun og sagði meðal annars: „Bjarna Benediktssyni var falið það verkefni að selja hluta ríkisins í Íslandsbanka. Honum mátti vera ljóst hve gríðarlega mikilvægt væri að óaðfinnanlega tækist til (burtséð frá því hvort við vorum sammála því að selja eða ekki). En Bjarni klúðraði því. Hann klúðraði því algjörlega og á öllum sviðum.“ Illugi Jökulsson spáir afsökunarbeiðni, yfirlýsingu um að læra af málinu og svo verði skipaður starfshópur.Vísir/Vilhelm Skýrslan verður kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag en ráðgert er að málið verði tekið til umræðu á þinginu á morgun. Nú eftir klukkustund mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mæta óvænta í dagskrárlið þingsins sem heitir óundirbúnar fyrirspurnir. Sú tilkynning kom ýmsum þingmönnum á óvart því ekki hafi staðið til að hann yrði neitt í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins í þessari viku. En víst er að Bjarni stendur nú í ströngu og reynir allt hvað af tekur að slökkva elda sem nú loga vegna skýrslunnar. Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Lausleg athugun leiðir í ljós að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar; Vg-liðar, Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn eru venju fremur þöglir. Þeir hafa að því er virðist sáralítinn sem engan áhuga á því að viðra skoðanir sínar á skýrslunni. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar sæta hins vegar færis. Hversu mikla spillingu mannskepnan þolir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, kemur úr þeirri áttinni; einn þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni. Að hætti hússins: „Félagssálfræðileg tilraun á landsmönnum heldur áfram, um hversu mikið þol mannskepnan hefur fyrir vanhæfni og spillingu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Smári sem á ekki í nokkrum vandræðum með að greina efni skýrslunnar og túlka. Gunnar Smári Egilsson er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.vísir/vilhelm Gunnar Smári segir kerfið er þannig að þeir sem sýnt hafa mikið þol gagnvart spillingu færist upp í Framsókn eða Vg. „Þau sem virðast njóta spillingar og telja fúsk til eftirbreytni færast alla leið upp í Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup eru 24% landsmanna gerspillt og 22% til viðbótar láta sér hana vel lynda.“ Gunnar Smári segir afstöðu Vg-fólks magnaða: „Ég er á móti spillingu en ég styð hana til valda ef ég fæ að vera inn í herberginu þegar spillingarmennirnir skipta góssinu sín á milli.“ Hver græðir á lekanum? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kemur inn á einn þátt málsins er varðar leka skýrslunnar til fjölmiðla sem hefur verið til umfjöllunar í morgun. Það er áður en skýrslan kom til umfjöllunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Við skulum öll vera meðvituð um að það er bara einn stjórnmálamaður sem hefur hag af því að leka bankaskýrslunni fyrir kynningu Ríkisendurskoðunar sólarhringi seinna,“ segir Helga Vala á Twitter. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur reyndar minna en ekkert fyrir þennan trúnað og þennan umrædda leka. „Æi, þetta er nú ekkert rosalegur trúnaður. Þessi „trúnaður“ var settur upp fyrir þingmenn þannig að það væri ekki verið að reka hljóðnema upp í andlitið á þeim áður en þau hefðu tækifæri til þess að lesa skýrsluna.“ Björn Leví segir að áður fyrr hafi ríkisendurskoðun einfaldlega birt skýrslur opinberlega og það strax þegar þær voru tilbúnar. „Þannig að þetta er óttarlegt væl í forseta þingsins þarna. Ég hef ekki orðið mikið var við fréttir með viðtölum við ólesna þingmenn hvort sem er,“ segir Björn Leví og vísar í frétt Morgunblaðsins þar sem Birgir Ármannsson forseti þingsins segir trúnaðarrof á þingi mikil vonbrigði. „Við þurfum að læra af þessu“ Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, þjófstartaði fyrirsjáanlegri umræðunni í gærkvöldi þegar hann sagði: „Skýrslan um Íslandsbankasöluna verður birt á morgun. Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi munu segja í einum kór: „Við þurfum öll að læra af þessu.“ Svo verður skipaður starfshópur um verklagsreglur. Ókei, búið.“ Illugi tók svo upp þráðinn í morgun og sagði meðal annars: „Bjarna Benediktssyni var falið það verkefni að selja hluta ríkisins í Íslandsbanka. Honum mátti vera ljóst hve gríðarlega mikilvægt væri að óaðfinnanlega tækist til (burtséð frá því hvort við vorum sammála því að selja eða ekki). En Bjarni klúðraði því. Hann klúðraði því algjörlega og á öllum sviðum.“ Illugi Jökulsson spáir afsökunarbeiðni, yfirlýsingu um að læra af málinu og svo verði skipaður starfshópur.Vísir/Vilhelm Skýrslan verður kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag en ráðgert er að málið verði tekið til umræðu á þinginu á morgun. Nú eftir klukkustund mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mæta óvænta í dagskrárlið þingsins sem heitir óundirbúnar fyrirspurnir. Sú tilkynning kom ýmsum þingmönnum á óvart því ekki hafi staðið til að hann yrði neitt í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins í þessari viku. En víst er að Bjarni stendur nú í ströngu og reynir allt hvað af tekur að slökkva elda sem nú loga vegna skýrslunnar.
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. 14. nóvember 2022 12:05
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44
Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18