Kristrún telur næsta víst að sleifarlag Bjarna hafi skaðað hagsmuni almennings Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2022 11:36 Kristrún Frostadóttir telur skýrslu Ríkisendurskoðunar staðfesta að verulega illa hafi verið staðið að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Fyrstu viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, við svartri skýrslu Ríkisendurskoðanda um Íslandsbankasöluna, eru þau að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hljóti að bera alla ábyrgð á málinu. „Ábyrgðin er ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er áfellisdómur yfir verklagi ráðherra við sölu Íslandsbanka. Hún staðfestir það sem við bentum á í vor,“ segir Kristrún í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Það bendir allt til þess að lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi ekki verið fylgt — um hæsta verð og jafnræði. Ráðherra átti að tryggja að þessum markmiðum væri náð, en þar brást hann,“ segir Kristrún. Henni þykir einsýnt að skýrslan sé svört og Bjarni hljóti að sitja uppi með þennan Svarta-Pétur. „Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar kann sleifarlag ráðherra að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Og jafnræðis var ekki gætt. Fyrir vikið er traust til stjórnvalda og til fjármálakerfisins laskað. Það er alvarlegt.“ Kristrún segir að vænta megi frekari viðbragða frá henni vegna málsins. „Við þurfum tíma til að fara yfir skýrsluna og leggja mat á stöðuna. En það er alveg ljóst að þessu máli er ekki lokið.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Íslandsbanki Tengdar fréttir Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18 Bankasýslan bregst við Íslandsbankaskýrslunni: Framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 13. nóvember 2022 20:53 Forseti Alþingis segir vonbrigði að skýrslunni hafi verið lekið „Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli hafa verið hægt að tryggja trúnað á þessari skýrslu í rétt rúman sólarhring,“ sagði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær. 14. nóvember 2022 06:55 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Ábyrgðin er ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er áfellisdómur yfir verklagi ráðherra við sölu Íslandsbanka. Hún staðfestir það sem við bentum á í vor,“ segir Kristrún í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Það bendir allt til þess að lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi ekki verið fylgt — um hæsta verð og jafnræði. Ráðherra átti að tryggja að þessum markmiðum væri náð, en þar brást hann,“ segir Kristrún. Henni þykir einsýnt að skýrslan sé svört og Bjarni hljóti að sitja uppi með þennan Svarta-Pétur. „Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar kann sleifarlag ráðherra að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Og jafnræðis var ekki gætt. Fyrir vikið er traust til stjórnvalda og til fjármálakerfisins laskað. Það er alvarlegt.“ Kristrún segir að vænta megi frekari viðbragða frá henni vegna málsins. „Við þurfum tíma til að fara yfir skýrsluna og leggja mat á stöðuna. En það er alveg ljóst að þessu máli er ekki lokið.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Íslandsbanki Tengdar fréttir Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18 Bankasýslan bregst við Íslandsbankaskýrslunni: Framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 13. nóvember 2022 20:53 Forseti Alþingis segir vonbrigði að skýrslunni hafi verið lekið „Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli hafa verið hægt að tryggja trúnað á þessari skýrslu í rétt rúman sólarhring,“ sagði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær. 14. nóvember 2022 06:55 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Skýrslan birt fyrr vegna lekans í gær Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur verið birt á vef embættisins. 14. nóvember 2022 08:18
Bankasýslan bregst við Íslandsbankaskýrslunni: Framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 13. nóvember 2022 20:53
Forseti Alþingis segir vonbrigði að skýrslunni hafi verið lekið „Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli hafa verið hægt að tryggja trúnað á þessari skýrslu í rétt rúman sólarhring,“ sagði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gær. 14. nóvember 2022 06:55
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44