Það er í okkar höndum að skapa framtíðina Nótt Thorberg skrifar 14. nóvember 2022 11:00 Þjóðir heims hittast nú á loftslagsráðstefnu COP27 í Egyptalandi og halda vinnuþing um hvernig við getum tekist á við loftslagsvána. Auk samninganefndar Íslands sækja ráðstefnuna fulltrúar úr atvinnulífinu sem láta sér loftslagsmál varða enda verður atvinnulífið drifkraftur í því að móta og innleiða grænar og sjálfbærar lausnir til framtíðar. Það er alveg ljóst að staðan í loftslagsmálum er grafalvarleg. Við sjáum fréttir af flóðum, fellibyljum, þurrkum og ofsaveðrum sem hafa gríðarlegar afleiðingar um heim allan. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 er markmiðið að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 1,5 gráður. Allt bendir hins vegar til þess að þær aðgerðir sem þjóðir heims hafi gripið til séu ekki nóg og að hlýnun jarðar stefni í allt að 3 gráður verði haldið áfram á sömu braut. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að þjóðir heims grípi til enn frekari aðgerða og á það við um Ísland líka. Við Íslendingar njótum ákveðinna forréttinda þar sem við hitum húsin okkar og fáum rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er þannig forystuþjóð þegar að kemur að sjálfbærni og nýtingu sjálfbærra endurnýjanlegra orkugjafa og því horfa þjóðir heims á okkur sem fyrirmynd og þá sérstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Það er einmitt þessi eftirsóknarverða sérstaða Íslands sem ætti að drífa okkur áfram í að leggja allt kapp á loftlagsmálin til framtíðar og hlúa að lífsgæðum okkar og jarðarbúa. Við búum að ómetanlegri reynslu sem við getum miðlað til alþjóðasamfélagsins, byggjum á góðum grunni og með hugrekki og hugsjón að leiðarljósi getum við farið alla leið og gott betur. Nú er einmitt tækifærið að efla enn frekar sérstöðu Íslands í stað þess að eiga þess á hættu að hellast aftur úr með tilheyrandi kostnaði og hliðaráhrifum. Verðum að gefa verulega í Ísland hefur sett sér sjálfstætt landsmarkmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 55% fyrir 2030 miðað við 2005. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040 og auk þess hefur ríkisstjórnin sett markmið um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti sama ár. Hins vegar var samdráttur í losun sem er á beinni ábyrgð Íslands árið 2021 eingöngu kominn í 12% en næstu sjö árin ætlum við að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna. Við verðum því að gefa verulega í. Stærsta verkefnið framundan eru orkuskipti í samgöngum á landi, sjó og í flugi. Orkuskiptin eru nauðsynleg til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og með þeim skiptum við öllu innfluttu jarðefnaeldsneyti út fyrir innlenda sjálfbæra orkugjafa. Fáar þjóðir búa við eins mikinn stöðugleika og Íslendingar en tækifærið felst einmitt í því að auka enn orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands með því að taka orkuskipti Íslands alla leið. Nýsköpun, rannsóknir og þróun gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að finna lausnir á loftlagsvandanum. Fjárfestingar nú í grænum lausnum munu skila sér margfalt til framtíðar og það er mikil framsýni og kraftur í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki um allt land eru byrjuð að mæla losun, setja sér markmið, kortleggja og innleiða aðgerðir og fylgja eftir. Þar mun krafturinn aukast á næstu árum og fleiri eiga eftir að bætast við. Áform umhverfis-, orku- og loftlagsmálaráðherra og atvinnulífsins um geiraskipt loftslagsmarkmið að norrænni fyrirmynd til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er jafnframt skref í rétta átt. Þá er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld styðji vel við, leggi fram rétta hvata og ryðji úr vegi hindrunum svo hraða megi innleiðingu nýrra grænna lausna. Við vitum hvert skal stefna. Það er í okkar höndum að skapa nýja framtíð og fjárfesta í henni. Þar þurfum við að vera stórhuga og ganga fram af krafti og aldrei missa sjónar af því að umskiptin verði réttlát og sjálfbær. Með öflugu samtali og samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og samfélags náum við raunverulegum árangri til framtíðar. Nótt Thorberg Forstöðumaður Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Nótt Thorberg Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þjóðir heims hittast nú á loftslagsráðstefnu COP27 í Egyptalandi og halda vinnuþing um hvernig við getum tekist á við loftslagsvána. Auk samninganefndar Íslands sækja ráðstefnuna fulltrúar úr atvinnulífinu sem láta sér loftslagsmál varða enda verður atvinnulífið drifkraftur í því að móta og innleiða grænar og sjálfbærar lausnir til framtíðar. Það er alveg ljóst að staðan í loftslagsmálum er grafalvarleg. Við sjáum fréttir af flóðum, fellibyljum, þurrkum og ofsaveðrum sem hafa gríðarlegar afleiðingar um heim allan. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 er markmiðið að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 1,5 gráður. Allt bendir hins vegar til þess að þær aðgerðir sem þjóðir heims hafi gripið til séu ekki nóg og að hlýnun jarðar stefni í allt að 3 gráður verði haldið áfram á sömu braut. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að þjóðir heims grípi til enn frekari aðgerða og á það við um Ísland líka. Við Íslendingar njótum ákveðinna forréttinda þar sem við hitum húsin okkar og fáum rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er þannig forystuþjóð þegar að kemur að sjálfbærni og nýtingu sjálfbærra endurnýjanlegra orkugjafa og því horfa þjóðir heims á okkur sem fyrirmynd og þá sérstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Það er einmitt þessi eftirsóknarverða sérstaða Íslands sem ætti að drífa okkur áfram í að leggja allt kapp á loftlagsmálin til framtíðar og hlúa að lífsgæðum okkar og jarðarbúa. Við búum að ómetanlegri reynslu sem við getum miðlað til alþjóðasamfélagsins, byggjum á góðum grunni og með hugrekki og hugsjón að leiðarljósi getum við farið alla leið og gott betur. Nú er einmitt tækifærið að efla enn frekar sérstöðu Íslands í stað þess að eiga þess á hættu að hellast aftur úr með tilheyrandi kostnaði og hliðaráhrifum. Verðum að gefa verulega í Ísland hefur sett sér sjálfstætt landsmarkmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 55% fyrir 2030 miðað við 2005. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040 og auk þess hefur ríkisstjórnin sett markmið um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti sama ár. Hins vegar var samdráttur í losun sem er á beinni ábyrgð Íslands árið 2021 eingöngu kominn í 12% en næstu sjö árin ætlum við að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna. Við verðum því að gefa verulega í. Stærsta verkefnið framundan eru orkuskipti í samgöngum á landi, sjó og í flugi. Orkuskiptin eru nauðsynleg til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og með þeim skiptum við öllu innfluttu jarðefnaeldsneyti út fyrir innlenda sjálfbæra orkugjafa. Fáar þjóðir búa við eins mikinn stöðugleika og Íslendingar en tækifærið felst einmitt í því að auka enn orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands með því að taka orkuskipti Íslands alla leið. Nýsköpun, rannsóknir og þróun gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að finna lausnir á loftlagsvandanum. Fjárfestingar nú í grænum lausnum munu skila sér margfalt til framtíðar og það er mikil framsýni og kraftur í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki um allt land eru byrjuð að mæla losun, setja sér markmið, kortleggja og innleiða aðgerðir og fylgja eftir. Þar mun krafturinn aukast á næstu árum og fleiri eiga eftir að bætast við. Áform umhverfis-, orku- og loftlagsmálaráðherra og atvinnulífsins um geiraskipt loftslagsmarkmið að norrænni fyrirmynd til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er jafnframt skref í rétta átt. Þá er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld styðji vel við, leggi fram rétta hvata og ryðji úr vegi hindrunum svo hraða megi innleiðingu nýrra grænna lausna. Við vitum hvert skal stefna. Það er í okkar höndum að skapa nýja framtíð og fjárfesta í henni. Þar þurfum við að vera stórhuga og ganga fram af krafti og aldrei missa sjónar af því að umskiptin verði réttlát og sjálfbær. Með öflugu samtali og samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og samfélags náum við raunverulegum árangri til framtíðar. Nótt Thorberg Forstöðumaður Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun