Bankasýslan bregst við Íslandsbankaskýrslunni: Framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2022 20:53 Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins. Stöð 2/Rúnar Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Íslandsbankaskýrslunnar svokölluðu hefur verið beðið síðan í júní síðastliðnum, þegar hún átti upphaflega að líta dagsins ljós. Nú hefur Ríkisendurskoðun lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Fréttastofa hefur hana undir höndum. Í skýrslunni eru settar fram ábendingar í fimm liðum. Sú fyrsta er að öflugan ríkisaðila þurfi til þess að fylgja eftir eigendastefnuríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Í viðbrögðum Bankasýslunnar kemur fram að hún fallist á þá ábendingu. Hins vegar segir að starfsmenn Bankasýslunnar hafi í senn haldgóða háskólamenntun á sínum sérfræðisviðum sem og mikla reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og af störfum á fjármálamarkaði, hérlendis og erlendis. „Benda má á að stofnunin hefur þrisvar sinnum selt eignarhluti í fjármálafyrirtækjum með þremur mismunandi aðferðum og aflað þannig ríkissjóði rúmlega 130 ma. kr. Þá hefur stofnunin leitt sameiningar fjögurra sparisjóða inn í Landsbankann hf.,“ segir Bankasýslan. Þá segir að í skýrslu drögunum hafi ekki komið fram hvaða atriði eða ákvarðanir í ferlinu hafi ekki verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Því skorti tengsl á milli efnislegrar umfjöllunar um hlutverk og ákvarðanir stjórnvalda og hvað hafi farið úrskeiðis í ferlinu að því leyti. Telur sig hafa upplýst þingnefndir með fullnægjandi hætti Önnur ábending Ríkisendurskoðunar snýr að því að tryggja þurfi fullnægjandi upplýsingagjöf og gagnsæi gagnvart þeim þingnefndum sem fjalla um fyrirhugaðar sölur á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. „Bankasýsla ríkisins tekur undir þessa ábendingu, enda telur stofnunin sig hafa upplýst þingnefndir með fullnægjandi hætti í ferlinu eins og gögn málsins benda til og bent hefur verið á í athugasemdum. Stofnunin áréttar að framkvæmd sölunnar 21.–23. mars sl. var með nákvæmlega sama hætti og henni var lýst í minnisblaði stofnunarinnar þann 20. janúar sl. og í kynningum fyrir þingnefndir þann 21. og 24. febrúar sl., eins og nánar hefur verið rakið hér að framan,“ segir í viðbrögðum Bankasýslunnar við ábendingunni. Verkefnið frábrugðið öðrum verkefnum ríkisins Því næst bendir Ríkisendurskoðun á að tryggja þurfi eftir fremsta megni að hlutlægni sé gætt við ákvarðanatöku við sölu á eignarhlutum ríkisins og að mat við úrlausn söluferla hvíli sem minnst á huglægum forsendum. Í því sambandi þurfi að gæta þess að viðmið um matskennda þætti séu skýr frá upphafi og eigi tilhlýðilega lagastoð. Bankasýslan tekur undir þau sjónarmið, enda hafi hafi ákvarðanir hennar verið vel rökstuddar með vísan í öll viðeigandi lög, eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki og ákvörðun fjármálaráðherra um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Aftur á móti verður jafnframt að hafa í huga, eins og ítarlega hefur verið rakið í athugasemdum stofnunarinnar, að þegar ráðist er í sölu á hlutum í skráðu félagi, og þá sérstaklega þegar óvissa ríkir á fjármálamörkuðum, er eðli þeirra verkefna sem um ræðir þannig að ógerlegt er að vita það fyrir fram hvaða þættir verði veigameiri en aðrir í endanlegri ákvörðun um útboðsverð, útboðsmagn og úthlutun til fjárfesta. Að því leyti er verkefnið frábrugðið mörgum öðrum verkefnum hins opinbera, m.a. þar sem um er að ræða hefðbundna sölu á eignum ríkisins,“ segir Bankasýslan. Fallast ekki á að gæta þurfi að hægt sé að skoða ákvarðanir eftir á Fjórða ábending Ríkisendurskoðunar snýr að mikilvægi þess að ákvarðanir séu skjalfestar og gagnsæi tryggt. Þar segir meðal annars að gæta þurfi að því að hægt sé að prófa ákvarðanir og framkvæmd sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eftir á, bæði af almenningi og viðeigandi eftirlitsaðilum. Bankasýslan kveðst ekki geta tekið undir það með Ríkisendurskoðun og segir að texti hljóti að hafa misritast. Að öðru leyti tekur Bankasýslan undir þau sjónarmið að almennt sé mikilvægt að tryggja skráningu og gagnsæi í slíku söluferli. Slíkt sé ekki eingöngu í samræmi við góða stjórnsýsluhætti heldur byggi jafnframt á lögum. Sú hafi raunin verið í tilviki sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bankasýslan hafi bent á á að framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur sem um hana gilda sem og lýsingu þar að lútandi í minnisblaði Bankasýslu ríkisins til fjármála- og efnahagsráðherra, greinargerð ráðherra, og í kynningum Bankasýslu ríkisins fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd sem og ákvörðun ráðherra. „Þá voru endanlegt söluverð og stærð eignarhlutarins ákveðin af ráðherra að undangengnu rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins, samanber ákvæði laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, eftir að markaðsverðs var leitað, meðal annars í kjölfar markaðsþreifinga, samanber ákvæði laga um aðgerðir gegn markaðssvikum. Þetta kom fram í svörum Bankasýslu ríkisins til Ríkisendurskoðunar,“ segir Bankasýslan. Gættu í hvívetna að viðhafa góða viðskiptahætti Bankasýslan segir að við framkvæmd sölunnar hafi þess verið gætt í hvívetna að viðhafa góða viðskiptahætti, samanber ákvæði laga um Bankasýsluna og viðteknar venjur á verðbréfamörkuðum. „Staðreynd málsins er sú að Bankasýsla ríkisins hefur með málefnalegum rökum og vísan til gagna rökstutt sérhverja ákvörðun sem tekin var í söluferlinu. Lengra verður vart gengið í kröfum um ex post facto prófun og gagnsæi,“ segir Bankasýslan. Ex post facto prófun þýðir á íslensku prófun eftir á. Lagði sérstaka áherslu á orðspor ríkisins Að lokum benti Ríkisendurskoðun á að mikilvægt væri að fyrirbyggja hagsmunaárekstra og orðsporsáhættu. Við sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtæki geti sú tilhögun að viðkomandi fyrirtæki komi með beinum hætti að sölunni (sem umsjónaraðili, söluráðgjafi eða söluaðili) verið til þess fallin að grafa undan vægi lögbundinna sjónarmiða um jafnræði og hlutlægni. Áhætta vegna hagsmunaárekstra aukist sem og orðsporsáhætta ríkisins. Bankasýslan tekur undir þetta, enda hafi hún í allri sinni framkvæmd lagt sérstaka áherslu á orðspor íslenska ríkisins sem eiganda og seljanda í þeim útboðum sem stofnunin hefur séð um fyrir hönd ráðherra, eins og nánar hefur verið rakið í athugasemdum stofnunarinnar af þessu tilefni. „Bankasýsla ríkisins tekur einnig undir að fyrirbyggja þurfi hagsmunaárekstra og má til viðbótar við þær röksemdir sem hér hafa verið raktar benda á að hún fékk til starfa sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við úrlausn verkefnisins,“ segir Bankasýslan að lokum. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbankaskýrslunni enn og aftur frestað Afhendingu á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið frestað á ný. Til stóð að afhenda skýrsluna fyrir helgi en ekkert verður úr því. 31. október 2022 12:40 Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Íslandsbanka Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. 27. október 2022 20:58 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslandsbankaskýrslunnar svokölluðu hefur verið beðið síðan í júní síðastliðnum, þegar hún átti upphaflega að líta dagsins ljós. Nú hefur Ríkisendurskoðun lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Fréttastofa hefur hana undir höndum. Í skýrslunni eru settar fram ábendingar í fimm liðum. Sú fyrsta er að öflugan ríkisaðila þurfi til þess að fylgja eftir eigendastefnuríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Í viðbrögðum Bankasýslunnar kemur fram að hún fallist á þá ábendingu. Hins vegar segir að starfsmenn Bankasýslunnar hafi í senn haldgóða háskólamenntun á sínum sérfræðisviðum sem og mikla reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og af störfum á fjármálamarkaði, hérlendis og erlendis. „Benda má á að stofnunin hefur þrisvar sinnum selt eignarhluti í fjármálafyrirtækjum með þremur mismunandi aðferðum og aflað þannig ríkissjóði rúmlega 130 ma. kr. Þá hefur stofnunin leitt sameiningar fjögurra sparisjóða inn í Landsbankann hf.,“ segir Bankasýslan. Þá segir að í skýrslu drögunum hafi ekki komið fram hvaða atriði eða ákvarðanir í ferlinu hafi ekki verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Því skorti tengsl á milli efnislegrar umfjöllunar um hlutverk og ákvarðanir stjórnvalda og hvað hafi farið úrskeiðis í ferlinu að því leyti. Telur sig hafa upplýst þingnefndir með fullnægjandi hætti Önnur ábending Ríkisendurskoðunar snýr að því að tryggja þurfi fullnægjandi upplýsingagjöf og gagnsæi gagnvart þeim þingnefndum sem fjalla um fyrirhugaðar sölur á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. „Bankasýsla ríkisins tekur undir þessa ábendingu, enda telur stofnunin sig hafa upplýst þingnefndir með fullnægjandi hætti í ferlinu eins og gögn málsins benda til og bent hefur verið á í athugasemdum. Stofnunin áréttar að framkvæmd sölunnar 21.–23. mars sl. var með nákvæmlega sama hætti og henni var lýst í minnisblaði stofnunarinnar þann 20. janúar sl. og í kynningum fyrir þingnefndir þann 21. og 24. febrúar sl., eins og nánar hefur verið rakið hér að framan,“ segir í viðbrögðum Bankasýslunnar við ábendingunni. Verkefnið frábrugðið öðrum verkefnum ríkisins Því næst bendir Ríkisendurskoðun á að tryggja þurfi eftir fremsta megni að hlutlægni sé gætt við ákvarðanatöku við sölu á eignarhlutum ríkisins og að mat við úrlausn söluferla hvíli sem minnst á huglægum forsendum. Í því sambandi þurfi að gæta þess að viðmið um matskennda þætti séu skýr frá upphafi og eigi tilhlýðilega lagastoð. Bankasýslan tekur undir þau sjónarmið, enda hafi hafi ákvarðanir hennar verið vel rökstuddar með vísan í öll viðeigandi lög, eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki og ákvörðun fjármálaráðherra um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Aftur á móti verður jafnframt að hafa í huga, eins og ítarlega hefur verið rakið í athugasemdum stofnunarinnar, að þegar ráðist er í sölu á hlutum í skráðu félagi, og þá sérstaklega þegar óvissa ríkir á fjármálamörkuðum, er eðli þeirra verkefna sem um ræðir þannig að ógerlegt er að vita það fyrir fram hvaða þættir verði veigameiri en aðrir í endanlegri ákvörðun um útboðsverð, útboðsmagn og úthlutun til fjárfesta. Að því leyti er verkefnið frábrugðið mörgum öðrum verkefnum hins opinbera, m.a. þar sem um er að ræða hefðbundna sölu á eignum ríkisins,“ segir Bankasýslan. Fallast ekki á að gæta þurfi að hægt sé að skoða ákvarðanir eftir á Fjórða ábending Ríkisendurskoðunar snýr að mikilvægi þess að ákvarðanir séu skjalfestar og gagnsæi tryggt. Þar segir meðal annars að gæta þurfi að því að hægt sé að prófa ákvarðanir og framkvæmd sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eftir á, bæði af almenningi og viðeigandi eftirlitsaðilum. Bankasýslan kveðst ekki geta tekið undir það með Ríkisendurskoðun og segir að texti hljóti að hafa misritast. Að öðru leyti tekur Bankasýslan undir þau sjónarmið að almennt sé mikilvægt að tryggja skráningu og gagnsæi í slíku söluferli. Slíkt sé ekki eingöngu í samræmi við góða stjórnsýsluhætti heldur byggi jafnframt á lögum. Sú hafi raunin verið í tilviki sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bankasýslan hafi bent á á að framkvæmd sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur sem um hana gilda sem og lýsingu þar að lútandi í minnisblaði Bankasýslu ríkisins til fjármála- og efnahagsráðherra, greinargerð ráðherra, og í kynningum Bankasýslu ríkisins fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd sem og ákvörðun ráðherra. „Þá voru endanlegt söluverð og stærð eignarhlutarins ákveðin af ráðherra að undangengnu rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins, samanber ákvæði laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, eftir að markaðsverðs var leitað, meðal annars í kjölfar markaðsþreifinga, samanber ákvæði laga um aðgerðir gegn markaðssvikum. Þetta kom fram í svörum Bankasýslu ríkisins til Ríkisendurskoðunar,“ segir Bankasýslan. Gættu í hvívetna að viðhafa góða viðskiptahætti Bankasýslan segir að við framkvæmd sölunnar hafi þess verið gætt í hvívetna að viðhafa góða viðskiptahætti, samanber ákvæði laga um Bankasýsluna og viðteknar venjur á verðbréfamörkuðum. „Staðreynd málsins er sú að Bankasýsla ríkisins hefur með málefnalegum rökum og vísan til gagna rökstutt sérhverja ákvörðun sem tekin var í söluferlinu. Lengra verður vart gengið í kröfum um ex post facto prófun og gagnsæi,“ segir Bankasýslan. Ex post facto prófun þýðir á íslensku prófun eftir á. Lagði sérstaka áherslu á orðspor ríkisins Að lokum benti Ríkisendurskoðun á að mikilvægt væri að fyrirbyggja hagsmunaárekstra og orðsporsáhættu. Við sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtæki geti sú tilhögun að viðkomandi fyrirtæki komi með beinum hætti að sölunni (sem umsjónaraðili, söluráðgjafi eða söluaðili) verið til þess fallin að grafa undan vægi lögbundinna sjónarmiða um jafnræði og hlutlægni. Áhætta vegna hagsmunaárekstra aukist sem og orðsporsáhætta ríkisins. Bankasýslan tekur undir þetta, enda hafi hún í allri sinni framkvæmd lagt sérstaka áherslu á orðspor íslenska ríkisins sem eiganda og seljanda í þeim útboðum sem stofnunin hefur séð um fyrir hönd ráðherra, eins og nánar hefur verið rakið í athugasemdum stofnunarinnar af þessu tilefni. „Bankasýsla ríkisins tekur einnig undir að fyrirbyggja þurfi hagsmunaárekstra og má til viðbótar við þær röksemdir sem hér hafa verið raktar benda á að hún fékk til starfa sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við úrlausn verkefnisins,“ segir Bankasýslan að lokum.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbankaskýrslunni enn og aftur frestað Afhendingu á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið frestað á ný. Til stóð að afhenda skýrsluna fyrir helgi en ekkert verður úr því. 31. október 2022 12:40 Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Íslandsbanka Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. 27. október 2022 20:58 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslandsbankaskýrslunni enn og aftur frestað Afhendingu á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið frestað á ný. Til stóð að afhenda skýrsluna fyrir helgi en ekkert verður úr því. 31. október 2022 12:40
Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Íslandsbanka Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. 27. október 2022 20:58