Fjöldi umsókna vegna lýtaaðgerða hefur tæplega þrefaldast Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2022 17:59 María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Stöð 2/Sigurjón Umsvif Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist mikið frá árinu 2018. Til að mynda gerðu þær í fyrra tæplega þrefalt fleiri nýja samninga en árið 2018. Þá hefur umsóknum vegna lýtaaðgerða fjölgað um 184 prósent og umsóknum vegna aðgerða erlendis fjölgað um 269 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem farið er yfir helstu tölulegu upplýsingar fyrir árin 2018 til 2022. Þar segir að veruleg fjölgun hafi orðið í nær öllum flokkum erinda og umsókna til Sjúkratrygginga. Auk aukningar í umsóknum um lýtaðgerðir og aðgerðir erlendis ber þar hæst tæplega tvöföldun fjölda umsókna vegna talþjálfunar, tvöföldun fjölda umsókna um lyfjaskírteini og ríflega þriðjungsfjölgun umsókna vegna tannlækninga. Upplýsingarnar má lesa í heild sinni hér að neðan: Sjúkratryggingar Íslands Athygli vekur að þrátt fyrir að fjöldi umsókna vegna sjúklingatryggingar hafi aukist um fjórðung, hefur fjöldi afgreiddra mála lækkað um rúmlega þriðjung. Heilbrigðisstefna skýrir aukningu í fjölda samninga Sem áður segir gerðu Sjúkratryggingar Íslands nánast þrefalt fleiri nýja samninga á síðasta ári en árið 2018 en það er árið áður en heilbrigðisstefna var gefin út. Í tilkynningu SÍ segir að aukninguna árið 2021 megi að hluta til rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það sem af er ári hafa þó verið gerðir ríflega þriðjungi fleiri samningar en allt árið 2018. „Þessi mikla aukning í nýjum samningum er þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst samningar um þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Sú vinna sem lögð hefur verið í þær samningaviðræður af hálfu Sjúkratrygginga kemur því ekki fram í þessum tölum. Af þeim 72 samningum sem gerðir voru árið 2021 voru fjórir við ríkisstofnanir, átta við sveitarfélög en 60 við einkaaðila, sjálfseignarstofnanir, hlutafélög o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að þessa auknu framleiðni SÍ megi rekja til krafna heilbrigðisstefnu, sem sett var árið 2019, og auknum framlögum til heilbrigðisþjónustu. „Á sama tíma og verkefni stofnunarinnar hafa aukist svo mjög hafa föst opinber framlög til rekstrar hennar lækkað á föstu verðlagi,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðismál Tryggingar Lýtalækningar Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem farið er yfir helstu tölulegu upplýsingar fyrir árin 2018 til 2022. Þar segir að veruleg fjölgun hafi orðið í nær öllum flokkum erinda og umsókna til Sjúkratrygginga. Auk aukningar í umsóknum um lýtaðgerðir og aðgerðir erlendis ber þar hæst tæplega tvöföldun fjölda umsókna vegna talþjálfunar, tvöföldun fjölda umsókna um lyfjaskírteini og ríflega þriðjungsfjölgun umsókna vegna tannlækninga. Upplýsingarnar má lesa í heild sinni hér að neðan: Sjúkratryggingar Íslands Athygli vekur að þrátt fyrir að fjöldi umsókna vegna sjúklingatryggingar hafi aukist um fjórðung, hefur fjöldi afgreiddra mála lækkað um rúmlega þriðjung. Heilbrigðisstefna skýrir aukningu í fjölda samninga Sem áður segir gerðu Sjúkratryggingar Íslands nánast þrefalt fleiri nýja samninga á síðasta ári en árið 2018 en það er árið áður en heilbrigðisstefna var gefin út. Í tilkynningu SÍ segir að aukninguna árið 2021 megi að hluta til rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það sem af er ári hafa þó verið gerðir ríflega þriðjungi fleiri samningar en allt árið 2018. „Þessi mikla aukning í nýjum samningum er þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst samningar um þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Sú vinna sem lögð hefur verið í þær samningaviðræður af hálfu Sjúkratrygginga kemur því ekki fram í þessum tölum. Af þeim 72 samningum sem gerðir voru árið 2021 voru fjórir við ríkisstofnanir, átta við sveitarfélög en 60 við einkaaðila, sjálfseignarstofnanir, hlutafélög o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að þessa auknu framleiðni SÍ megi rekja til krafna heilbrigðisstefnu, sem sett var árið 2019, og auknum framlögum til heilbrigðisþjónustu. „Á sama tíma og verkefni stofnunarinnar hafa aukist svo mjög hafa föst opinber framlög til rekstrar hennar lækkað á föstu verðlagi,“ segir í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Tryggingar Lýtalækningar Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira