Leikur dagsins var mikil skemmtun en Inter vann á endanum 3-2 sigur. Ademola Lookman kom heimamönnum í Atalanta yfir með marki úr vítaspyrnu um miðbik fyrri hálfleiks en Edin Džeko jafnaði metin fyrir Inter áður en fyrri hálfleik var lokið.
Džeko kom Inter 2-1 yfir áður en Jose Luis Palomino varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúman klukkutíma og Inter því 3-1 yfir.
8 - Edin #Dzeko, for him today 250th game played in Serie A, has scored 8 goals vs Atalanta: against no team he did better in the top-flight (eight also vs Sassuolo and Bologna). Habit.#AtalantaInter
— OptaPaolo (@OptaPaolo) November 13, 2022
Palomino skoraði í rétt mark á 77. mínútu og lokamínútur voru æsispennandi. Gestirnir frá Mílanó gerðu skiptingar til að þétta varnarleikinn og markvörðurinn Andre Onana nældi sér í gult spjald fyrir leiktöf. Það gekk upp og Inter vann á endanum 3-2 sigur.
Stigin þrjú þýða að Inter er nú með 30 stig ásamt bæði Lazio og AC Milan sem eiga þó bæði leik til góða.