Russell á ráspól en heimsmeistarinn ræsir þriðji Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 09:01 Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton verða saman í fremstu rásröð i brasilíska kappakstrinum í kvöld. Mark Thompson/Getty Images Breski ökuþórinn George Russell verður á ráspól þegar ræst verður í brasilíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag eftir að hafa tryggt sér sigur í sprettkeppninni í gærkvöldi. Nýkrýndi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir hins vegar þriðji. Verstappen var sá eini sem fór af stað í sprettkeppninni á millhörðum dekkjum, ef frá er talinn Nicholas Latifi á Williams. Allir aðrir ökumenn treystu á mjúku dekkinn og það virtist vera rétta ákvörðunin. Verstappen var annar í rásröðinni þegar farið var af stað í gær á eftir Dananum Kevin Magnussen á Haas sem tryggði sér óvænt sigur í tímatökunum. Heimsmeistarinn var fljótur að koma sér fram úr Magnussen, en Russell, sem ræsti þriðji, sigldi fram úr heimsmeistaranum á mjúku dekkjunum og tryggði sér að lokum sigur. TEAM MERCEDES 🤜💥🤛It's a @MercedesAMGF1 front row lock-out for Sunday's Grand Prix! 👏#BrazilGP #F1Sprint pic.twitter.com/rW75rePoa9— Formula 1 (@F1) November 12, 2022 Liðsfélagi Russell, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom sér einnig fram úr Verstappen og ræsir annar. Carlos Sainz á Ferrari kom annar í mark, en tekur út refsingu og ræsir því sjöundi. Kevin Magnussen náði ekki að halda sér í efstu sætunum þrátt fyrir að hafa ræst fremstur, en hann kom áttundi í mark og nælir því í eitt stig fyrir Haas-liðið. Akstursíþróttir Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Verstappen var sá eini sem fór af stað í sprettkeppninni á millhörðum dekkjum, ef frá er talinn Nicholas Latifi á Williams. Allir aðrir ökumenn treystu á mjúku dekkinn og það virtist vera rétta ákvörðunin. Verstappen var annar í rásröðinni þegar farið var af stað í gær á eftir Dananum Kevin Magnussen á Haas sem tryggði sér óvænt sigur í tímatökunum. Heimsmeistarinn var fljótur að koma sér fram úr Magnussen, en Russell, sem ræsti þriðji, sigldi fram úr heimsmeistaranum á mjúku dekkjunum og tryggði sér að lokum sigur. TEAM MERCEDES 🤜💥🤛It's a @MercedesAMGF1 front row lock-out for Sunday's Grand Prix! 👏#BrazilGP #F1Sprint pic.twitter.com/rW75rePoa9— Formula 1 (@F1) November 12, 2022 Liðsfélagi Russell, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom sér einnig fram úr Verstappen og ræsir annar. Carlos Sainz á Ferrari kom annar í mark, en tekur út refsingu og ræsir því sjöundi. Kevin Magnussen náði ekki að halda sér í efstu sætunum þrátt fyrir að hafa ræst fremstur, en hann kom áttundi í mark og nælir því í eitt stig fyrir Haas-liðið.
Akstursíþróttir Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira