Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2022 22:44 Þorstein Sigmundsson er bóndi í Elliðahvammi. Arnar Halldórsson Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, heimsóttur. Það voru bara nokkrir sumarbústaðir við sunnanvert Elliðavatn þegar Þorsteinn og eiginkona hans, Guðrún Alísa Hansen, hófu þar búskap árið 1964. Þorsteinn segir að þá hafi allt snúist um sauðkindina. Elliðavatn árið 1963. Húsið Elliðahvammur til hægri. Það stendur enn.Arnar Halldórsson „Ég var með kindur hérna, átti nokkrar kindur. Ég nennti því nú ekki of lengi. Það var svo mikið vesen í kringum þetta að smala þessu hérna uppi á Hellisheiði,“ segir Þorsteinn. Þau ákváðu í staðinn að fara í eggja- og kjúklingaframleiðslu. Núna er byggðin í Kópavogi komin þétt upp að lögbýlinu Elliðahvammi. Þorsteinn segist samt ennþá teljast bóndi. „Já, ég er bóndi í borg. Í Kópavogi. Þetta er eiginlega eina starfandi býlið í Kópavogi. Vatnsendi líka,“ segir Þorsteinn. Bóndabærinn Elliðahvammur stendur við sunnanvert Elliðavatn. Gamla íbúðarhúsið til vinstri.Arnar Halldórsson Í Elliðahvammi eru seld egg beint frá býli en varphænurnar eru hátt í tíu þúsund talsins, að sögn Þorsteins, en einnig segist hann framleiða einhver hundruð tonn af kjúklingakjöti á ári. -Er hægt að vera bóndi í borg? „Já, já, já. Sko, meirihlutinn af öllum matvælum Íslendinga er framleiddur í Reykjavík. Menn gleyma því. Á Kjalarnesinu er stærsta eggjabúið og stærsta svínabúið. Og í Mosfellssveit. Kjúklingaræktin er þar meira og minna. Þetta er allt meira og minna í Reykjavík. Og svo garðyrkjustöðvarnar. Uppi á Lambhaga. Þetta er allt í Reykjavík. Þetta er ekki allt bara úti á landi. Ég held að það sé stór hluti af matvælum, landbúnaðarvörunum, framleiddur hérna á stór-höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi við Elliðavatn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þátturinn Um land allt um Elliðavatn verður endursýndur á Stöð 2 á sunnudag klukkan 15:05. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Síðari þátturinn um Elliðavatn og vatnasvið þess er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, heimsóttur. Það voru bara nokkrir sumarbústaðir við sunnanvert Elliðavatn þegar Þorsteinn og eiginkona hans, Guðrún Alísa Hansen, hófu þar búskap árið 1964. Þorsteinn segir að þá hafi allt snúist um sauðkindina. Elliðavatn árið 1963. Húsið Elliðahvammur til hægri. Það stendur enn.Arnar Halldórsson „Ég var með kindur hérna, átti nokkrar kindur. Ég nennti því nú ekki of lengi. Það var svo mikið vesen í kringum þetta að smala þessu hérna uppi á Hellisheiði,“ segir Þorsteinn. Þau ákváðu í staðinn að fara í eggja- og kjúklingaframleiðslu. Núna er byggðin í Kópavogi komin þétt upp að lögbýlinu Elliðahvammi. Þorsteinn segist samt ennþá teljast bóndi. „Já, ég er bóndi í borg. Í Kópavogi. Þetta er eiginlega eina starfandi býlið í Kópavogi. Vatnsendi líka,“ segir Þorsteinn. Bóndabærinn Elliðahvammur stendur við sunnanvert Elliðavatn. Gamla íbúðarhúsið til vinstri.Arnar Halldórsson Í Elliðahvammi eru seld egg beint frá býli en varphænurnar eru hátt í tíu þúsund talsins, að sögn Þorsteins, en einnig segist hann framleiða einhver hundruð tonn af kjúklingakjöti á ári. -Er hægt að vera bóndi í borg? „Já, já, já. Sko, meirihlutinn af öllum matvælum Íslendinga er framleiddur í Reykjavík. Menn gleyma því. Á Kjalarnesinu er stærsta eggjabúið og stærsta svínabúið. Og í Mosfellssveit. Kjúklingaræktin er þar meira og minna. Þetta er allt meira og minna í Reykjavík. Og svo garðyrkjustöðvarnar. Uppi á Lambhaga. Þetta er allt í Reykjavík. Þetta er ekki allt bara úti á landi. Ég held að það sé stór hluti af matvælum, landbúnaðarvörunum, framleiddur hérna á stór-höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi við Elliðavatn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þátturinn Um land allt um Elliðavatn verður endursýndur á Stöð 2 á sunnudag klukkan 15:05. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Síðari þátturinn um Elliðavatn og vatnasvið þess er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53
Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21
Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42