Ætla að hafa upp á metanstórlosendum með gervihnöttum Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 11:35 Metangas er aðaluppistaðan í jarðgasi. Umframmetansgasi er oft brennt við olíu- og gasvinnslu en í mörgum tilfellum eru brennsluturnarnir bilaðir eða slökkt á þeim þannig að metan sleppur beint út í andrúmsloftið. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringurinn sem myndast þegar metani er brennt. AP/David Goldman Net gervihnatta á braut um jörðu verður notað til að finna uppsprettur metanlosunar með nýju kerfi sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að taka í notkun á næsta ári. Rannsóknir benda til þess að metanlosun í heiminum sé mun meiri en ríki gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið og því er talið lykilatriði að skera losun þess niður hratt til þess að hægt verði að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráður á þessari öld. Mikil metanlosun fer þó fram hjá losunarbókhaldi ríkja. Gasið sleppur frá lekum pípum og jarðgaslindum en einnig frá búfénaði og landfyllingum með lífrænum úrgangi manna. Washington Post sagði nýlega frá því að rannsóknir bentu til þess að metanlosun væri allt frá 57 til 76 milljónum tonnum meiri á ári en ríki gefa upp til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Það er á bilinu 1,6 til 2,1 milljarður tonna koltvísýringsígilda. Metanviðvörunar- og viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna (MARS) verður tekið í gagnið á næsta ári. Umhverfisstofnun SÞ sagði í dag að kerfinu væri ætlað að hjálpa fyrirtækjum að bregðast við meiriháttar metanlosun en einnig að útvega gegnsæ og óháð gögn um umfang losunarinnar. Það eigi að tryggja að til séu upplýsingar sem taldar séu hlutlausar og áreiðanlegar. Kerfið byggir á athugunum gervihnatta bandarísku, evrópsku, þýsku og ítölsku geimstofnananna en gögn frá einkareknum gervihnöttum verða einnig notuð þegar fram líða stundir, að sögn AP-fréttastofunnar. Til stendur að birta fyrstu niðurstöður um meiriháttar metanleka á seinni hluta næsta árs. Gögnin úr mælingunum verða birt 45 til 75 dögum eftir að þeim er safnað til þess að fyrirtækin fái nægan tíma til þess að stöðva lekana áður en greint er frá þeim opinberlega. „Við teljum mikilvægt að búa ekki bara til tól til þess að smána heldur til að fá rekstraraðila og ríkisstjórnir í lið með okkur svo að þær geti brugðist við tilteknum atburðum,“ segir Manfredi Caltagirone, yfirmaður Alþjóðlega metanlosunareftirlitsins hjá umhverfisstofnun SÞ. Engin leið verður þó til þess að neyða fyrirtæki til þess að bregðast við upplýsingum um metanlekana. „Við erum raunsæ með það að ákveðin fyrirtæki og ákveðin lönd verða samvinnuþýðari en önnur en við getum tryggt að þessar upplýsingar verði aðgengilegar þeim sem hafa áhuga á þeim,“ segir Caltagirone. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tækni Tengdar fréttir Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið og því er talið lykilatriði að skera losun þess niður hratt til þess að hægt verði að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráður á þessari öld. Mikil metanlosun fer þó fram hjá losunarbókhaldi ríkja. Gasið sleppur frá lekum pípum og jarðgaslindum en einnig frá búfénaði og landfyllingum með lífrænum úrgangi manna. Washington Post sagði nýlega frá því að rannsóknir bentu til þess að metanlosun væri allt frá 57 til 76 milljónum tonnum meiri á ári en ríki gefa upp til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Það er á bilinu 1,6 til 2,1 milljarður tonna koltvísýringsígilda. Metanviðvörunar- og viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna (MARS) verður tekið í gagnið á næsta ári. Umhverfisstofnun SÞ sagði í dag að kerfinu væri ætlað að hjálpa fyrirtækjum að bregðast við meiriháttar metanlosun en einnig að útvega gegnsæ og óháð gögn um umfang losunarinnar. Það eigi að tryggja að til séu upplýsingar sem taldar séu hlutlausar og áreiðanlegar. Kerfið byggir á athugunum gervihnatta bandarísku, evrópsku, þýsku og ítölsku geimstofnananna en gögn frá einkareknum gervihnöttum verða einnig notuð þegar fram líða stundir, að sögn AP-fréttastofunnar. Til stendur að birta fyrstu niðurstöður um meiriháttar metanleka á seinni hluta næsta árs. Gögnin úr mælingunum verða birt 45 til 75 dögum eftir að þeim er safnað til þess að fyrirtækin fái nægan tíma til þess að stöðva lekana áður en greint er frá þeim opinberlega. „Við teljum mikilvægt að búa ekki bara til tól til þess að smána heldur til að fá rekstraraðila og ríkisstjórnir í lið með okkur svo að þær geti brugðist við tilteknum atburðum,“ segir Manfredi Caltagirone, yfirmaður Alþjóðlega metanlosunareftirlitsins hjá umhverfisstofnun SÞ. Engin leið verður þó til þess að neyða fyrirtæki til þess að bregðast við upplýsingum um metanlekana. „Við erum raunsæ með það að ákveðin fyrirtæki og ákveðin lönd verða samvinnuþýðari en önnur en við getum tryggt að þessar upplýsingar verði aðgengilegar þeim sem hafa áhuga á þeim,“ segir Caltagirone.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tækni Tengdar fréttir Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. 2. nóvember 2022 23:38
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42