Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2022 10:48 Rússar sprengdu Antonovsky-brúna sem liggur yfir Dnipro. Úkraínumenn höfðu skemmt hana töluvert en hægt var að ganga og hjóla yfir hana, þar til í nótt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. Undanhaldinu lauk í nótt. Rússar halda því einnig fram að þeir hafi ekki misst einn hermann né skilið eitt einasta hergagn eftir á vesturbakkanum. Útlit er fyrir að undanhaldið hafi heppnast vel. Myndefni á samfélagsmiðlum sýndi íbúa á svæðinu rífa niður rússneska fána og skilti. Úkraínskir hermenn eru komnir til Kherson-borgar. Kherson liberation chronicles, from Ukrainian social media: When soldiers enter to clear a village that was occupied by Russia and a local girl comes out with a violin to play the Ukrainian anthem. pic.twitter.com/jcWNcquHZ4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, lýstu því yfir í beinni útsendingu á miðvikudaginn að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár og það yrði meðal annars gert til að bjarga lífum rússneskra hermanna. Sjá einnig: Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Úkraínumenn óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða úkraínska hermenn í gildru og lýstu yfir efasemdum um að Rússar ætluðu að hörfa í alvörunni. Minna en tveir mánuðir eru liðnir frá því Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu og þar á meðal Kherson. Forsetinn lýsti því þá yfir að Kherson tilheyrði nú Rússlandi og myndi gera það að eilífu. Fjölmargir rússneskir embættismenn hafa sótt borgina heim og slegið á svipaða strengi og Pútín en borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Frelsun Kherson-borgar gæti táknað mikil kaflaskipti í stríðinu og mikinn hernaðarlegarn og táknrænan sigur fyrir Úkraínumenn. AP fréttaveitan segir að það gæti gert úkraínska hernum kleift að herja á Rússa í Saporisjía-hérað og önnur svæði í Suður-Úkraínu. Þar á meðal er Krímskagi, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. #Ukraine : this footage taken earlier shows Russian soldiers escaping the city of #Kherson on foot, making their way over a pontoon bridge. pic.twitter.com/bV9yeZBWoH— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 11, 2022 Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar hafi verið að grafa skotgrafir og byggja upp varnir á landamærum Krímskaga og Kherson-héraðs, sem þykir til marks um að forsvarsmenn rússneska hersins telji mögulegt að Rússar muni hörfa enn lengra til suðurs. Russians have started to build extensive defense networks along the administrative borders of Kherson and Crimea, clearly admitting that they don't expect to hold AFU even at current frontlines. South of Henichesk one of their defense lines appeared. #Ukraine #Crimea #Kherson pic.twitter.com/03fXbMp2eF— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Pútín ber enga ábyrgð Dmitry Peskov, talsmaður Pútins, sagði í morgun að ákvörðun um undanhald hefði verið tekin af Shoigu, varnarmálaráðherra, og að Pútín sjálfur hefði ekki komið að henni. Reuters hefur eftir Peskov að staða Kherson-héraðs hafi ekki breyst frá bæjardyrum Rússa séð. Héraðið tilheyri rússneska sambandsríkinu og ekkert muni breyta því. Peskov sagði einnig að hin sértæka hernaðaraðger, sem Rússar kalla innrásina í Úkraínu, myndi halda áfram þar til markmiðum hennar yrði náð eða Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna. Peskov sagði ljóst að yfirvöld í Kænugarði vildu ekki viðræður að svo stöddu og því héldi hernaðaraðgerðin áfram. Sjá einnig: Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Markmið hernaðaraðgerðarinnar svokölluðu hafa lengi verið óljós og hefur innrásin borið keim hefðbundins landvinningastríðs. Hersveitir Rússa hafa þó ekki sótt svo máli skiptir á víglínum Úkraínu svo mánuðum skiptir. Rússar hafa nú þurft að hörfa frá stórum svæðum í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar og hefur rússneski herinn oft á tíðum verið harðlega gagnrýndur. Pútín hefur þó verið einangraður frá þeirri gagnrýni. Sérfræðingar sem vakta átökin í Úkraínu og Rússland segja líklegt að ákvörðunin um undanhald frá Kherson hafi verið sýnd í beinni útsendingu hafi verið tekin svo gagnrýninni vegna hennar yrði beint að Shoigu og Surovkin. Málpípur ríkisstjórnarinnar í Rússlandi hafa sagt ákvörðunina erfiða en að treysta þurfi herforingjum Rússlands til að taka réttar ákvarðanir. Í frétt New York Times segir að í ríkismiðlum Rússlands sé talað um Kherson-tilfærsluna eða enduruppbyggingu hersveita. Neitaði að tjá sig Það vakti þó athygli í gær þegar þáttastjórnandinn Andrei Norkin sagði í sjónvarpsþætti sínum að hann ætlaði ekki að tjá sig um undanhald hersins í Kherson. Norkin sagði að ástæðan væri sú að hvort sem hann sagðist styðja ákvörðunina eða gagnrýna hana, myndi hann brjóta rússnesk lög. Ef hann styddi ákvörðunina væri hann að brjóta lög varðandi fullveldi Rússlands og landamæri þeirra. Ef hann gagnrýndi ákvörðunina væri hann að brjóta lög sem banna það að gagnrýna herinn. Russian TV host Andrei Norkin's realisation that his country lacks freedom of speech:If I back the decision to withdraw from Kherson, I'm going to jail for questioning Russia's territorial integrityAnd if I oppose it, I'm going to jail for discrediting the armed forces pic.twitter.com/KRj0RsI00i— Francis Scarr (@francis_scarr) November 10, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Undanhaldinu lauk í nótt. Rússar halda því einnig fram að þeir hafi ekki misst einn hermann né skilið eitt einasta hergagn eftir á vesturbakkanum. Útlit er fyrir að undanhaldið hafi heppnast vel. Myndefni á samfélagsmiðlum sýndi íbúa á svæðinu rífa niður rússneska fána og skilti. Úkraínskir hermenn eru komnir til Kherson-borgar. Kherson liberation chronicles, from Ukrainian social media: When soldiers enter to clear a village that was occupied by Russia and a local girl comes out with a violin to play the Ukrainian anthem. pic.twitter.com/jcWNcquHZ4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, lýstu því yfir í beinni útsendingu á miðvikudaginn að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár og það yrði meðal annars gert til að bjarga lífum rússneskra hermanna. Sjá einnig: Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Úkraínumenn óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða úkraínska hermenn í gildru og lýstu yfir efasemdum um að Rússar ætluðu að hörfa í alvörunni. Minna en tveir mánuðir eru liðnir frá því Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu og þar á meðal Kherson. Forsetinn lýsti því þá yfir að Kherson tilheyrði nú Rússlandi og myndi gera það að eilífu. Fjölmargir rússneskir embættismenn hafa sótt borgina heim og slegið á svipaða strengi og Pútín en borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Frelsun Kherson-borgar gæti táknað mikil kaflaskipti í stríðinu og mikinn hernaðarlegarn og táknrænan sigur fyrir Úkraínumenn. AP fréttaveitan segir að það gæti gert úkraínska hernum kleift að herja á Rússa í Saporisjía-hérað og önnur svæði í Suður-Úkraínu. Þar á meðal er Krímskagi, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. #Ukraine : this footage taken earlier shows Russian soldiers escaping the city of #Kherson on foot, making their way over a pontoon bridge. pic.twitter.com/bV9yeZBWoH— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 11, 2022 Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar hafi verið að grafa skotgrafir og byggja upp varnir á landamærum Krímskaga og Kherson-héraðs, sem þykir til marks um að forsvarsmenn rússneska hersins telji mögulegt að Rússar muni hörfa enn lengra til suðurs. Russians have started to build extensive defense networks along the administrative borders of Kherson and Crimea, clearly admitting that they don't expect to hold AFU even at current frontlines. South of Henichesk one of their defense lines appeared. #Ukraine #Crimea #Kherson pic.twitter.com/03fXbMp2eF— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Pútín ber enga ábyrgð Dmitry Peskov, talsmaður Pútins, sagði í morgun að ákvörðun um undanhald hefði verið tekin af Shoigu, varnarmálaráðherra, og að Pútín sjálfur hefði ekki komið að henni. Reuters hefur eftir Peskov að staða Kherson-héraðs hafi ekki breyst frá bæjardyrum Rússa séð. Héraðið tilheyri rússneska sambandsríkinu og ekkert muni breyta því. Peskov sagði einnig að hin sértæka hernaðaraðger, sem Rússar kalla innrásina í Úkraínu, myndi halda áfram þar til markmiðum hennar yrði náð eða Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna. Peskov sagði ljóst að yfirvöld í Kænugarði vildu ekki viðræður að svo stöddu og því héldi hernaðaraðgerðin áfram. Sjá einnig: Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Markmið hernaðaraðgerðarinnar svokölluðu hafa lengi verið óljós og hefur innrásin borið keim hefðbundins landvinningastríðs. Hersveitir Rússa hafa þó ekki sótt svo máli skiptir á víglínum Úkraínu svo mánuðum skiptir. Rússar hafa nú þurft að hörfa frá stórum svæðum í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar og hefur rússneski herinn oft á tíðum verið harðlega gagnrýndur. Pútín hefur þó verið einangraður frá þeirri gagnrýni. Sérfræðingar sem vakta átökin í Úkraínu og Rússland segja líklegt að ákvörðunin um undanhald frá Kherson hafi verið sýnd í beinni útsendingu hafi verið tekin svo gagnrýninni vegna hennar yrði beint að Shoigu og Surovkin. Málpípur ríkisstjórnarinnar í Rússlandi hafa sagt ákvörðunina erfiða en að treysta þurfi herforingjum Rússlands til að taka réttar ákvarðanir. Í frétt New York Times segir að í ríkismiðlum Rússlands sé talað um Kherson-tilfærsluna eða enduruppbyggingu hersveita. Neitaði að tjá sig Það vakti þó athygli í gær þegar þáttastjórnandinn Andrei Norkin sagði í sjónvarpsþætti sínum að hann ætlaði ekki að tjá sig um undanhald hersins í Kherson. Norkin sagði að ástæðan væri sú að hvort sem hann sagðist styðja ákvörðunina eða gagnrýna hana, myndi hann brjóta rússnesk lög. Ef hann styddi ákvörðunina væri hann að brjóta lög varðandi fullveldi Rússlands og landamæri þeirra. Ef hann gagnrýndi ákvörðunina væri hann að brjóta lög sem banna það að gagnrýna herinn. Russian TV host Andrei Norkin's realisation that his country lacks freedom of speech:If I back the decision to withdraw from Kherson, I'm going to jail for questioning Russia's territorial integrityAnd if I oppose it, I'm going to jail for discrediting the armed forces pic.twitter.com/KRj0RsI00i— Francis Scarr (@francis_scarr) November 10, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira