Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2022 10:48 Rússar sprengdu Antonovsky-brúna sem liggur yfir Dnipro. Úkraínumenn höfðu skemmt hana töluvert en hægt var að ganga og hjóla yfir hana, þar til í nótt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. Undanhaldinu lauk í nótt. Rússar halda því einnig fram að þeir hafi ekki misst einn hermann né skilið eitt einasta hergagn eftir á vesturbakkanum. Útlit er fyrir að undanhaldið hafi heppnast vel. Myndefni á samfélagsmiðlum sýndi íbúa á svæðinu rífa niður rússneska fána og skilti. Úkraínskir hermenn eru komnir til Kherson-borgar. Kherson liberation chronicles, from Ukrainian social media: When soldiers enter to clear a village that was occupied by Russia and a local girl comes out with a violin to play the Ukrainian anthem. pic.twitter.com/jcWNcquHZ4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, lýstu því yfir í beinni útsendingu á miðvikudaginn að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár og það yrði meðal annars gert til að bjarga lífum rússneskra hermanna. Sjá einnig: Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Úkraínumenn óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða úkraínska hermenn í gildru og lýstu yfir efasemdum um að Rússar ætluðu að hörfa í alvörunni. Minna en tveir mánuðir eru liðnir frá því Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu og þar á meðal Kherson. Forsetinn lýsti því þá yfir að Kherson tilheyrði nú Rússlandi og myndi gera það að eilífu. Fjölmargir rússneskir embættismenn hafa sótt borgina heim og slegið á svipaða strengi og Pútín en borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Frelsun Kherson-borgar gæti táknað mikil kaflaskipti í stríðinu og mikinn hernaðarlegarn og táknrænan sigur fyrir Úkraínumenn. AP fréttaveitan segir að það gæti gert úkraínska hernum kleift að herja á Rússa í Saporisjía-hérað og önnur svæði í Suður-Úkraínu. Þar á meðal er Krímskagi, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. #Ukraine : this footage taken earlier shows Russian soldiers escaping the city of #Kherson on foot, making their way over a pontoon bridge. pic.twitter.com/bV9yeZBWoH— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 11, 2022 Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar hafi verið að grafa skotgrafir og byggja upp varnir á landamærum Krímskaga og Kherson-héraðs, sem þykir til marks um að forsvarsmenn rússneska hersins telji mögulegt að Rússar muni hörfa enn lengra til suðurs. Russians have started to build extensive defense networks along the administrative borders of Kherson and Crimea, clearly admitting that they don't expect to hold AFU even at current frontlines. South of Henichesk one of their defense lines appeared. #Ukraine #Crimea #Kherson pic.twitter.com/03fXbMp2eF— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Pútín ber enga ábyrgð Dmitry Peskov, talsmaður Pútins, sagði í morgun að ákvörðun um undanhald hefði verið tekin af Shoigu, varnarmálaráðherra, og að Pútín sjálfur hefði ekki komið að henni. Reuters hefur eftir Peskov að staða Kherson-héraðs hafi ekki breyst frá bæjardyrum Rússa séð. Héraðið tilheyri rússneska sambandsríkinu og ekkert muni breyta því. Peskov sagði einnig að hin sértæka hernaðaraðger, sem Rússar kalla innrásina í Úkraínu, myndi halda áfram þar til markmiðum hennar yrði náð eða Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna. Peskov sagði ljóst að yfirvöld í Kænugarði vildu ekki viðræður að svo stöddu og því héldi hernaðaraðgerðin áfram. Sjá einnig: Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Markmið hernaðaraðgerðarinnar svokölluðu hafa lengi verið óljós og hefur innrásin borið keim hefðbundins landvinningastríðs. Hersveitir Rússa hafa þó ekki sótt svo máli skiptir á víglínum Úkraínu svo mánuðum skiptir. Rússar hafa nú þurft að hörfa frá stórum svæðum í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar og hefur rússneski herinn oft á tíðum verið harðlega gagnrýndur. Pútín hefur þó verið einangraður frá þeirri gagnrýni. Sérfræðingar sem vakta átökin í Úkraínu og Rússland segja líklegt að ákvörðunin um undanhald frá Kherson hafi verið sýnd í beinni útsendingu hafi verið tekin svo gagnrýninni vegna hennar yrði beint að Shoigu og Surovkin. Málpípur ríkisstjórnarinnar í Rússlandi hafa sagt ákvörðunina erfiða en að treysta þurfi herforingjum Rússlands til að taka réttar ákvarðanir. Í frétt New York Times segir að í ríkismiðlum Rússlands sé talað um Kherson-tilfærsluna eða enduruppbyggingu hersveita. Neitaði að tjá sig Það vakti þó athygli í gær þegar þáttastjórnandinn Andrei Norkin sagði í sjónvarpsþætti sínum að hann ætlaði ekki að tjá sig um undanhald hersins í Kherson. Norkin sagði að ástæðan væri sú að hvort sem hann sagðist styðja ákvörðunina eða gagnrýna hana, myndi hann brjóta rússnesk lög. Ef hann styddi ákvörðunina væri hann að brjóta lög varðandi fullveldi Rússlands og landamæri þeirra. Ef hann gagnrýndi ákvörðunina væri hann að brjóta lög sem banna það að gagnrýna herinn. Russian TV host Andrei Norkin's realisation that his country lacks freedom of speech:If I back the decision to withdraw from Kherson, I'm going to jail for questioning Russia's territorial integrityAnd if I oppose it, I'm going to jail for discrediting the armed forces pic.twitter.com/KRj0RsI00i— Francis Scarr (@francis_scarr) November 10, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Undanhaldinu lauk í nótt. Rússar halda því einnig fram að þeir hafi ekki misst einn hermann né skilið eitt einasta hergagn eftir á vesturbakkanum. Útlit er fyrir að undanhaldið hafi heppnast vel. Myndefni á samfélagsmiðlum sýndi íbúa á svæðinu rífa niður rússneska fána og skilti. Úkraínskir hermenn eru komnir til Kherson-borgar. Kherson liberation chronicles, from Ukrainian social media: When soldiers enter to clear a village that was occupied by Russia and a local girl comes out with a violin to play the Ukrainian anthem. pic.twitter.com/jcWNcquHZ4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, lýstu því yfir í beinni útsendingu á miðvikudaginn að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár og það yrði meðal annars gert til að bjarga lífum rússneskra hermanna. Sjá einnig: Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Úkraínumenn óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða úkraínska hermenn í gildru og lýstu yfir efasemdum um að Rússar ætluðu að hörfa í alvörunni. Minna en tveir mánuðir eru liðnir frá því Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu og þar á meðal Kherson. Forsetinn lýsti því þá yfir að Kherson tilheyrði nú Rússlandi og myndi gera það að eilífu. Fjölmargir rússneskir embættismenn hafa sótt borgina heim og slegið á svipaða strengi og Pútín en borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Frelsun Kherson-borgar gæti táknað mikil kaflaskipti í stríðinu og mikinn hernaðarlegarn og táknrænan sigur fyrir Úkraínumenn. AP fréttaveitan segir að það gæti gert úkraínska hernum kleift að herja á Rússa í Saporisjía-hérað og önnur svæði í Suður-Úkraínu. Þar á meðal er Krímskagi, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. #Ukraine : this footage taken earlier shows Russian soldiers escaping the city of #Kherson on foot, making their way over a pontoon bridge. pic.twitter.com/bV9yeZBWoH— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 11, 2022 Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar hafi verið að grafa skotgrafir og byggja upp varnir á landamærum Krímskaga og Kherson-héraðs, sem þykir til marks um að forsvarsmenn rússneska hersins telji mögulegt að Rússar muni hörfa enn lengra til suðurs. Russians have started to build extensive defense networks along the administrative borders of Kherson and Crimea, clearly admitting that they don't expect to hold AFU even at current frontlines. South of Henichesk one of their defense lines appeared. #Ukraine #Crimea #Kherson pic.twitter.com/03fXbMp2eF— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Pútín ber enga ábyrgð Dmitry Peskov, talsmaður Pútins, sagði í morgun að ákvörðun um undanhald hefði verið tekin af Shoigu, varnarmálaráðherra, og að Pútín sjálfur hefði ekki komið að henni. Reuters hefur eftir Peskov að staða Kherson-héraðs hafi ekki breyst frá bæjardyrum Rússa séð. Héraðið tilheyri rússneska sambandsríkinu og ekkert muni breyta því. Peskov sagði einnig að hin sértæka hernaðaraðger, sem Rússar kalla innrásina í Úkraínu, myndi halda áfram þar til markmiðum hennar yrði náð eða Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna. Peskov sagði ljóst að yfirvöld í Kænugarði vildu ekki viðræður að svo stöddu og því héldi hernaðaraðgerðin áfram. Sjá einnig: Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Markmið hernaðaraðgerðarinnar svokölluðu hafa lengi verið óljós og hefur innrásin borið keim hefðbundins landvinningastríðs. Hersveitir Rússa hafa þó ekki sótt svo máli skiptir á víglínum Úkraínu svo mánuðum skiptir. Rússar hafa nú þurft að hörfa frá stórum svæðum í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar og hefur rússneski herinn oft á tíðum verið harðlega gagnrýndur. Pútín hefur þó verið einangraður frá þeirri gagnrýni. Sérfræðingar sem vakta átökin í Úkraínu og Rússland segja líklegt að ákvörðunin um undanhald frá Kherson hafi verið sýnd í beinni útsendingu hafi verið tekin svo gagnrýninni vegna hennar yrði beint að Shoigu og Surovkin. Málpípur ríkisstjórnarinnar í Rússlandi hafa sagt ákvörðunina erfiða en að treysta þurfi herforingjum Rússlands til að taka réttar ákvarðanir. Í frétt New York Times segir að í ríkismiðlum Rússlands sé talað um Kherson-tilfærsluna eða enduruppbyggingu hersveita. Neitaði að tjá sig Það vakti þó athygli í gær þegar þáttastjórnandinn Andrei Norkin sagði í sjónvarpsþætti sínum að hann ætlaði ekki að tjá sig um undanhald hersins í Kherson. Norkin sagði að ástæðan væri sú að hvort sem hann sagðist styðja ákvörðunina eða gagnrýna hana, myndi hann brjóta rússnesk lög. Ef hann styddi ákvörðunina væri hann að brjóta lög varðandi fullveldi Rússlands og landamæri þeirra. Ef hann gagnrýndi ákvörðunina væri hann að brjóta lög sem banna það að gagnrýna herinn. Russian TV host Andrei Norkin's realisation that his country lacks freedom of speech:If I back the decision to withdraw from Kherson, I'm going to jail for questioning Russia's territorial integrityAnd if I oppose it, I'm going to jail for discrediting the armed forces pic.twitter.com/KRj0RsI00i— Francis Scarr (@francis_scarr) November 10, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent